Innlent

Vopnaðir og lyfjaðir

Gissur Sigurðsson skrifar
Mennirnir voru með einhverskonar vopn og lyf í fórum sínum, og eru því grunaðir um brot á vopna- og lyfjalögum.
Mennirnir voru með einhverskonar vopn og lyf í fórum sínum, og eru því grunaðir um brot á vopna- og lyfjalögum.
Tveir karlmenn voru handteknir í austurborginni upp úr miðnætti undir áhrifum fíkniefna, áfengis og jafnvel lyfja.

Mennirnir voru með einhverskonar vopn og lyf í fórum sínum, og eru því grunaðir um brot á vopna- og lyfjalögum. Þeir eru vistaðir í fangageymslum og verða yfirheyrðir í dag.

Þá tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjóra ökumenn úr umferð í nótt vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna, og einn vegna ölvunaraksturs.

Þetta er óvenju mikill  fjölldi í miðri viku og langt yfir öllu meðaltali. Þá verkur það athygli að brotum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar ört, á sama tíma og heldur dregur úr ölvunarakstri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×