Fleiri fréttir

Google Streetview kortleggur Ísland

Starfsfólk hugbúnaðarrisans Google er nú komið hingað til lands til að kortleggja allar götur og vegi landsins fyrir Google Streetview.

Datsun Go á 850.000 kr.

Verður fyrst settur á markað í Indlandi, en einnig í Rússlandi, Indónesíu og Suður Afríku.

Veldur banvænum sjúkdómi

Í nýrri skýrslu, Breathless for Blue Jeans, sem unnin var á vegum nokkurra baráttusamtaka, segir að verslanakeðjan H&M skipti enn við kínverska verksmiðju þar sem gallabuxur eru sandblásnar með lífshættulegri aðferð.

Kreppufréttum fækkar stöðugt

Fréttum í prent- og ljósvakamiðlum sem innihalda orðið "kreppa“ fækkar stöugt frá því þær tröllriðu landanum í haustmánuðum 2008. Í júní síðastliðnum voru þær fimmtíu og níu og þótt einhverjum þætti nóg um hafa þær ekki verið færri frá árinu 2007.

Segir Vestfirðinga ná vopnum sínum á ný

„Þeir síðustu verða fyrstir,“ segir Guðmundur Óli Tryggvason hjá Fasteignasölu Vestfjarða, en fasteignaverð hefur hvergi hækkað jafn mikið frá hruni en þar, eða 24 prósent.

Selskapur kvenna til sölu fyrir kampavín

Nýverið voru opnaðir tveir nýir kampavínsklúbbar í Reykjavík. Fyrir er einn slíkur í Lækjargötu, Strawberries. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst starfsemin um að kaupa sér félagsskap léttklæddra kvenna með kaupum á dýru kampavíni.

Feit lifur hjálpar hvíthákörlum

Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að feit lifur hjálpar hvíthákörlum að komast þær löngu ferðir sem þeir taka á sig. Hvíthákarlinn í Austur-Kyrrahafi fer frá ströndum Kaliforníu til Havaí á vorin og snýr aftur síðsumars.

Tveggja stúlkna leitað vegna nauðgunar

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir tveimur konum sem mögulegum vitnum í nauðgunarmáli. Konurnar tvær munu hafa verið á leið til höfuðborgarinnar frá Reykjanesbæ aðfaranótt sunnudagsins 30. júní og tóku, á leið sinni í gegnum bæinn, upp unga stúlku í bílinn og keyrðu hana heim til sín.

Hrikaleg hætta sögð steðja að Skagafirði

Landeigendur segja vaxandi hættu á að Héraðsvötn brjóti sér leið í Húseyjarkvísl með hrikalegum afleiðingum fyrir beitar- og ræktarlönd. Vatn myndi leggjast að flugvellinum og neðri hluta Sauðárkróks. Brýnt sé að sveitarfélagið bregðist við.

Ruslíbúð á toppverði

Auglýsing sem birtist á Bland.is í dag hefur farið eins og eldur í sinu um netheima síðustu klukkustundir.

Íslendingar gefi eftir í makríldeilunni

Varaformaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að íslensk stjórnvöld verði að fallast á sáttatilboð Noregs og Evrópusambandsins í makríldeilunni til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Hann telur að þvinganirnar brjóti ekki gegn alþjóðlegum viðskiptasamningum en segir að Íslendingum sé frjálst að vísa málinu til dómstóla.

Eldur í bíl á Miklubraut

Slökkvilið Reykjavíkur var kallað út vegna elds sem kom upp í bíl á Miklubraut fyrir skömmu.

Deila um ljósastaur við Fiskikónginn

Ljósastaurastríð er hafið á Sogavegi. Fiskbúðareigandi vill að borgin færi ljósastaur sem viðskiptavinir hans keyra stöðugt á en fær þau svör að hann verði þá að borga brúsann. Borgin segir staurinn vera hluta af samræmdri heildarlýsingu götunnar.

Biðlistar í aðgerðir lengjast stöðugt

Áttatíu manns hafa beðið í meira en þrjá mánuði eftir því að komast í kransæðaaðgerðir hér á landi. Biðlistinn hefur aldrei verið lengri. Landlæknir segir biðlista í ýmiskonar aðgerðir stöðugt hafa verið að lengjast síðastliðin ár.

Starfsmenn Landsbankans fá 4,7 milljarða í sinn hlut

Starfsmenn Landsbankans hafa eignast tæplega 1% hlut í bankanum. Þeir sem hafa verið í fullu starfi fá hlutabréf að verðmæti fernra mánaðarlauna, eftir skatta. Mikilvægt að hagsmunir starfsfólks og bankans fari saman, segir bankastjórinn.

Talibani biðst afsökunar

Yfirmaður talibanahreyfingarinnar í Pakistan hefur sent Malölu Júsafsaí bréf þar sem beðist er afsökunar á skotárásinni á hana á síðasta ári.

Þingmaður hljóp Laugaveginn í annað sinn

Róbert Marshall hljóp Laugaveginn í annað sinn um liðna helgi. Hlaupið tók um sjö klukkustundir. Hann á besta tímann meðal þingmanna en Pétur Blöndal hefur hlaupið Laugaveginn sex sinnum.

Queen Elizabeth til Íslands

Drottning úthafanna, skemmtiferðaskipið Queen Elizabeth, kemur til Íslands á mánudag og hefur viðkomu á Akureyri, Ísafirði og í Reykjavík.

Bjartur lokar vegna veðurs

Í áraraðir hefur það verið regla hjá bókaforlaginu Bjarti að loka höfuðstöðvunum og gefa starfsfólki frí þegar hitinn fer upp í fjórtán gráður.

Hverfisgatan lagfærð

Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun á Hverfisgötu í Reykjavík, milli Klappastígs og Vitastígs.

Tilnefning Láru Hönnu dregur dilk á eftir sér

Katrín Jakobsdóttir telur ekki óeðlilegt að fleiri en Láru Hönnu Einarsdóttur sé gert að sanna hæfi sitt til að taka sæti í stjórn RÚV ohf. Ráðuneytið segir Láru Hönnu hafa skilgreint sig sjálf sem starfsmann 365.

Sjá næstu 50 fréttir