Fleiri fréttir

Blaut tuska í andlit vestrænnar þjóðar

Utanríkisráðherra Noregs er æfur yfir meðferð á norsku konunnar sem var dæmd var í 16 mánaða fangelsi er hún leitaði til lögreglu eftir að hafa verið nauðgað í Dúbaí. Foreldrar konunnar eru harmi slegnir.

"Ummæli imamsins byggð á mannfyrirlitningu"

Varaformaður Félags múslima á Íslandi fordæmir ummæli Ahmad Seddeq, imam í Menningarsetri múslima, sem hann lét falla í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær. Þar sagði Seddeq að samkynhneigð ýti undir rán á börnum.

"Mannlegur harmleikur"

Barnaverndarnefnd mun taka fyrir mál sex ára gamals barns sem tekið var frá ofurölvi móður sinni við bar í Hafnarfirði í gærkvöldi. Lögreglan lýsir málinu sem mannlegum harmleik.

Lára Hanna kosin í nefnd

Sigríður Hallgrímsdóttir segir alrangt að mál Láru Hönnu Einarsdóttur snúist um persónu hennar eða skoðanir.

Besti sonur í heimi

Fann fyrsta bíl föður síns 24 árum eftir að hann neyddist til að selja hann og færði honum bílinn að gjöf.

Frjálslegur gasfarmur

Rússneskur vöruflutningabíll hlaðinn gaskútum lendir í árekstri og farmurinn springur.

Navalny laus úr haldi

Navalny, sem er leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, í gær fundinn sekur um fjárdrátt í tengslum við timbursölu og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar.

Detroit lýsir sig gjaldþrota

Ef fallist verður á gjaldþrotið og borgin tekin til gjaldþrotaskipta, verður það stærsta gjaldþrot umdæmis í sögunni.

Vopnaðir og lyfjaðir

Tveir karlmenn voru handteknir í austurborginni upp úr miðnætti undir áhrifum fíkniefna, áfengis og jafnvel lyfja.

Með barnið á barinn

Kona var handtekin á bar í Hafnarfirði laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi, þar sem hún sat að sumbli og var með sex ára barn sitt með í för.

Gæslan fær konfektkassa

Ekki liggur fyrir hvort kanadíska strandgæslan hefur fundið skútuna, sem lenti í fárviðri djúpt út af Hvarfi fyrr í vikunni.

Meintur bruggari í Hveragerði gripinn

Hvorki fundust þar gambri í gerjun, né soðinn landi, en að sögn lögreglu bendir allt til þess að tækin hafi verið notuð til bruggunar,

Hundruð missa rétt sinn til námsláns

Stúdentaráð hefur nú höfðað mál gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna og íslenska ríkinu vegna breytinga á úthlutunarreglum sjóðsins. Lögmaður Stúdentaráðs telur hundruði geta misst rétt sinn til láns vegna breytinganna.

Bera mörg merki mansals

Framkvæmdastýra vændisathvarfsins segir að starfsemi tveggja kampavínsklúbba í höfuðborginni beri öll merki um vændi og mansal. Kallað er eftir lögreglurannsókn á starfsemi klúbbanna.

Eyjamenn veiða lunda eftir bann í tvö sumur

Meirihlutinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær að heimila lundaveiðar í fimm daga frá og með deginum í dag. Náttúrustofa Suðurlands mælti gegn veiðunum sem legið hafa niðri í tvö ár vegna lélegrar nýliðunar í lundastofninum.

Vilja meira fé fyrir Flensborg

Bæjarráð Hafnarfjarðar lýsti yfir áhyggjum á fundi sínum í gær af yfirvofandi niðurskurði í Flensborgarskóla. Fráfarandi skólameistari, Einar Birgir Steinþórsson, sagði niðurskurðinn óhjákvæmilegan á næsta skólaári til að mæta miklum hallarekstri.

Kennarar fara fram á miklar hækkanir

Framhaldsskólakennarar eru orðnir langþreyttir á margra ára niðurskurði og kjaraskerðingu. Kaupmáttur þeirra hefur rýrnað um 18% frá hruni. Fyrir hrun voru heildarlaun þeirra svipuð og hjá BHM en eru nú um átta prósentum lægri.

Jóhanna segir upp áskrift að Herðubreið

Úttekt Karls Th. Birgissonar ritstjóra í Herðubreið á stöðu Samfylkingarinnar og gengi hennar í síðustu kosningum, virðist hafa farið svo mjög fyrir brjóstið á Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, að hún hefur nú sagt upp áskrift að tímaritinu

Líf sýrlenskra barna eyðilagt

Hætt er við því að sýrlensk börn verði bæði ólæs og full reiði þegar þau eldast. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna varar við ástandinu.

Vill að lögregla rannsaki kampavínsklúbba

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar vill að lögreglan rannsaki rekstur kampavínsstaða í Reykjavík. Hún telur að um vændisstarfsemi sé að ræða og að konur sem þar starfa sé fengnar hingað til lands í gegnum mansal.

Krepputal á undanhaldi

Kreppufréttir í fjölmiðlum hafa ekki verið færri frá hruni en í nýliðnum júnímánuði. Samkvæmt kreppuorðsvísitölu Arion banka er krepputal á undanhaldi og gæti það bent til aukins hagvaxtar í landinu.

Krabbameinssjúklingar finna fyrir óöryggi

Kona, sem gengur nú í annað sinn í gegnum krabbameinsmeðferð, segir upplifun sína af krabbameinsdeild Landspítalans nú ekki góða, ólíkt því sem var fyrir ellefu árum. Hún segist finna fyrir miklum óróa og óstöðugleika á deildinni sem hefur leitt til þess að hún sækir nú sína læknisþjónustu á einkastofu út í bæ.

Búið að staðsetja konurnar

Björgunarsveitarmönnum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi hefur tekist að staðsetja tvær erlendar ferðakonur sem hringdu í neyðarlínuna um klukkan tvö í dag eftir að þær töpuðu áttum í svartaþoku í Hnappadal á Snæfellsnesi.

Ferðamenn hanga á húnunum

Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri segir æskilegt að verslanir í miðborginni opnuðu fyrr en nú þar sem ferðamenn hangi margir á húnunum snemma dags.

Mál Stúdentaráðs gegn LÍN þingfest

Stúdentaráð hefur nú höfðað mál gegn íslenska ríkinu og LÍN vegna breytinga sem gerðar voru á útlánareglum sjóðsins. Málið var þingfest í hérðasdómi í dag. Sigurbjörn Magnússon er lögmaður LÍN.

Nauðgað í Dúbaí og dæmd í fangelsi

Norsk kona var dæmd í 16 mánaða fangelsi fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands þegar hún leitaði til lögreglu í Dúbaí eftir að hafa verið nauðgað í borginni.

Kaupmenn sofa til hádegis og missa viðskipti

Kaupmaður við Laugaveg segir verslanir þar opna allt of seint og verði þar af leiðandi af miklum viðskiptum. Þá ráfi ferðamenn um þessa aðalverslunargötu borgarinnar án þess að fá fullnægjandi þjónustu.

Búddamunkur á flótta í Taílandi

Eftirlýstur fyrir nauðganir, fjársvik og hugsanlega manndráp af gáleysi. Eitt stærsta trúarhneyksli sem upp hefur komið í Taílandi.

Sjálfstæðismenn notfærðu sér veikindi Ólafs F.

"Ég er enn miður mín og skammast mín fyrir að hafa tekið þátt í að gera Ólaf F. Magnússon að borgarstjóra," segir borgarfulltrúinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, í viðtali við Nýtt líf.

Sjá næstu 50 fréttir