Vilja dekkjakurl burt í stað framkvæmda við Hverfisgötu Ingvar Haraldsson skrifar 2. apríl 2016 07:00 Framkvæmdirnar á Hverfisgötu eiga að kosta Reykjavíkurborg 109 milljónir króna. Sjálfstæðismenn vilja að það fé fari í endurnýjun gervigrasvalla. vísir/anton brink Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði Reykjavíkurborgar vilja að fé sem nýta á í framkvæmdir á Hverfisgötu milli Klapparstígs og Smiðjustígs fari í að skipta út dekkjakurli á gervigrasvöllum borgarinnar. Tillaga þess efnis var lögð fram á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag. „Við erum að ítreka það hvað það er mikilvægt að forgangsraða rétt,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Halldór telur endurnýjun gervigrasvallanna með dekkjakurlinu meira aðkallandi en framkvæmdir á Hverfisgötunni og vill að dekkjakurlinu verði skipt út á einu ári. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar og formaður borgarráðs, segir að þegar hafi verið samþykkt aðgerðaáætlun um að leggja nýtt gervigras og skipta út gúmmíkurli á völlum Reykjavíkurborgar á næstu árum. Á þessu ári verður skipt um gras og gúmmíkurl á Víkingsvelli, vorið 2017 á gervigrasvöllum Fylkis og KR auk þess sem skipt verður um gúmmíkurl á gervigrasvelli Fram í Úlfarsárdal. Búist er við að kostnaðurinn á næstu þremur árum nemi rúmum 200 milljónum króna. Þá er stefnt að því að endurnýja gervigrasvelli Leiknis árið 2018 og hjá ÍR árið 2019.S. Björn BlöndalÞað sé hins vegar ótengt fyrirhuguðum framkvæmdum við Hverfisgötu að sögn Björns. „Það að tengja þetta við gúmmíkurlsmálið er að mínu mati nokkuð langsótt,“ segir Björn. Nákvæmlega þessir peningar fara ekki í það. Þarna er verið að slá saman ótengdum málum.“ Tillaga um framkvæmdirnar við Hverfisgötu var samþykkt í borgarráði en tillögu Sjálfstæðismanna var frestað. Á Hverfisgötunni, milli Klapparstígs og Smiðjustígs, á að skipta um allar lagnir og brunna auk þess sem gatan verður endurnýjuð og hjólastígar lagðir beggja vegna við götuna. Björn segir fjármunina komi til vegna þess að ekki takist að ljúka framkvæmdum við Geirsgötu. Það fé sem ekki verði nýtt þar eigi að fara í framkvæmdirnar við Hverfisgötu. Halldór gagnrýnir að féð til framkvæmdanna við Hverfisgötu hafi ekki verið á fjárhagsáætlun ársins. Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar af framkvæmdunum nemur 109 milljónum króna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði Reykjavíkurborgar vilja að fé sem nýta á í framkvæmdir á Hverfisgötu milli Klapparstígs og Smiðjustígs fari í að skipta út dekkjakurli á gervigrasvöllum borgarinnar. Tillaga þess efnis var lögð fram á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar á fimmtudag. „Við erum að ítreka það hvað það er mikilvægt að forgangsraða rétt,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Halldór telur endurnýjun gervigrasvallanna með dekkjakurlinu meira aðkallandi en framkvæmdir á Hverfisgötunni og vill að dekkjakurlinu verði skipt út á einu ári. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar og formaður borgarráðs, segir að þegar hafi verið samþykkt aðgerðaáætlun um að leggja nýtt gervigras og skipta út gúmmíkurli á völlum Reykjavíkurborgar á næstu árum. Á þessu ári verður skipt um gras og gúmmíkurl á Víkingsvelli, vorið 2017 á gervigrasvöllum Fylkis og KR auk þess sem skipt verður um gúmmíkurl á gervigrasvelli Fram í Úlfarsárdal. Búist er við að kostnaðurinn á næstu þremur árum nemi rúmum 200 milljónum króna. Þá er stefnt að því að endurnýja gervigrasvelli Leiknis árið 2018 og hjá ÍR árið 2019.S. Björn BlöndalÞað sé hins vegar ótengt fyrirhuguðum framkvæmdum við Hverfisgötu að sögn Björns. „Það að tengja þetta við gúmmíkurlsmálið er að mínu mati nokkuð langsótt,“ segir Björn. Nákvæmlega þessir peningar fara ekki í það. Þarna er verið að slá saman ótengdum málum.“ Tillaga um framkvæmdirnar við Hverfisgötu var samþykkt í borgarráði en tillögu Sjálfstæðismanna var frestað. Á Hverfisgötunni, milli Klapparstígs og Smiðjustígs, á að skipta um allar lagnir og brunna auk þess sem gatan verður endurnýjuð og hjólastígar lagðir beggja vegna við götuna. Björn segir fjármunina komi til vegna þess að ekki takist að ljúka framkvæmdum við Geirsgötu. Það fé sem ekki verði nýtt þar eigi að fara í framkvæmdirnar við Hverfisgötu. Halldór gagnrýnir að féð til framkvæmdanna við Hverfisgötu hafi ekki verið á fjárhagsáætlun ársins. Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar af framkvæmdunum nemur 109 milljónum króna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira