Er Ford Focus mest seldi bíll heims? Finnur Thorlacius skrifar 28. janúar 2014 16:56 Ford Focus. Aol Autos Ford hefur sent frá sér þær upplýsingar að Ford Focus bíllinn sé sú einstaka bílgerð sem seldist mest í heiminum í fyrra, eins og árið á undan. Að vísu byggja þessar upplýsingar á tölum frá janúar til loka september, en á því tímabili seldust 856.587 Ford Focus bílar. Ef sú tala er framlengd til loka ársins hefði Focus selst í 1.142.116 eintökum í fyrra, en þessir útreikningar eru frá greinarritara. Samkvæmt upplýsingunum frá Ford er næst mest seldi einstaka bíllinn Toyota Corolla, en Toyota fyrirtækið segir reyndar að sá bíll, sé sá mest seldi í heiminum í fyrra. Því er alls ekki hægt að treysta þessari fullyrðingu frá Ford fyrr en nákvæmar tölur liggja fyrir frá fyrirtækjunum báðum. Báðir þessir bílar keppa í sama flokki smærri fjölskyldubíla, í samkeppni við bíla eins og Honda Civic, Hyundai Elantra og Chevrolet Cruze sem allir seljast einnig vel um allan heim. Allir kosta þeir undir 20.000 dollurum í Bandaríkjunum. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Ford hefur sent frá sér þær upplýsingar að Ford Focus bíllinn sé sú einstaka bílgerð sem seldist mest í heiminum í fyrra, eins og árið á undan. Að vísu byggja þessar upplýsingar á tölum frá janúar til loka september, en á því tímabili seldust 856.587 Ford Focus bílar. Ef sú tala er framlengd til loka ársins hefði Focus selst í 1.142.116 eintökum í fyrra, en þessir útreikningar eru frá greinarritara. Samkvæmt upplýsingunum frá Ford er næst mest seldi einstaka bíllinn Toyota Corolla, en Toyota fyrirtækið segir reyndar að sá bíll, sé sá mest seldi í heiminum í fyrra. Því er alls ekki hægt að treysta þessari fullyrðingu frá Ford fyrr en nákvæmar tölur liggja fyrir frá fyrirtækjunum báðum. Báðir þessir bílar keppa í sama flokki smærri fjölskyldubíla, í samkeppni við bíla eins og Honda Civic, Hyundai Elantra og Chevrolet Cruze sem allir seljast einnig vel um allan heim. Allir kosta þeir undir 20.000 dollurum í Bandaríkjunum.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent