Innlent

Gæslan fær konfektkassa

Gissur Sigurðsson skrifar
Björgunarmiðstöð í Halifax og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vöktu yfir skútunni eftir að neyðarkall barst frá henni, og stjórnuðu björgunaraðgerðum.
Björgunarmiðstöð í Halifax og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vöktu yfir skútunni eftir að neyðarkall barst frá henni, og stjórnuðu björgunaraðgerðum.
Ekki liggur fyrir hvort kanadíska strandgæslan hefur fundið skútuna, sem lenti í fárviðri djúpt út af Hvarfi fyrr í vikunni.

Skipverjunum þremur, þar af tveimur Íslendingum, var bjargað um borð í hollenskt flutningaskip, sem er um það bil að koma með þá til Kanada.

Björgunarmiðstöð í Halifax og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vöktu yfir skútunni eftir að neyðarkall barst frá henni, og stjórnuðu björgunaraðgerðum. Í þakklætisskyni komu aðstandendur Íslendinganna færandi hendi í stjórnstöð Gæslunnar í gær, með myndarlegan konfektkassa handa vaktmönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×