Krabbameinssjúklingar finna fyrir óöryggi Ingveldur Geirsdóttir skrifar 18. júlí 2013 18:02 Kona, sem gengur nú í annað sinn í gegnum krabbameinsmeðferð, segir upplifun sína af krabbameinsdeild Landspítalans nú ekki góða, ólíkt því sem var fyrir ellefu árum. Hún segist finna fyrir miklum óróa og óstöðugleika á deildinni sem hefur leitt til þess að hún sækir nú sína læknisþjónustu á einkastofu út í bæ. Kristrún Stefánsdóttir hefur tvisvar sinnum þurft að sækja sér þjónustu til krabbameinsdeildar Landspítalans, fyrst fyrir ellefu árum síðan og svo aftur í ár en hún er langt komin í lyfjameðferð. Hún segir upplifun sína núna af krabbameinsdeildinni ekki sambærilega við það sem hún upplifði árið 2002. „Við finnum fyrir óstöðugleika og það er órói. Það er greinilega orðinn skortur á læknum og við erum að missa út alla vega tvær og hálfa stöðu núna af mjög færum krabbameinslæknum. Það virðist ekki koma annað í staðinn sem veldur náttúrulega miklu öryggisleysi og það er ekki það sem fólk þarf sem er að fara í gegnum þetta," segir Kristrún. Kristrún er með sama krabbameinslækni nú og hún var með fyrir ellefu árum síðan. Hann varð að hætta á spítalanum sökum aldurs en vildi sjálfur, að sögn Kristrúnar, halda áfram að vinna enda með fulla starfsorku. Ekki var vilji yfirmanna að halda honum þrátt fyrir að eldri læknar en hann starfi á spítalanum. Kristrúnu var tjáð í tölvupósti frá yfirmanni deildarinnar að það ætti að úthluta henni öðrum lækni. Það sætti Kristrún sig ekki við. „Ég fór fram á að fá að klára mitt ferli með mínum lækni sem að ég hafði reynsli af frá áður og sem hefur fylgt mér öll þessi ár. Hann hefur veitt mér öryggi og sýnt mér mikla umhyggju og verið umhuga um mig og mitt fólk." Kristrún segir að fleiri sjúklingar umrædds læknis hafi óskað eftir því við yfirmenn spítalans að fá að klára krabbameinsmeðferð hjá honum en við þeim óskum hafi ekki orðið. „Ég var hörð á því að fá að halda áfram meðferð hjá mínum lækni en þá fór það þannig og er þannig að hann er með einkastofu út í bæ og þangað fer ég," segir Kristrún. Kristrún þarf samt að sækja sína lyfjameðferð á krabbameinsdeildina. Í síðustu tvö skipti sem hún fór þangað talaði enginn læknir við hana og segir hún það ekki ásættanlegt. „Það er nú talað um að fólk fari langt á að vera bjartsýnt og reyna að lifa lífinu eðlilega en þá þarf maður að hafa örugga og trygga umgjörð í kringum sig frá spítalanum og finna að það er allt gert. En ekki eins og við erum að finna núna sjúklingarnir, óöryggi, því það er ekki það sem við þurfum," segir Kristrún að lokum.Þorbjörn Jónsson læknir og formaður Læknafélags Íslands.Viðvarandi læknaskortur Formaður Læknafélags Íslands segir verulega undirmönnum vera á Krabbameinsdeild Landspítalans. Óhóflegt vinnuálag sé á læknum deildarinnar og engin teikn á lofti um að staðan lagist. Á lyflækningahluta krabbameinsdeildar verða sex læknar starfandi í haust í fimm stöðugildum, þar ættu átta stöðugildi að vera setin að sögn Þorbjörns Jónssonar formanns Læknafélags Íslands. Sama gildir um geislaækna, það séu aðeins tveir læknar starfandi í dag en ættu að vera að minnsta kosti helmingi fleiri. „Ef við leggjum þetta saman má sjá að það er veruleg undirmönnun. Íslendingar eru þekktir fyrir að spíta í lófana og læknar reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að biðlistar lengist ekki og þetta bitni alls ekki á meðferð sjúklingana. En þetta leiðir auðvitað til þess að vinnuálagið verður óhóflegt," segir Þorbjörn. Hann segir að sjúklingar muni taka eftir vinnuálaginu, minni tími gefist fyrir hvern og einn og hugsanlega verði ekki alltaf sami læknirinn sem talar við sjúklinginn hverju sinni sem sé mjög slæmt í krabbameinsmeðferð. Læknum hefur fækkað stöðugt í landinu frá hruni og segir Þorbjörn engin teikn á lofti að staðan lagist. Skorturinn sé viðvarandi. „Öll samtök lækna hafa varað við þessu alveg frá árinu 2008 til 2009 að í þetta myndi stefna sem við sitjum uppi með núna. Og það má segja að við höfum öll þessi ár því miður talað fyrir daufum eyrum." Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Kona, sem gengur nú í annað sinn í gegnum krabbameinsmeðferð, segir upplifun sína af krabbameinsdeild Landspítalans nú ekki góða, ólíkt því sem var fyrir ellefu árum. Hún segist finna fyrir miklum óróa og óstöðugleika á deildinni sem hefur leitt til þess að hún sækir nú sína læknisþjónustu á einkastofu út í bæ. Kristrún Stefánsdóttir hefur tvisvar sinnum þurft að sækja sér þjónustu til krabbameinsdeildar Landspítalans, fyrst fyrir ellefu árum síðan og svo aftur í ár en hún er langt komin í lyfjameðferð. Hún segir upplifun sína núna af krabbameinsdeildinni ekki sambærilega við það sem hún upplifði árið 2002. „Við finnum fyrir óstöðugleika og það er órói. Það er greinilega orðinn skortur á læknum og við erum að missa út alla vega tvær og hálfa stöðu núna af mjög færum krabbameinslæknum. Það virðist ekki koma annað í staðinn sem veldur náttúrulega miklu öryggisleysi og það er ekki það sem fólk þarf sem er að fara í gegnum þetta," segir Kristrún. Kristrún er með sama krabbameinslækni nú og hún var með fyrir ellefu árum síðan. Hann varð að hætta á spítalanum sökum aldurs en vildi sjálfur, að sögn Kristrúnar, halda áfram að vinna enda með fulla starfsorku. Ekki var vilji yfirmanna að halda honum þrátt fyrir að eldri læknar en hann starfi á spítalanum. Kristrúnu var tjáð í tölvupósti frá yfirmanni deildarinnar að það ætti að úthluta henni öðrum lækni. Það sætti Kristrún sig ekki við. „Ég fór fram á að fá að klára mitt ferli með mínum lækni sem að ég hafði reynsli af frá áður og sem hefur fylgt mér öll þessi ár. Hann hefur veitt mér öryggi og sýnt mér mikla umhyggju og verið umhuga um mig og mitt fólk." Kristrún segir að fleiri sjúklingar umrædds læknis hafi óskað eftir því við yfirmenn spítalans að fá að klára krabbameinsmeðferð hjá honum en við þeim óskum hafi ekki orðið. „Ég var hörð á því að fá að halda áfram meðferð hjá mínum lækni en þá fór það þannig og er þannig að hann er með einkastofu út í bæ og þangað fer ég," segir Kristrún. Kristrún þarf samt að sækja sína lyfjameðferð á krabbameinsdeildina. Í síðustu tvö skipti sem hún fór þangað talaði enginn læknir við hana og segir hún það ekki ásættanlegt. „Það er nú talað um að fólk fari langt á að vera bjartsýnt og reyna að lifa lífinu eðlilega en þá þarf maður að hafa örugga og trygga umgjörð í kringum sig frá spítalanum og finna að það er allt gert. En ekki eins og við erum að finna núna sjúklingarnir, óöryggi, því það er ekki það sem við þurfum," segir Kristrún að lokum.Þorbjörn Jónsson læknir og formaður Læknafélags Íslands.Viðvarandi læknaskortur Formaður Læknafélags Íslands segir verulega undirmönnum vera á Krabbameinsdeild Landspítalans. Óhóflegt vinnuálag sé á læknum deildarinnar og engin teikn á lofti um að staðan lagist. Á lyflækningahluta krabbameinsdeildar verða sex læknar starfandi í haust í fimm stöðugildum, þar ættu átta stöðugildi að vera setin að sögn Þorbjörns Jónssonar formanns Læknafélags Íslands. Sama gildir um geislaækna, það séu aðeins tveir læknar starfandi í dag en ættu að vera að minnsta kosti helmingi fleiri. „Ef við leggjum þetta saman má sjá að það er veruleg undirmönnun. Íslendingar eru þekktir fyrir að spíta í lófana og læknar reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að biðlistar lengist ekki og þetta bitni alls ekki á meðferð sjúklingana. En þetta leiðir auðvitað til þess að vinnuálagið verður óhóflegt," segir Þorbjörn. Hann segir að sjúklingar muni taka eftir vinnuálaginu, minni tími gefist fyrir hvern og einn og hugsanlega verði ekki alltaf sami læknirinn sem talar við sjúklinginn hverju sinni sem sé mjög slæmt í krabbameinsmeðferð. Læknum hefur fækkað stöðugt í landinu frá hruni og segir Þorbjörn engin teikn á lofti að staðan lagist. Skorturinn sé viðvarandi. „Öll samtök lækna hafa varað við þessu alveg frá árinu 2008 til 2009 að í þetta myndi stefna sem við sitjum uppi með núna. Og það má segja að við höfum öll þessi ár því miður talað fyrir daufum eyrum."
Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira