Fleiri fréttir

Vaka kynnir framboðslistann sinn

Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands hefur kynnt frambjóðendur sína til Stúdentaráðs. Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fara fram 5. og 6. febrúar.

Ungt fólk borgar brúsann

Kristín Soffía Jónsdóttir segir að ungt fólk verði að fara að vakna til vitundar um að það sé verið að senda því reikninginn.

Tvær tillögur um Vogabyggð verðlaunaðar

Hugmyndasamkeppnin gekk út á að útfæra hugmyndir og tillögur að skipulagi svæðisins þar sem gert er ráð fyrir nýrri blandaðri og vistvænni byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis á svæðinu.

Þakklát fyrir að vera á lífi

"Þetta áttu að vera tíu bestu mánuðir lífs míns en ég endaði á að fá fjóra mánuði og æxli.“ Þetta segir hin sautján ára gamla Jóna Kristín Erlendsdóttir sem lamaðist í Perú fyrir sex vikum en þar var hún stödd sem skiptinemi.

Dregur verulega úr andstöðu við aðild að ESB

Samkvæmt nýrri könnun MMR er hefur dregið úr andstöðu Íslendinga við aðild að Evrópusambandinu um tæp 13 prósentustig. Andstaðan er mest meðal yngstu og elstu kjósendanna.

Óttast frekari blóðsúthellingar

Stjórnarandstæðingar í Úkraínu fullyrða að alls hafi fimm mótmælendur látið lífið í vikunni í átökum við lögreglu.

Vilja breyta lagasetningu um forsjá barna óháð hjúskap

Ef foreldrar eru ekki í hjúskap eða sambúð fær móðirin sjálfkrafa fullt forræði yfir barninu. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að það þurfi að taka skrefið til fulls í jafnréttismálum foreldra.

Viðræður í Úkraínu skiluðu litlu

Ekkert kom út úr fundi leiðtoga mótmælenda í Úkraínu með forseta landsins sem fram fór í gærkvöldi. Vitali Klitschko, einn af forsprökkum stjórnarandstöðunnar sagði að forsetinn Yanukovych hefði ekki rétt fram sáttahönd og óttast hann frekari blóðsúthellingar í landinu.

Tvær veltur vegna hálku

Víða er hálka á þjóðvegum landsins og urðu tvö óhöpp í gærkvöldi sem rekja má til hálku. Annarsvegar rann bíll út af veginum yfir Öxnadalsheiði í gærkvöldi en engan um borð sakaði.

Óttast að þrjátíu hafi farist í bruna á elliheimili

Óttast er að þrjátíu vistmenn á elliheimili í kanadísku borginni Quebec hafi farist þegar eldur kom upp í húsinu. Slökkviliðið var strax kallað út en sökum mikilla kulda í borginni var slökkvistarf afar erfitt.

Sprengt í Kaíró á afmæli uppreisnarinnar

Stór bílasprengja sprakk í Kaíró höfuðborg Egyptalands í morgun, nálægt höfuðstöðvum lögreglunnar í landinu. Þrír létust að minnsta kosti og þrjátíu eru særðir að því er BBC fréttastofan hefur eftir egypskum yfirvöldum.

Hraðvagnakerfi kostar innan við helming af lestarkerfi

Langdýrast er að gera ekkert og láta hjá líða að byggja upp og bæta við kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur. Miðað við vöxt síðustu ára annar núverandi strætisvagnakerfi ekki eftirspurn innan örfárra ára.

Vopnahlé í Suður-Súdan

Uppreisnarmenn hafa komist að samkomulagi við ríkisstjórn eftir stutt en erfið átök.

"Úrræðunum fækkaði eftir því sem hann varð veikari"

Við komum allstaðar að lokuðum dyrum segir faðir Arnars Óla Bjarnasonar, sem lést eftir langvarandi fíkniefnaneyslu aðeins þrítugur að aldri. Hann segir vanta sárlega heildstæð meðferðarúrræði fyrir fíkla og fjölskyldur þeirra. Í sama streng taka talsmenn nýstofnaðra samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun.

Er óhætt að láta lita á sér hárið?

Norsku neytendasamtökin hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er varað við því að lita á sér hárið. Íslenskur ofnæmissérfræðingur segir enga ástæðu til að óttast en við ræddum við klippara sem vill ekki lita óléttar konur og konur með barn á brjósti.

Mikilvægt að lögreglan fái ítarlegar upplýsingar

Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi en í gær reyndi maður að tæla drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín við skólann á skólatíma. Þetta er annað málið af þessum toga sem kemur upp í hverfinu í þessum mánuði. Lögregla hefur aukið eftirlit við skólann.

Eyjamenn í átak gegn einelti

Yfir 300 manns mættu í Höllina í Vestmannaeyjum í morgun þar sem myndband við lagið Hjálp var frumsýnt. Myndbandið er hluti af átaki gegn einelti sem hópur Eyjamanna stendur að.

Kom allstaðar að lokuðum dyrum

"Hann var í mörg mörg ár fárveikur bæði á líkama og sál. Hann og móðir hans grátbáðu um hjálp og hann þráði heitt að komast inn á deild 33 A á Landspítalanum því hann hafði þá trú að það myndi hjálpa honum.“

Sjá næstu 50 fréttir