Fleiri fréttir

"Ég gerði þetta til að vernda fjölskyldu mína“

"Ég myndi gera þetta aftur til að vernda móður mína og systur.“ Þetta segir spænsk stúlka sem hlaut árs fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl sem hún var neydd til að taka þátt í. Héraðsdómur taldi sögu hennar trúverðuga en ákvað engu að síður að læsa stúlkuna á bak við lás og slá.

Lífríki sjávar: Íslendingar sinna forvörnum illa

Íslendingar hafa sinnt forvörnum gegn framandi sjávarlífverum illa og margar nýjar tegundir hafa náð fótfestu í hafinu umhverfis landið. Sumar eru skaðlegar og þetta gæti stefnt mikilvægum hagsmunum í hættu.

„Þetta er út í hött“

Það er út í hött að halda því fram að fósturforeldrar hafi fjárhagslegan ávinning af því að fóstra börn á heimilum sínum, segir varaformaður Félags fósturforeldra. Hún og maður hennar gerðust fósturforeldrar af hugsjón og segja umræðu um annað óþægilega.

„Sami árangur ætti að nást hjá öllum þjóðfélagshópum“

Íslendingar státa af einni lægstu tíðni reykinga í Evrópu, og sífellt færri landsmenn reykja daglega. Það vekur hinsvegar athygli að umtalsverður munur er á fjölda dagreykingafólks þegar menntun er annars vegar auk þess sem talsverður munur er á tíðni daglegra reykinga eftir fjölskyldutekjum

Vill leiða Ríkisútvarpið inn í nýja tíma

"Ég hef engin áform um að koma inn með hvelli, en hef þó ákveðnar hugmyndir um hvernig ég vill sjá Ríkisútvarpið þróast," segir Magnús Geir Þórðarson, nýráðinn útvarpsstjóri. Hann segist hlakka til að takast á við nýja áskorun, en segist jafnframt gerira sér grein fyrir að hann eigi ekki auðvelt verk fyrir höndum.

Mótmæla hugmyndum um náttúrupassa

SAMÚT, samtök útivistarfélaga, mómæla harðlega hugmyndum um náttúrupassa. Á fjölmennum félagsfundi SAMÚT þann 15. janúar síðastliðin var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Fíklar ekki glæpamenn

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra boðar aðgerðaráætlun til tveggja ára.

Skotleyfi gefið út á krókódíla

Yfirvöld í Ástralíu hafa gefið skotleyfi á alla krókódíla sem eru lengri en tveir metrar á svæðinu þar sem 12 ára drengur hvarf eftir krókódílaárás.

Hjónalífið er farið

"Það eru alla vega helmingslíkur á að börnin okkar séu með sjúkdóminn en áður en þau komu til vissum við ekki að fjölskylda þeirra væri með hann,“ segja Margrét Helga og Brynhildur Dögg. Eiginmenn þeirra, sem eru frændur, glíma báðir við arfgenga heilablæðingu.

Strætó nýtist í æfingum fyrir stór slys

Strætó bs. afhenti Brunavörnum Árnessýslu gamlan strætisvagn að gjöf í síðustu viku. Vagninn mun koma að góðum notum við æfingartil undirbúnings fyrir stór rútuslys.

Var ekki tryggð staðan fyrirfram

Magnús Geir Þórðarson nýr útvarpsstjóri segir umrót síðustu missera hafa sett RÚV í erfiða stöðu. Hann neitar því að honum hafi verið lofuð staðan fyrirfram.

Stofnanir brjóta lög með því að bjóða ekki túlk

Mörg dæmi eru um að ekki sé kallaður til túlkur þrátt fyrir lög um túlkaþjónustu. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir opinberar stofnanir neyddar til að brjóta lög ef þær kalla ekki til túlk vegna sparnaðar.

Yfir tveggja ára bið eftir parkúrþjálfun

Rúmlega 140 bíða eftir að komast í götufimleika hjá Gerplu. Eftirspurnin alls staðar mikil. Ekki nóg að koma upp sem flestum fótboltavöllum. Mörg börn sem vilja ekki vera í keppnisíþróttum missa af hreyfingu, segir Sindri Viborg þjálfari.

Ræða líklega valdaskipti í Sýrlandi í dag

Búist er við því að viðræðurnar um málefni Sýrlands sem nú standa yfir í Sviss fari í dag að snúast um hvort og þá hvernig eigi að færa völdin í landinu úr höndum al-Assads forseta.

Neyðarlögum hótað í Úkraínu

Dómsmálaráðherra Úkraínu varaði mótmælendur við því að neyðarlögum verði komið á í landinu fari þeir ekki úr ráðuneytinu, en hópur fólks ruddist þar inn í gærkvöldi og hefur bygginguna nú á valdi sínu.

Rusl á víð og dreif um Öskjuhlíð

Skelfileg umgengni blasir við þeim sem eiga leið um Öskjuhlíð í Reykjavík, en dæmi eru um að folk hafi skilið eftir ónýt raftæki á svæðinu.

Meirihlutinn heldur og Sjálfstæðisflokkur missir mann

Núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur héldi öruggum meirihluta og sínum níu fulltrúum, ef kosið yrði núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið.

Þyrlan bjargaði vélsleðamönnum við Drekavatn

Tveimur karlmönnum var í gærkvöldi bjargað úr mjög hættulegum aðstæðum upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flutti þá á öruggan stað og amaði ekkert að þeim. Þeir voru á vélsleðum við Drekavatn, austan við Þórisvatn á hálendinu, þegar þeir lentu úr í miklum krapa.

Báru líkkistu mótmælanda

Þúsundir Úkraínumanna hrópuðu „Hetja!“ og sungu þjóðsönginn þegar líkkista manns sem lést í síðustu viku í mótmælum gegn stjórnvöldum, var borin um miðborg Kænugarðs.

Magnús nýr útvarpsstjóri

Magnús Geir Þórðarson hefur gengist við boði stjórnar RÚV um að taka við starfi útvarpsstjóra.

Lika er komin með dvalarleyfi

Ríkisfangslaus kona sem búið hefur á Íslandi í yfir átta ár hefur nú fengið dvalarleyfi. Hún segir það óraunverulegt eftir allan þennan tíma og segist vera svo hamingjusöm að hún geti ekki sofið.

Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings

Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals

„Algjörlega úr lausu lofti gripið"

„Ég myndi telja að það sé verið að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati," segir lögmaður mannsins sem sætir nú athugunar af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Hún segir afleitt að tala um að umbjóðandi sinn sé grunaður um mansal.

Sjá næstu 50 fréttir