Innlent

Léttklæddur fylliraftur fluttur af hóteli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ferðamaðurinn fékk að sofa úr sér vímuna í fangaklefa í nótt, rétt eins og þessi maður sem fenginn er úr erlendum myndabanka.
Ferðamaðurinn fékk að sofa úr sér vímuna í fangaklefa í nótt, rétt eins og þessi maður sem fenginn er úr erlendum myndabanka. Getty/Motortion

Lögreglan segist hafa haft afskipti af erlendum ferðamanni sem á að hafa verið með óskunda á hóteli í Hlíðahverfi Reykjavíkur á tólfa tímanum í gærkvöldi. Maðurinn er sagður hafa verið ofurölvi og klæðalítill á stigagangi hótelsins þegar lögregluna bar að garði, auk þess sem hann á að hafa verið með „hávaða og læti,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar.

Þá á hann ekki að hafa farið að fyrirmælum lögreglunnar og þar að auki sýnt tilburði til að ná búnaði af lögreglumönnum. Maðurinn var því handtekinn og vistaður í fangageymslu þar sem hann hefur mátt sofa úr sér áfengisvímuna.

Að öðru leyti voru það helst umferðalagabrot sem lögreglan segist hafa brugðist við í nótt. Flestir ökumannanna eru taldir hafa ekið undir áhrifum ýmis konar efna, auk þess sem ein bifreið reyndist vera á stolnum númerum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.