Leikskólastjórar viðruðu áhyggjur sínar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. apríl 2016 18:30 Leikskólabörn í Reykjavík. Vísir/Daníel Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir að tæplega 700 milljóna króna niðurskurður á sviðinu muni ekki koma niður á þjónustu við börn á leikskólum. Leikskólastjórar viðruðu áhyggjur sínar af niðurskurði sínum á fundi með sviðstjóranum í dag. Mikil ólga er meðal leikskólastjóra í borginni út af niðurskurðinum. Í fréttum okkar í byrjun vikunnar sögðu þeir nær ómögulegt að spara jafn mikið á þessu ári og borgin vill. Búið sé að skera niður allt sem hægt sé í starfi skólanna. Þá telja margir þeirra sig þurfa að grípa til þess að senda börnin heim þegar undirmannað er vegna sparnaðar. Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar kölluðu leikskólastjórana á fund sinn í dag til að ræða stöðuna. „Við höfum skilning á því að í leikskólunum sem að er þröngt stakkur sniðinn að menn hafi áhyggjur af rekstrinum. Bæði af því að afkoman var ekki nógu góð á seinasta ári og hluti af því er að færast yfir á þetta ár og eðlilegt að menn hafi miklar áhyggjur og það vorum við í raun og veru að ræða við leikskólastjórana og ræða úrlausnir og möguleika í stöðunni,“ segir Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Helgi telur ekki að niðurskurðinum fylgi að börn verði send heim þegar undirmannað er á leikskólunum. Þá telur fullvíst að hann skerði ekki þjónustu við börnin. „Þetta á ekki að koma beint við þjónustuna við börnin. Það sem við erum fyrst og fremst að hagræða á þessu ári er í kaupum á vörum og þjónustu,“ segir Helgi. Leikskólastjórar hafa lagt til að opnunartími leikskólanna verði styttur eða sumarfrí lengt til að koma til móts við kröfur um sparnað. Helgi segir slíkt ekki koma til greina. Hann er þó sammála leikskólastjórum um að sparnaðurinn í skólunum sé kominn að þolmörkum. „Ég held að menn sjái að núna er bara gott komið og menn þurfa að sjá fram á bjartari tíma í leikskólamálum,“ segir Helgi. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir að tæplega 700 milljóna króna niðurskurður á sviðinu muni ekki koma niður á þjónustu við börn á leikskólum. Leikskólastjórar viðruðu áhyggjur sínar af niðurskurði sínum á fundi með sviðstjóranum í dag. Mikil ólga er meðal leikskólastjóra í borginni út af niðurskurðinum. Í fréttum okkar í byrjun vikunnar sögðu þeir nær ómögulegt að spara jafn mikið á þessu ári og borgin vill. Búið sé að skera niður allt sem hægt sé í starfi skólanna. Þá telja margir þeirra sig þurfa að grípa til þess að senda börnin heim þegar undirmannað er vegna sparnaðar. Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar kölluðu leikskólastjórana á fund sinn í dag til að ræða stöðuna. „Við höfum skilning á því að í leikskólunum sem að er þröngt stakkur sniðinn að menn hafi áhyggjur af rekstrinum. Bæði af því að afkoman var ekki nógu góð á seinasta ári og hluti af því er að færast yfir á þetta ár og eðlilegt að menn hafi miklar áhyggjur og það vorum við í raun og veru að ræða við leikskólastjórana og ræða úrlausnir og möguleika í stöðunni,“ segir Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Helgi telur ekki að niðurskurðinum fylgi að börn verði send heim þegar undirmannað er á leikskólunum. Þá telur fullvíst að hann skerði ekki þjónustu við börnin. „Þetta á ekki að koma beint við þjónustuna við börnin. Það sem við erum fyrst og fremst að hagræða á þessu ári er í kaupum á vörum og þjónustu,“ segir Helgi. Leikskólastjórar hafa lagt til að opnunartími leikskólanna verði styttur eða sumarfrí lengt til að koma til móts við kröfur um sparnað. Helgi segir slíkt ekki koma til greina. Hann er þó sammála leikskólastjórum um að sparnaðurinn í skólunum sé kominn að þolmörkum. „Ég held að menn sjái að núna er bara gott komið og menn þurfa að sjá fram á bjartari tíma í leikskólamálum,“ segir Helgi.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira