Innlent

Minni fiskur veiddist nú í júnímánuði heldur en í fyrra

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Í júnímánuði veiddist mest af botnfiski en þó minna en í fyrra.
Í júnímánuði veiddist mest af botnfiski en þó minna en í fyrra.
Heildarafli íslenskra skipa í júnímánuði var 13,6 prósentum minni en í fyrra. Þetta kemur þetta fram á vef Hagstofunnar.

Aflinn í júní í ár nam alls 39.812 tonnum en í fyrra nam hann 52.290 tonnum. Mest veiddist af botnfiski eða tæp 26.400 tonn, en þó dróst botnfiskveiði saman um 1300 tonn frá júní 2012. Af botnfiski veiddist mest af þorski eða rúm 15.100 tonn.

Afli uppsjávartegunda nam rúmum 9.100 tonnum sem er rúmlega 11.300 tonnum minni afli en í júnímánuði í fyrra. Afli flatfiska var tæp 2.100 tonn í ár sem er 46 tonnum meira en í fyrra.

Fræðast má nánar um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×