Innlent

Vilja meira fé fyrir Flensborg

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Einar Birgir hefur lýst því yfir að taka verði til óþægilegra ráða í Flensborg.
Einar Birgir hefur lýst því yfir að taka verði til óþægilegra ráða í Flensborg. mynd/E.Ól
Bæjarráð Hafnarfjarðar lýsti yfir áhyggjum á fundi sínum í gær af yfirvofandi niðurskurði í Flensborgarskóla. Fráfarandi skólameistari, Einar Birgir Steinþórsson, sagði niðurskurðinn óhjákvæmilegan á næsta skólaári til að mæta miklum hallarekstri.

Sagði hann meðal annars að til uppsagna yrði að koma. Hefur reynst skólanum dýrt að sinna nemendum með sérstakar þarfir en honum ber skylda til að taka við öllum nemendum í Hafnarfirði.

Bæjarráð skoraði á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að skólanum yrði gert fjárhagslega kleift að sinna nemendum sínum í samræmi við lög og reglugerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×