Fleiri fréttir

Áframhaldandi ofbeldi í Kænugarði

Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu, bauð í gær stjórnarandstöðumönnum að taka sæti forsætisráðherra og vara- forsætisráðherra í þeim tilgangi að binda endi á mótmæli og stigvaxandi ofbeldi í Kænugarði.

Líf og saga í kirkjugarðinum

Kirkjugarðurinn er mjög lifandi vinnustaður, fullyrðir umsjónarmaður Hólavallagarðs en um þessar mundir eru 175 ár frá því að fyrsta gröfin var tekin í garðinum.

Maríjúanasígarettur frá Marlboro reyndust uppspuni

Hundruð þúsunda manna hafa deilt frétt á netinu þess efnis að tóbaksframleiðandinn Philip Morris sé farinn að selja maríjúanablandaðar sígarettur og ætli að koma upp maríjúanaökrum í Mexíkó og Paragvæ.

Meðalaldur sprautufíkla hækkar verulega

Meðalaldur íslenskra sprautufíkla hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Áhyggjuefni segir yfirlæknir á Vogi sem kallar eftir markvissum aðgerðum frá heilbrigðiskerfinu.

"Kæran er út í hött"

Sjö konur og tveir karlar hafa verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu í október á síðasta ári, þegar þau neituðu að færa sig úr Gálgahrauni er Vegagerðin hugðist hefja þar framkvæmdir við að leggja nýjan veg. "Kæran er út í hött," segir ein ákærðu.

Allir þingmenn fengu iPad

Þingmenn gátu valið á milli þess að fá bleikt eða blátt lok á iPadana en Helgi er ekki með tölur yfir það hvor liturinn hafi verið vinsælli.

Nöfn í einkamálum verða birt

Um áramótin var gerð sú breyting að ekki átti að birta nöfn málsaðila í einkamálum og vitna í sakamálum.

Réttarríkið, fjölmiðlar og Glenn Greenwald

Glenn Greenwald, sem leitt hefur umfjöllun um Snowden lekann og er í raun í innsta hring Edward Snowden, lýsir því í einlægu viðtali þegar maður hans, David Miranda, var handtekinn í Lundúnum að því er virðist fyrir eitt að vera í sambúð með Greenwald. Þá fer hann yfir stöðu fjölmiðla á 21. öldinni og mannréttindabrot bandarískra stjórnvalda.

Fengu leyfi fyrir hvalabjórnum

Umhverfis- og auðlindaráðherra heimilaði í gær sölu og dreifingu á hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði.

Hollande hyggst skilja við maka sinn

Francois Hollande frakklandsforseti er sagður ætla að segja skilið við Valerie Trierweiler í kjölfar sögusagna um framhjáhald hans.

Ökuþórar enda í skotlínu byssumanna

Félagar í Skotfélagi Akureyrar óttast að skothríð ógni nágrönnum þeirra í Akstursíþróttafélagi vésleða- og torfæruhjólamanna ef aksturssvæði þess félags í Glerárdal verður stækkað.

"Ég tek bara Pollýönnu á þetta“

Blöðrur við mænu lömuðu Jónu Kristínu Erlendsdóttur fyrir neðan mitti þegar hún var skiptinemi í Perú í nóvember. Hún einsetti sér strax að takast á við veikindin með jákvæðu hugarfari og er mjög þakklát fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi.

Læknar sinni sjúklingum á samfélagsmiðlunum

Læknar ættu að vera virkari á netinu, til dæmis með því að blogga og nota samfélagsmiðla, segir íslenskur bráðalæknir. Sjúklingar munu fara á netið til að leita að upplýsingum og læknar ættu að sjá til þess að hægt sé að fá réttar upplýsingar.

Náttúrupassi ræddur á vorþingi

Frumvarp um fyrirhugaðan náttúrupassa verður lagt fram á Alþingi í vor. Gjaldtaka vegna hans mun þó ekki hefjast strax.

Skoða áhrif fiskroðs gegn öramyndun

Samstarfssamningur íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis ehf. og Landspítalans um klínískar rannsóknir var undirritaður í gær. Rannsakað verður hvort meðhöndlun með fiskroði dragi úr öramyndun.

Telja sögur af draugaskipi og mannæturottum ósannar

Undanfarna daga hafa verið sagðar fréttir og sögur af draugaskipinu Lyubov Orlova sem á að reka stjórnlaust um Atlandshafið og allra nýjustu sögur herma að nú það sigli í átt til Bretlands og um borð séu mannæturottur.

Stafræn bylting í Breiðholti

Fimmta Fab Lab smiðja landsins var opnuð í Breiðholti í dag. Breiðhyltingar og aðrir borgarbúar get nú hrint hugmyndum sínum í framkvæmd með hjálp fagmanna.

Sjá næstu 50 fréttir