Fleiri fréttir

Sjúkraliðar sömdu

Allsherjarverkfall Sjúkraliðafélags Íslands átti að hefjast á mánudag.

Krefjast tekna af ferðamönnum

Borgaryfirvöld skorar á Stjórnstöð ferðamála að beita sér fyrir því að sveitarfélög fái tekjur af ferðamönnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifar að krafan sé ekki flókin: gistináttagjald renni til sveitarfélaga.

Steypustöð neitar kröfu Rauðku um brotthvarf

Lögmaður Rauðku ehf., sem rekur hótel, veitingastaði og fleira á Siglufirði, segir steypustöðina Bás brjóta samkomulag um að stöðin hverfi af núverandi lóð sinni. Ekkert samkomulag verið gert og við förum ekki segir stjórnarformaður

Send aftur til Sýrlands

Hundruð flóttamanna hafa flúið úr búðum á grísku eyjunum næst Tyrklandi. Samkvæmt samningi við Evrópusambandið á að flytja fólkið aftur til Tyrklands.

Nýjar ásakanir um kynferðislegt ofbeldi friðargæsluliða SÞ

Nær hundrað stúlkur hafa greint Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) frá því að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Mið-Afríkulýðveldinu hafi beitt þær kynferðislegu ofbeldi. Þrjár þeirra eru sagðar hafa verið þvingaðar til maka með hundi. Mannréttindasamtökin Aids-Free World segja að umfang ofbeldisins geti verið miklu meira, að því er greint er frá á vef sænska blaðsins Dagens Nyheter.

Mannréttindi raðast ólíkt eftir löndum

Kosningarétturinn varð efstur á blaði í skoðanakönnun meðal íbúa átta ríkja um mikilvægustu mannréttindin. Tjáningarfrelsið lenti víðast hvar í öðru sæti. Nærri helmingur Bandaríkjamanna telur réttinn til að eiga byssu meðal mik

Gögn fjarlægð af bæjarvefnum

Skjöl sem birt voru á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar með síðustu fundargerð bæjarráðs og vörðuðu rekstur líkamsræktarstöðvarinnar Hress hafa verið fjarlægð.

Mikilvægt að sjúklingar tilkynni um aukaverkanir

Getnaðarvarnarhormón, rafrettur og bólgueyðandi lyf eru á meðal þeirra sem voru tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna alvarlegra aukaverkana árið 2015. Lyfjastofnun getur gripið til ráðstafana svo sem að breyta upplýsingum um lyf og taka þau af

Aprílgöbbin þetta árið

Að venju fylgdu fjölmiðlar og fleiri þeirri hefð að reyna að láta fólk hlaupa apríl í dag.

Zuma biðst afsökunar

Forseti Suður-Afríku notaði opinbert fé til endurbóta á heimili sínu.

Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum

Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum.

Leikskólastjórar viðruðu áhyggjur sínar

Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir að tæplega 700 milljóna króna niðurskurður á sviðinu muni ekki koma niður á þjónustu við börn á leikskólum. Leikskólastjórar viðruðu áhyggjur sínar af niðurskurði sínum á fundi með sviðstjóranum í dag.

Mansal í Vík: Í farbanni næstu tvo mánuði

Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað karlmann sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun á heimili sínu í Vík í Mýrdal í áframhaldandi farbann til 25. maí.

Sjá næstu 50 fréttir