Innlent

Slá heimsmet - yngstir til að ganga þvert yfir landið

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
William White og James Hobbs ætla að slá heimsmet. Mynd/SomersetGuardian
William White og James Hobbs ætla að slá heimsmet. Mynd/SomersetGuardian
Tveir ungir drengir frá Bretlandi hafa einsett sér það að verða þeir yngstu til þess að ganga þvert yfir Ísland. Frá þessu greinir á breska fréttamiðlinum Telegraph.

Drengirnir, sem eru 17 ára, heita William White og James Hobbs. Þeir lögðu af stað í ferðina frá syðsta hluta landsins þann 3. júlí og stefna á að ljúka henni 1. ágúst. Tilgangur ferðarinnar er að safna peningum fyrir góðgerðarstofnunina Mary's Meals sem að fæðir börn í þriðja heiminum.

Á göngunni munu þeir kynnast hinum ótrúlegu andstæðum í landslaginu hér, frá jökulbreiðum til auðnarinnar á hálendinu. Síðustu dagar hafa verið erfiðir því að við höfum verið að ganga yfir eyðimörk umkringda eldfjöllum, sem er gróðursnauð, og það hefur verið erfitt að meta framvindu okkar. segir James í samtali við Telegraph í gær. „Við höfum lent í smá erfiðleikum með matarbirgðirnar þar sem að einn matarpakkana barst okkur ekki, en við erum fullir eldmóði og hlökkum til næsta áfanga.

Drengirnir ráðgera að vera komnir á nyrsta odda landsins þann 1.ágúst og þá kemur í ljós hvort þeir setja heimsmet í að vera yngstu göngugarparnir til að ganga yfir landið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×