Fleiri fréttir

Vandræði WOW air í heimspressunni

Fjallað hefur verið um stöðuna hjá WOW air í erlendum fjölmiðlum í dag en Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri félagsins, reynir nú allt til þess að bjarga því frá gjaldþroti eftir að viðræðum við Icelandair um mögulega aðkomu að rekstri WOW var slitið um miðjan dag í gær.

Hugbúnaðaruppfærsla Boeing skref í átt að flugi

Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að leit að leiguvélum standi yfir til að bregðast við þeirri stöðu sem getur komið upp ef Max vélar félagsins verði áfram kyrrsettar. Hugbúnaðaruppfærsla Boeing sé skref í þá átt að heimila flug vélanna á ný.

Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu

Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu.

Auka þurfi fjármálafræðslu og stýra aðgengi að lánum

Verkefnastjóri hjá Samtökum fjármálafyrirtækja segir að auka þurfi fjármálafræðslu meðal ungs fólks og stýra aðgengi að lánum. Vandi vegna smálánatöku ungs fólks eykst ár frá ári samkvæmt umboðsmanni skuldara.

Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara

Sáttafundur er hafinn hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins.

Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku

Fórnarlömb ofsaflóða í sunnanverðri Afríku telja 5,3 milljónir íbúa. Í morgun var staðfest að 705 væru látnir. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna nótt sem nýtan dag við það að bjarga mannslífum.

Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið.

Rússnesk hergögn í Caracas

Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag.

Bóndinn sem sakaði konu hreppstjórans um saurlifnað

Á morgun flytur Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur fyrirlestur um sáttanefndir sem störfuðu hér á landi frá lokum 18. aldar og fram á 20. öld. Málin eru margvísleg og veita innsýn í dagleg deilumál Íslendinga á þeim tíma.

Bæta öryggi á Akureyri með myndavélum

Lögreglan á Akureyri og Akureyrarbær hafa í samvinnu við Neyðarlínuna undirritað sam komulag um uppsetningu og rekstur nýrra löggæslumyndavéla í bænum.

Kröflulína í notkun fyrir árslok 2020

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í byrjun mánaðar framkvæmdaleyfi vegna Kröflulínu 3 innan síns sveitarfélags á grundvelli umhverfismats Kröflulínu.

Ráðherra fær tryggingaskýrslu á næstu dögum

Félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins hvort sem Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið skrifa undir skýrsluna eða ekki.

Uppgjör hrunskulda í forgangi

Stefnt er að því að lækka skatta, ná afgangi og greiða niður skuldir ríkisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir 500 blaðsíður ekki segja sér neitt.

Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller

Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni.

Vill sjá breytingar á nýrri fjármálaáætlun

Formaður BSRB segist ekki sjá mikið svigrúm hjá stofnunum til að draga úr launakostnaði, eins og aðhaldskrafa nýrrar fjármálaáætlunar gerir ráð fyrir. Spara á um fimm milljarða með því að hagræða í innkaupum og launakostnaði hjá hinu opinbera.

Sjá næstu 50 fréttir