Innlent

Meintur bruggari í Hveragerði gripinn

Gissur Sigurðsson skrifar
Enginn gambri fannst en græjurnar voru til staðar.
Enginn gambri fannst en græjurnar voru til staðar.
Bruggtæki og hráefni til bruggunar fundust við húsleit, sem lögreglan í Árnessýslu  gerði í heimahúsi í Hveragerði í gærkvöldi.

Hvorki fundust þar gambri í gerjun, né soðinn landi, en að sögn lögreglu bendir allt til þess að tækin hafi verið notuð til bruggunar, þótt engin framleiðsla hafi verið í gangi þegar húsleitin var gerð. Húsráðandi var yfirheyrður og verður málilð rannsakað nánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×