Innlent

Léttklæddur fylliraftur fluttur af hóteli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ferðamaðurinn fékk að sofa úr sér vímuna í fangaklefa í nótt, rétt eins og þessi maður sem fenginn er úr erlendum myndabanka.
Ferðamaðurinn fékk að sofa úr sér vímuna í fangaklefa í nótt, rétt eins og þessi maður sem fenginn er úr erlendum myndabanka. Getty/Motortion
Lögreglan segist hafa haft afskipti af erlendum ferðamanni sem á að hafa verið með óskunda á hóteli í Hlíðahverfi Reykjavíkur á tólfa tímanum í gærkvöldi. Maðurinn er sagður hafa verið ofurölvi og klæðalítill á stigagangi hótelsins þegar lögregluna bar að garði, auk þess sem hann á að hafa verið með „hávaða og læti,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar.

Þá á hann ekki að hafa farið að fyrirmælum lögreglunnar og þar að auki sýnt tilburði til að ná búnaði af lögreglumönnum. Maðurinn var því handtekinn og vistaður í fangageymslu þar sem hann hefur mátt sofa úr sér áfengisvímuna.

Að öðru leyti voru það helst umferðalagabrot sem lögreglan segist hafa brugðist við í nótt. Flestir ökumannanna eru taldir hafa ekið undir áhrifum ýmis konar efna, auk þess sem ein bifreið reyndist vera á stolnum númerum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×