Leikskólastjórar viðruðu áhyggjur sínar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. apríl 2016 18:30 Leikskólabörn í Reykjavík. Vísir/Daníel Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir að tæplega 700 milljóna króna niðurskurður á sviðinu muni ekki koma niður á þjónustu við börn á leikskólum. Leikskólastjórar viðruðu áhyggjur sínar af niðurskurði sínum á fundi með sviðstjóranum í dag. Mikil ólga er meðal leikskólastjóra í borginni út af niðurskurðinum. Í fréttum okkar í byrjun vikunnar sögðu þeir nær ómögulegt að spara jafn mikið á þessu ári og borgin vill. Búið sé að skera niður allt sem hægt sé í starfi skólanna. Þá telja margir þeirra sig þurfa að grípa til þess að senda börnin heim þegar undirmannað er vegna sparnaðar. Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar kölluðu leikskólastjórana á fund sinn í dag til að ræða stöðuna. „Við höfum skilning á því að í leikskólunum sem að er þröngt stakkur sniðinn að menn hafi áhyggjur af rekstrinum. Bæði af því að afkoman var ekki nógu góð á seinasta ári og hluti af því er að færast yfir á þetta ár og eðlilegt að menn hafi miklar áhyggjur og það vorum við í raun og veru að ræða við leikskólastjórana og ræða úrlausnir og möguleika í stöðunni,“ segir Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Helgi telur ekki að niðurskurðinum fylgi að börn verði send heim þegar undirmannað er á leikskólunum. Þá telur fullvíst að hann skerði ekki þjónustu við börnin. „Þetta á ekki að koma beint við þjónustuna við börnin. Það sem við erum fyrst og fremst að hagræða á þessu ári er í kaupum á vörum og þjónustu,“ segir Helgi. Leikskólastjórar hafa lagt til að opnunartími leikskólanna verði styttur eða sumarfrí lengt til að koma til móts við kröfur um sparnað. Helgi segir slíkt ekki koma til greina. Hann er þó sammála leikskólastjórum um að sparnaðurinn í skólunum sé kominn að þolmörkum. „Ég held að menn sjái að núna er bara gott komið og menn þurfa að sjá fram á bjartari tíma í leikskólamálum,“ segir Helgi. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir að tæplega 700 milljóna króna niðurskurður á sviðinu muni ekki koma niður á þjónustu við börn á leikskólum. Leikskólastjórar viðruðu áhyggjur sínar af niðurskurði sínum á fundi með sviðstjóranum í dag. Mikil ólga er meðal leikskólastjóra í borginni út af niðurskurðinum. Í fréttum okkar í byrjun vikunnar sögðu þeir nær ómögulegt að spara jafn mikið á þessu ári og borgin vill. Búið sé að skera niður allt sem hægt sé í starfi skólanna. Þá telja margir þeirra sig þurfa að grípa til þess að senda börnin heim þegar undirmannað er vegna sparnaðar. Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar kölluðu leikskólastjórana á fund sinn í dag til að ræða stöðuna. „Við höfum skilning á því að í leikskólunum sem að er þröngt stakkur sniðinn að menn hafi áhyggjur af rekstrinum. Bæði af því að afkoman var ekki nógu góð á seinasta ári og hluti af því er að færast yfir á þetta ár og eðlilegt að menn hafi miklar áhyggjur og það vorum við í raun og veru að ræða við leikskólastjórana og ræða úrlausnir og möguleika í stöðunni,“ segir Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Helgi telur ekki að niðurskurðinum fylgi að börn verði send heim þegar undirmannað er á leikskólunum. Þá telur fullvíst að hann skerði ekki þjónustu við börnin. „Þetta á ekki að koma beint við þjónustuna við börnin. Það sem við erum fyrst og fremst að hagræða á þessu ári er í kaupum á vörum og þjónustu,“ segir Helgi. Leikskólastjórar hafa lagt til að opnunartími leikskólanna verði styttur eða sumarfrí lengt til að koma til móts við kröfur um sparnað. Helgi segir slíkt ekki koma til greina. Hann er þó sammála leikskólastjórum um að sparnaðurinn í skólunum sé kominn að þolmörkum. „Ég held að menn sjái að núna er bara gott komið og menn þurfa að sjá fram á bjartari tíma í leikskólamálum,“ segir Helgi.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira