Mannréttindi raðast ólíkt eftir löndum Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. apríl 2016 07:00 Kona í kjörklefa í Andalúsíu á Spáni þegar kosið var þar á síðasta ári. vísir/EPA Áherslur á mannréttindi eru ólíkar eftir löndum, þótt meginlínurnar séu svipaðar. Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun sem breska könnunarfyrirtækið YouGov hefur birt. Þannig líta íbúar fimm af þeim átta löndum, sem höfð voru með í könnuninni, svo á að kosningarétturinn sé mikilvægastur allra mannréttinda. Í tveimur landanna er kosningarétturinn í öðru sæti, en í Þýskalandi lenti hann í sjöunda sæti. Meira en helmingur aðspurðra í öllum löndunum telur síðan málfrelsið til mikilvægustu mannréttinda okkar. Næst á eftir þessum tvennum grundvallarréttindum setja aðspurðir svo ýmis félagsleg réttindi, og eru þar víðast hvar efst á blaði rétturinn til þess að njóta ókeypis heilsugæslu, ókeypis menntunar, lífs án mismununar og öryggis á götum úti. Áherslurnar eru þó mismunandi eftir löndum. Þannig leggja Frakkar minnsta áherslu á rétt fólks til að þurfa ekki að búa við mismunun. Hins vegar leggja Frakkar mesta áherslu allra á réttinn til að hafa atvinnu og réttinn til þess að taka þátt í mótmælaaðgerðum gegn stjórnvöldum. Bandaríkjamenn skera sig síðan sérstaklega úr vegna hins mikla áhuga þeirra á byssum. Nærri helmingur Bandaríkjamanna, eða 46 prósent, telur réttinn til skotvopnaeignar meðal mikilvægustu mannréttinda. Í öllum hinum löndunum eru einungis fá prósent aðspurðra á því að byssueign teljist til mikilvægra mannréttinda. Og þegar spurt var áfram, þá sögðust tíu prósent Bandaríkjamanna líta svo á að rétturinn til skotvopnaeignar væri mikilvægari en öll önnur mannréttindi. Könnunin fór nefnilega fram í tveimur skrefum. Fyrst var settur fram listi yfir þrjátíu mannréttindi, sem tilgreind eru í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasáttmála Evrópu, bandarísku réttindaskránni og bresku réttindaskránni. Fólk var síðan beðið um að velja af þessum lista allt að tíu mannréttindi, sem það teldi mikilvægust. Í seinna skrefinu var fólk svo beðið um að tilgreina ein mannréttindi, af þeim sem það hafði valið, sem það teldi allra mikilvægust. Niðurstaðan þar varð svipuð, en þó dálítið frábrugðin niðurstöðunni úr fyrra skrefinu: Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Frakkar, Danir og Svíar settu þar málfrelsið í efsta sæti, en Bretar töldu réttinn til ókeypis eða ódýrrar heilbrigðisþjónustu mikilvægustu réttindin. Finnar og Norðmenn sögðu hins vegar réttinn til þess að vera laus við mismunun, á grundvelli kynferðis, þjóðernis, kynhneigðar eða annars, mikilvægastan allra réttinda. Almennt skiptir eignarrétturinn Evrópubúa minna máli en félagsleg réttindi, en þetta er öfugt í Bandaríkjunum: Þar eru 37 prósent á því að eignarrétturinn skipti jafn miklu máli og rétturinn til ókeypis skólagöngu og ódýrrar heilbrigðisþjónustu. Hins vegar er rúmlega þriðjungur bæði Frakka og Bandaríkjamanna sammála um að rétturinn til lágmarksskattlagningar sé meðal mikilvægustu mannréttinda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.Mannréttindi sem íbúar átta ríkja á Vesturlöndum telja mikilvægust Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Áherslur á mannréttindi eru ólíkar eftir löndum, þótt meginlínurnar séu svipaðar. Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun sem breska könnunarfyrirtækið YouGov hefur birt. Þannig líta íbúar fimm af þeim átta löndum, sem höfð voru með í könnuninni, svo á að kosningarétturinn sé mikilvægastur allra mannréttinda. Í tveimur landanna er kosningarétturinn í öðru sæti, en í Þýskalandi lenti hann í sjöunda sæti. Meira en helmingur aðspurðra í öllum löndunum telur síðan málfrelsið til mikilvægustu mannréttinda okkar. Næst á eftir þessum tvennum grundvallarréttindum setja aðspurðir svo ýmis félagsleg réttindi, og eru þar víðast hvar efst á blaði rétturinn til þess að njóta ókeypis heilsugæslu, ókeypis menntunar, lífs án mismununar og öryggis á götum úti. Áherslurnar eru þó mismunandi eftir löndum. Þannig leggja Frakkar minnsta áherslu á rétt fólks til að þurfa ekki að búa við mismunun. Hins vegar leggja Frakkar mesta áherslu allra á réttinn til að hafa atvinnu og réttinn til þess að taka þátt í mótmælaaðgerðum gegn stjórnvöldum. Bandaríkjamenn skera sig síðan sérstaklega úr vegna hins mikla áhuga þeirra á byssum. Nærri helmingur Bandaríkjamanna, eða 46 prósent, telur réttinn til skotvopnaeignar meðal mikilvægustu mannréttinda. Í öllum hinum löndunum eru einungis fá prósent aðspurðra á því að byssueign teljist til mikilvægra mannréttinda. Og þegar spurt var áfram, þá sögðust tíu prósent Bandaríkjamanna líta svo á að rétturinn til skotvopnaeignar væri mikilvægari en öll önnur mannréttindi. Könnunin fór nefnilega fram í tveimur skrefum. Fyrst var settur fram listi yfir þrjátíu mannréttindi, sem tilgreind eru í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, mannréttindasáttmála Evrópu, bandarísku réttindaskránni og bresku réttindaskránni. Fólk var síðan beðið um að velja af þessum lista allt að tíu mannréttindi, sem það teldi mikilvægust. Í seinna skrefinu var fólk svo beðið um að tilgreina ein mannréttindi, af þeim sem það hafði valið, sem það teldi allra mikilvægust. Niðurstaðan þar varð svipuð, en þó dálítið frábrugðin niðurstöðunni úr fyrra skrefinu: Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Frakkar, Danir og Svíar settu þar málfrelsið í efsta sæti, en Bretar töldu réttinn til ókeypis eða ódýrrar heilbrigðisþjónustu mikilvægustu réttindin. Finnar og Norðmenn sögðu hins vegar réttinn til þess að vera laus við mismunun, á grundvelli kynferðis, þjóðernis, kynhneigðar eða annars, mikilvægastan allra réttinda. Almennt skiptir eignarrétturinn Evrópubúa minna máli en félagsleg réttindi, en þetta er öfugt í Bandaríkjunum: Þar eru 37 prósent á því að eignarrétturinn skipti jafn miklu máli og rétturinn til ókeypis skólagöngu og ódýrrar heilbrigðisþjónustu. Hins vegar er rúmlega þriðjungur bæði Frakka og Bandaríkjamanna sammála um að rétturinn til lágmarksskattlagningar sé meðal mikilvægustu mannréttinda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.Mannréttindi sem íbúar átta ríkja á Vesturlöndum telja mikilvægust
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira