Erlent

Þúsundir kjúklinga aflífaðir í Hong Kong

Mynd/AFP
Heilbrigðisyfirvöld í Hong Kong ætla að aflífa um tuttugu þúsund kjúklinga eftir að afbrigði fuglaflensu veirunnar fannst í fuglum sem fluttir voru inn frá meginlandi Kína.

Allir fuglar á þeim markaði sem sýkta kjötið fannst verða aflífaðir og þeim fargað og þá hefur innflutningur á lifandi fuglum frá meginlandinu verið bannaðu í þrjár vikur.

Fyrstu tilfelli þess að þetta afbrigði, sem kallast H7N9, fór að smitast í menn, kom upp snemma árs í fyrra. Það sem af er janúarmánuði hafa tólf látist í Kína af þessum völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×