Fundi aftur frestað vegna WOW air Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 11:07 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að loknum fundi hjá sáttasemjara í morgun. vísir/vilhelm Fundi í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins sem hófst klukkan 10 í morgun var frestað til morguns eftir tæplega klukkustundarlangan fund. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. „Fundi er frestað aftur þangað til á morgun að beiðni Samtaka atvinnulífsins vegna þess sem þau leggja mikla áherslu á það er staðan hjá WOW air,“ segir Sólveig Anna. Spurð hvort þau hafi þolinmæði gagnvart því að SA séu að fresta fundi vegna WOW air segir Sólveig Anna að sér finnist það undarlegt að slíkt sé gert. „Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólk þannig að já, ég verð að segja að mér finnst það pínku undarlegt að við getum enn eftir þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er þá erum við ekki enn farin að ræða launalið en við skulum sjá hvað gerist í dag.“ Hún segir að SA hafi lagt fram beiðni um að VR og Efling myndu fresta verkfallsaðgerðum sem eiga að hefjast í þessari viku. „En í ljósi þess að viðræður hafa ekkert mjakast þá er ekki forsenda til þess að okkar mati,“ segir Sólveig Anna. „Aðilar við samningaborðið voru bara sammála um það að það væri óvissa uppi núna í umhverfinu og efnahagslífinu þannig að það væri eðlilegt að hinkra aðeins og sjá hvernig það myndi þróast,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, í samtali við fréttastofu. Hvað verður því gefinn langur tími áður en þið getið farið að ræða launaliðinn? „Það fer bara eftir því hvernig hlutirnir þróast hér áfram þannig að ég vil ekki vera með einhverjar dagsetningar í því. Það er bara þannig að við sitjum við þetta samningaborð til þess að ljúka samningum. Það mun koma að þeim hlutum þegar við sjáum hvað við höfum úr að spila.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Fundi í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins sem hófst klukkan 10 í morgun var frestað til morguns eftir tæplega klukkustundarlangan fund. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. „Fundi er frestað aftur þangað til á morgun að beiðni Samtaka atvinnulífsins vegna þess sem þau leggja mikla áherslu á það er staðan hjá WOW air,“ segir Sólveig Anna. Spurð hvort þau hafi þolinmæði gagnvart því að SA séu að fresta fundi vegna WOW air segir Sólveig Anna að sér finnist það undarlegt að slíkt sé gert. „Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólk þannig að já, ég verð að segja að mér finnst það pínku undarlegt að við getum enn eftir þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er þá erum við ekki enn farin að ræða launalið en við skulum sjá hvað gerist í dag.“ Hún segir að SA hafi lagt fram beiðni um að VR og Efling myndu fresta verkfallsaðgerðum sem eiga að hefjast í þessari viku. „En í ljósi þess að viðræður hafa ekkert mjakast þá er ekki forsenda til þess að okkar mati,“ segir Sólveig Anna. „Aðilar við samningaborðið voru bara sammála um það að það væri óvissa uppi núna í umhverfinu og efnahagslífinu þannig að það væri eðlilegt að hinkra aðeins og sjá hvernig það myndi þróast,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, í samtali við fréttastofu. Hvað verður því gefinn langur tími áður en þið getið farið að ræða launaliðinn? „Það fer bara eftir því hvernig hlutirnir þróast hér áfram þannig að ég vil ekki vera með einhverjar dagsetningar í því. Það er bara þannig að við sitjum við þetta samningaborð til þess að ljúka samningum. Það mun koma að þeim hlutum þegar við sjáum hvað við höfum úr að spila.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20
Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49
Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01