Fleiri fréttir

Talíbanar fagna fangaskiptum

Hinn 28 ára gamli Bowe Bergdahl var afhentur bandarískum hersveitum í Afganistan á laugardag í skiptum fyrir fimm fanga úr Guantanamo-fangabúðunum.

Sjálfstæðisflokkur ræðir við Bjarta framtíð í Kópavogi

Sjálfstæðismenn hafa haft samband við Bjarta framtíð og fleiri flokka um hugsanlegt meirihlutasamstarf í Kópavogi. Framsókn segist enn vilja mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Meirihluti þessara flokka hélt velli í kosningunum.

Nýir stjórnarherrar í Reykjanesbæ

Auglýsa á eftir nýjum bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Nýr meirihluti ætlar að leggja áherslu á atvinnumál og að endurskipuleggja rekstur bæjarins. Fráfarandi bæjarstjóri sjálfstæðismanna segist reiðubúinn að axla ábyrgð á tapi flokksins.

Spánarkonungur stígur til hliðar

Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu.

Féll fimmtán metra en gengur óstuddur

Ævar Sveinn Sveinsson féll niður fimm hæðir og lenti á báðum fótum á steinsteyptri stétt í vinnuslysi í febrúar síðastliðnum. Ævar var staðráðinn í að ná fullum bata og nú, fjórum mánuðum síðar, er hann farinn að ganga um óstuddur.

Líf og fjör á sjómannadaginn

Sífellt fleiri eru sammála um að sjávarútvegurinn er mikilvægasta atvinnugrein okkar og um hann þarf að ríkja sátt. Þetta sagði sjávarútvegsráðherra í tilefni sjómannadagsins í dag. Fráfarandi borgarstjóri, Jón Gnarr, tók einnig þátt í hátíðahöldunum og gaf nýju safni Reykvíkinga nafn.

„Netkosningar eru klárlega framtíðin"

Netkosningar eru valmöguleiki í kosningum í öðrum löndum og eru hugsuð til þess að sporna við dræmri kjörsókn. Íslenskt fyrirtæki hefur þróað hugbúnað sem gerir yfirvöldum kleift að bjóða kjósendum upp á að kjósa á netinu.

Fjögurra flokka meirihluti í Reykjavík

Meirihluti verður myndaður í borginni af fjórum flokkum; Samfylkingu, Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum og hefjast meirihlutaviðræður á morgun.

Hægt að byrja á byggingu mosku strax eftir helgi

„Við getum ekki verið ósátt með lýðræðislega umræðu. Við lítum á þetta sem tækifæri að upplýsa fólk um trúarbrögðin. Við vissum af þessari andstöðu í þjóðfélaginu og ummælin hafa örugglega gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi," segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima.

Stuð og stemmning á kosningavökum

Kosningavökur voru haldnar víða í gærkvöld. Það var stuð og stemmning og troðfullt út úr dyrum á nær öllum kosningavökum í Reykjavík. Mikil spenna var þó á flestum vígstöðum.

18 stiga hiti á Raufarhöfn

Landsmenn finna nú skýr merki sumarsins, þegar hlý suðlæg átt leikur um landið á þessum fyrsta degi júnímánaðar.

Sjá næstu 50 fréttir