Fleiri fréttir

Lömdu og rændu unga stúlku

Tvær ákærðu veittust að öðru fórnarlambinu sem var þá 19 ára með spörkum í bak jafnframt sem þær slógu hana í andlitið með höndunum og með spýtu í lærið.

Endurspeglar refsiþorsta yfirvalda í fíkniefnamálum

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir að eins árs fangelsisdómur yfir spænskri stúlku sem var handtekin á Keflavíkurflugvelli í október fyrir fíkniefnasmygl endurspegli refsiþorsta yfirvalda í fíkniefnamálum.

Tennur grísa slípaðar til að minnka skaða

„Mér þykir furðulegt að heyra virtan dýralækni gefa það í skyn að það sé ekki verið að huga að velferð svína þegar tennur þeirra eru slípaðar,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.

Mannréttindi og viðskiptahagsmunir togast á

Utanríkisráðherra segir samkomulag við Kínverja um hvernig rætt skuli um vinnuverndar- og mannréttindamál við Kína. Talskona Falun Gong er á móti fríverslunarsamningi við Kína sem bíður staðfestingar Alþingis.

Barðist hetjulega við hákarl

Nýsjálenskur læknir, James Grant, lifði af árás hákarls, hann fældi hákarlinn burtu með hníf og saumaði sjálfur sár sem hann fékk í átökunum.

Ákærðu í Gálgahraunsmáli neituðu öll sök

Ein þeirra ákærðu er 71 árs gömul kona sem sat í hrauninu með kaffibrúsann sinn af hugsjón. "Maður hlýtur að velta því fyrir sér hver situr á toppnum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður fjögurra ákærðu.

Íhuga endurvakningu aftökusveita

Vegna lítilla birgða af efnum sem notað er í banvænar sprautur og spurninga um virkni þeirra, eru yfirvöld ríkja í Bandaríkjunum þar sem dauðarefsingar eru við lýði, farin að líta til fortíðar.

Þjóðlagasöngvarinn Pete Seeger er látinn

Bandaríski þjóðlagasöngvarinn Pete Seeger er látinn, níutíu og fjögurra ára að aldri. Seeger er þekktastur fyrir lögin Turn, Turn, Turn og If I Had a Hammer og lést hann á sjúkrahúsi í New York í nótt eftir skamma sjúkrahúsdvöl.

Flestir vilja sjá Dag sem borgarstjóra

Rétt tæplega helmingur þeirra, sem spurðir voru í könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans fyrir Morgunblaðið, vill að Dagur B.Eggertsson verði næsti borgarstjóri.

Kosið á ný um umdeild lög í Úkraínu

Þingmenn í Kænugarði í Úkraínu koma saman í dag á sérstökum fundi en þar er búist við því að kosið verði um hvort fella beri ný lög sem bönnuðu mótmæli í landinu, úr gildi.

Karadzic og Mladic saman í réttarsal

Tveir af áfhrifamestu mönnum í stríðinu í Bosníu á tíunda áratugi síðustu aldar verða staddir saman í réttarsal í Haag í dag. Þá munu réttarhöld stríðsglæpadómstólsins yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba halda áfram og hefur hershöfðinginn Ratko Mladic verið kallaður fyrir réttinn til að bera vitni.

Þúsundir kjúklinga aflífaðir í Hong Kong

Heilbrigðisyfirvöld í Hong Kong ætla að aflífa um tuttugu þúsund kjúklinga eftir að afbrigði fuglaflensu veirunnar fannst í fuglum sem fluttir voru inn frá meginlandi Kína.

Hálka víða um land

Mikil hálka er víða á vegum landsins, en ekki er vitað um slys eða óhöpp vegna hennar. Í gærkvöldi varaði Veðurstofan við því að hiti færi lækkandi á láglendi og yrði í kringum frostmarkið í nótt.

Framhaldsskólakennarar eiga digran verkfallssjóð

Samningar framhaldsskólakennara renna út í lok janúar. Djúp gjá milli kennaranna og viðsemjenda þeirra. Framhaldsskólar eru hringlandi beinagrindur. 1.400 milljónir króna í sameiginlegum verkfallssjóði.

Ráðherrar beiti sér fyrir Hjördísi

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðherrar ríkisstjórnarinnar beittu sér í máli Hjördísar Svan.

Ráðherra svari Skagfirðingum

"Það algera áhugaleysi sem ráðherrar í ríkisstjórn Íslands undir forystu Framsóknarflokksins sýna málefnum Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki er vægast sagt sláandi,“ segir í bókun Sigurjóns Þórðarsonar, fulltrúa Frjálslyndra og óháðra í sveitarstjórn Skagafjarðar.

Ungri konu byrlað ketamín í Keflavík

Alexandra Marý Hauksdóttir varð fyrir vægast sagt slæmri lífsreynslu um helgina en henni var byrlað ketamín á skemmtistað í Reykjanesbæ.

Þörf á túlkun metin þrátt fyrir lögbundinn rétt

Samkvæmt reglum Heilsugæslunnar taka heilbrigðisstarfsmenn ákvörðun um hvort pantaður sé túlkur. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir hvergi koma fram í lögum að meta eigi þörf á túlkun heldur séu það skýr réttindi.

Of mikið magnesíum veldur niðurgangi

Mikið magnesíumæði hefur gripið landann á nýju ári og virðist almenningur vera nota efnið til að hreinsa líkamann og jafnvel til að léttast.

Spurt um uppruna peninga

Dönsk skattayfirvöld fóru í sérstakt átak til að kanna fjármagnsflutninga frá Danmörku til lágskattaríkja.

Sítrónusneiðar í drykkjum geta verið fullar af gerlum

Sítrónusneið getur innihaldið töluvert af gerlum. Fram kemur í rannsókn, sem birt var í tímaritinu Journal of Environment Health, að gerlar hafi fundist í 76 sítrónusneiðum sem bornar voru fram með drykkjum á 21 veitingahúsi.

Sjá næstu 50 fréttir