Innlent

Heimilisvinur ásakaður um kynferðisbrot gegn systrum

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Karlmaður liggur undir rökstuddum grun um að hafa brotið ítrekað gegn systrum kynferðislega. (Sviðsett mynd)
Karlmaður liggur undir rökstuddum grun um að hafa brotið ítrekað gegn systrum kynferðislega. (Sviðsett mynd) Mynd/Getty
Héraðsdómur Vesturlands úrskurðaði í gær karlmann í áframhaldandi farbann til 19. september vegna rökstudds gruns um kynferðisafbrot. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt systur ítrekuðu kynferðisofbeldi.

Sýslumaðurinn á Akranesi óskaði eftir farbanninu þar til rannsókn og niðurstaða í málinu liggur fyrir en Hæstiréttur hafði áður úrskurðað manninn í farbann fyrr á árinu.

Maðurinn er talinn hafa brotið ítrekað gegn tveimur stúlkum frá árunum 2007 til 2012, en stúlkurnar eru systur.

Maðurinn var heimilisvinur og dvaldi langdvölum á heimili systranna. Hann flutti svefnstað sinn úr setustofu í herbergi annarrar systurinnar, þar sem hann deildi rúmi með stúlkunni með fullri vitund móður hennar.

Í úrskurðinum segir að krafan um farbann sé gerð í þeim tilgangi að tryggja nærveru mannsins á landinu þar sem hann liggur undir rökstuddum grun.

Í úrskurði Héraðsdóms Vesturlands segir að maðurinn sé erlendur ríkisborgari og að hann hafi takmörkuð tengsl við landið. Krafan um úrskurð um farbann er sögð gerð í þeim tilgangi að tryggja nærveru hans á landinu þar sem maðurinn liggi fyrir rökstuddum grun um að hafa brotið gegn systrunum sem varðað geti fangelsisrefsingu.

Talið er að veruleg hætta sé á að maðurinn muni reyna að yfirgefa Ísland í þeim tilgangi að koma sér með einum eða örðum hætti undan rannsókn, málsókn eða refsingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×