Innlent

"Mannlegur harmleikur"

Gissur Sigurðsson skrifar
Konan verður yfirheyrð þegar af henni verður runnið í dag.
Konan verður yfirheyrð þegar af henni verður runnið í dag.
Barnaverndarnefnd mun taka fyrir mál sex ára gamals barns sem tekið var frá móður sinni við bar í Hafnarfirði í gærkvöldi. Konan hafði setið þar að sumbli og hugðist keyra á brott þegar hún var tekin. 

Starfsfólk á barnum áttaði sig ekki á ástandi konunnar fyrr en um ellefu leytið þegar hún fór allt í einu að æsa sig. Konan fór út með barnið og ætlaði að aka á brott.

Starfsfólk staðarins brást skjótt við og kom í veg fyrir að hún kæmist  inn í bílinn og hringdi í lögreglu. Hún sýndi lögreglu hinsvegar mótþróa og reyndist svo ölvuð, að ekki var hægt að yfirheyra hana, þannig að hún var vistuð í fangageymslum. 

Þar sem ekki náðist í neina nána aðstandendur barnsins, kallaði lögregla á barnaverndarnefnd, sem tók barnið í sína vörslu.

Konan verður yfirheyrð þegar af henni verður runnið í dag, og að því loknu ræðst, samkvæmt mati allra viðkomandi,  hvort konunni þyki  treystandi fyrir barninu. Lögregla verst nánari fregna af málinu, en lýsir því sem mannlegum harmleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×