Innlent

Mál Stúdentaráðs gegn LÍN þingfest

Daníel Isebarn Ágústsson og Sigurbjörn Magnússon í héraðsdómi í dag.
Daníel Isebarn Ágústsson og Sigurbjörn Magnússon í héraðsdómi í dag.
Stúdentaráð hefur nú höfðað mál gegn íslenska ríkinu og LÍN vegna breytinga sem gerðar voru á útlánareglum sjóðsins. Málið var þingfest í hérðasdómi í dag. Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður fer með málið fyrir hönd Stúdentaráðs og Sigurbjörn Magnússon er lögmaður LÍN.

Málið mun fá flýtimeðferð fyrir dómstólum og vonar María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, að það verði tekið fyrir strax í ágúst.

Sjóðnum var í vor gert að skera niður og því var reglum um námsframvindu breytt. Áður en breytingarnar gengu í gegn funduðu fulltrúar Stúdentaráðs með forsvarsmönnum LÍN þar sem þeir komu með tillögur um aðrar leiðir sparnaðar. Gengið var að þremur þeirra en aðrar tillögur fulltrúa fengu dræmar undirtektir hjá stjórnendum LÍN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×