Fleiri fréttir

Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis.

Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi

Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu.

Jarðskjálftahrina í Öxarfirði

Jarðskjáftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði síðan síðastliðinn laugardag en flestir skjálftarnir hafa átt sér stað um sex kílómetra suðvestur af Kópaskeri.

Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis

Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni.

Yrði eins og hver annar aflabrestur

Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess.

Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal

Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal.

Bjarni segir ríkissjóð með stuðpúða gegn áföllum

Fjármálaráðherra segir ekki hægt að búast við eins miklum lífskjarabata á næstu árum og undanfarin ár en stjórnvöld séu að bæta í fjárfestingar á sama tíma og það dragi úr þeim í einkageiranum.

Endurnýjuðu samning um öryggis- og varnarmál

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, (LUM) undirrituðu á fundi sínum í Lundúnum í dag samkomulag um að efla tvíhliða samstarf ríkjanna í varnar- og öryggismálum.

Herinn gefst upp á Bouteflika

Gaid Salah, yfirmaður herafla Alsír, segir að beita þurfi 102. grein stjórnarskrár landsins til að koma forsetanum Abdelaziz Bouteflika frá völdum. Sú grein fjallar um hvað grípa skuli til bragðs ef forseti landsins er ófær um að sinna skyldum sínum.

Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn

Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð.

Rúanda á heimsmetið í þátttöku kvenna á þingi

Konur eru 67,5% þingmanna í Rúanda. Hvergi í heiminum skipa konur jafn mörg þingsæti og í Rúanda. Síðastliðið haust setti Rúanda nýtt heimsmet í þátttöku kvenna á þingi þegar nýtt landsþing tók til starfa.

Ráðherra segir að sátt verði að ríkja um störf fjölmiðlanefndar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald.

Trump-liðar hyggja á hefndir

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð.

Fundi aftur frestað vegna WOW air

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air.

Áfram fundað í Karphúsinu

Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10.

Formaður starfshóps fékk óumbeðin SMS

Formaður og meðlimur starfshóps ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja fengu óumbeðin SMS-skilaboð frá smálánafyrirtækjum. Innheimtufyrirtæki sem skráð er á Siglufirði svarar ekki erindum um starfshætti.

Veturinn hvergi farinn

Ljóst er að veturinn er ekki tilbúinn að sleppa takinu á landinu ef marka má veðurspá næstu daga. Él og kuldi eru handan við hornið.

Léttklæddur fylliraftur fluttur af hóteli

Lögreglan segist hafa haft afskipti af erlendum ferðamanni sem á að hafa verið með óskunda á hóteli í Hlíðahverfi Reykjavíkur á tólfa tímanum í gærkvöldi.

Segir fjárhag Reykjanesbæjar viðkvæman vegna ytri aðstæðna

Margrét Þórarinsdóttir, fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, telur óheillavænlegt að setja hundruð milljóna í uppbyggingu í bænum á meðan óvissa ríkir um ytri efnahagsaðstæður sem muni bitna hart á Reykjanesbæ ef aðstæður þróast í neikvæða átt.

Spyr um kostnað við dómaraskipun

Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt.

Kjaraviðræðum fram haldið í skugga óvissu um WOW air

Óvissa um stöðu WOW er farin að hafa áhrif á kjaraviðræður. Fundi hjá ríkissáttasemjara var frestað í gær vegna stöðunnar en þær halda áfram í dag. Að óbreyttu verða næstu verkfallsaðgerðir Eflingar og VR næstkomandi fimmtudag og föstudag. Formaður VLFA segir launafólk ekki bera ábyrgð á stöðunni.

Sjá næstu 50 fréttir