Innlent

Barnaklám fannst heima hjá lögreglumanni

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Lögreglumaðurinn sem barnaklámið fannst hjá hefur lengi starfað við lögregluna á Eskifirði.
Lögreglumaðurinn sem barnaklámið fannst hjá hefur lengi starfað við lögregluna á Eskifirði. MYND/LÖGREGLAN.IS
Barnaklám fannst við húsleit á heimili lögreglumanns sem starfar við embætti lögreglustjórans á Eskifirði. Hann hefur nú tímabundið verið leystur frá störfum. Þetta staðfesti Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði í samtali við fréttastofu.



Húsleit var gerð heima hjá manninum vegna annars máls, meints kynferðisbrots gegn telpu, en það mál var látið niður falla.  Í húsleitinni kom í ljós að maðurinn hýsti barnaklám í tölvu. Nú hefur verið lagt hald á búnaðinn sem hýsir klámið vegna rannsóknar málsins.

Í leitinni fannst einnig lítilræði af sterum,  líklega til einkanota.

Maðurinn, sem starfað hefur lengi við lögregluembættið, var ekki við störf á meðan rannsókn málsins fór fram, en nú hefur Ríkislögreglustjóri leyst hann tímabundið frá störfum.  Honum var birt ákæra í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×