Stjórnarandstaðan fundar með skattrannsóknarstjóra Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2016 13:52 Árni Páll horfir á eftir þeim Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni sem nú eru til ahugunar stjórnarandstöðu og skattrannsóknarstjóra. visir/valli Formenn þeirra flokka sem mynda stjórnarandstöðuna sitja nú fund með skattrannsóknarstjóra. Tilefni fundarins er að fara yfir stöðu mála, þá er snýr að fréttum af aflandsreikningum stjórnmálamanna – og hver staða þeirra sé gagnvart skattayfirvöldum. Vísi tókst að ná stuttlega tali af Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, nú rétt í þessu: „Við erum með skattrannsóknastjóra. Erum að afla okkur upplýsinga um eðli skattaskjóla, skattskil vegna slíkra eigna og yfirstandandi rannsóknir,“ segir Árni Páll. Fram hefur komið að kona forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, á slíka reikninga auk þess sem hún var einn kröfuhafa á þrotabú bankanna í kjölfar hruns. Þá hefur jafnframt komið fram að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi tengst reikningum sem vistaðir hafa verið í svoköllum skattaskjólum. Um þann reikning sagði Bjarni, í yfirlýsingu eftir að frá var greint, meðal annars eftirfarandi, en hann átti hlut í félagi sem var vistað á Seychelles. „Eini tilgangur félagsins var að halda utan um eignina í Dubai en svo fór að við tókum aldrei við henni. Ákveðið var að ganga út úr kaupunum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskráningarferli. Það hafði engar tekjur, skuldaði ekkert, tók aldrei lán, átti engar aðrar eignir, hvorki fyrr né síðar og hafði enga starfsemi.“ Ólöf hefur einnig skýrt málið hvað sig varðar, segir: „Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru á Bresku Jómfrúareyjum eða í nokkru öðru landi sem talin eru til skattaskjóla.“ Því hefur til dæmis verið haldið fram í umræðunni um skattaskjól og aflandsfélög undanfarnar vikur að skattalegt hagræði íslenskra eigenda aflandsfélaga sé úr sögunni vegna nýrra laga sem tóku gildi árið 2010. Þessu er Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, ósammála og segir að möguleikarnir á því að hafi skattahagræði af aflandsfélögum séu hvergi nærri horfnir þó að með nýju lögunum hafa eigendum slíkra félaga vissulega verið gert erfiðara fyrir að hafa skattalegt hagræði af þeim.Vísir fjallaði ítarlega um þetta atriði í gær. Uppfært 14:26Ath! Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ranglega sagt að fundur stjórnarandstöðunnar væri með ríkisskattstjóra en ekki skattrannsóknarstjóra og er beðist velvirðingar á mistökunum. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Formenn þeirra flokka sem mynda stjórnarandstöðuna sitja nú fund með skattrannsóknarstjóra. Tilefni fundarins er að fara yfir stöðu mála, þá er snýr að fréttum af aflandsreikningum stjórnmálamanna – og hver staða þeirra sé gagnvart skattayfirvöldum. Vísi tókst að ná stuttlega tali af Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, nú rétt í þessu: „Við erum með skattrannsóknastjóra. Erum að afla okkur upplýsinga um eðli skattaskjóla, skattskil vegna slíkra eigna og yfirstandandi rannsóknir,“ segir Árni Páll. Fram hefur komið að kona forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, á slíka reikninga auk þess sem hún var einn kröfuhafa á þrotabú bankanna í kjölfar hruns. Þá hefur jafnframt komið fram að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi tengst reikningum sem vistaðir hafa verið í svoköllum skattaskjólum. Um þann reikning sagði Bjarni, í yfirlýsingu eftir að frá var greint, meðal annars eftirfarandi, en hann átti hlut í félagi sem var vistað á Seychelles. „Eini tilgangur félagsins var að halda utan um eignina í Dubai en svo fór að við tókum aldrei við henni. Ákveðið var að ganga út úr kaupunum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskráningarferli. Það hafði engar tekjur, skuldaði ekkert, tók aldrei lán, átti engar aðrar eignir, hvorki fyrr né síðar og hafði enga starfsemi.“ Ólöf hefur einnig skýrt málið hvað sig varðar, segir: „Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru á Bresku Jómfrúareyjum eða í nokkru öðru landi sem talin eru til skattaskjóla.“ Því hefur til dæmis verið haldið fram í umræðunni um skattaskjól og aflandsfélög undanfarnar vikur að skattalegt hagræði íslenskra eigenda aflandsfélaga sé úr sögunni vegna nýrra laga sem tóku gildi árið 2010. Þessu er Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, ósammála og segir að möguleikarnir á því að hafi skattahagræði af aflandsfélögum séu hvergi nærri horfnir þó að með nýju lögunum hafa eigendum slíkra félaga vissulega verið gert erfiðara fyrir að hafa skattalegt hagræði af þeim.Vísir fjallaði ítarlega um þetta atriði í gær. Uppfært 14:26Ath! Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ranglega sagt að fundur stjórnarandstöðunnar væri með ríkisskattstjóra en ekki skattrannsóknarstjóra og er beðist velvirðingar á mistökunum.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira