Hafa þungar áhyggjur af offorsi stjórnvalda Jóhannes Stefánsson skrifar 19. júlí 2013 10:00 Hæstiréttur heimilaði að nota hleruð símtöl sakbornings við lögmenn sem sönnunargögn. Saksóknari hjá Sérstökum saksóknara telur rök LMFÍ hæpin. „Þetta er eitt af því sem hefur komist mikil lausung á á síðustu árum. Þessi helga skylda, sem er sama skylda og gildir um lækna og presta, er komin á mjög mikið flökt.“ Þetta segir Karl Axelsson, stjórnarmaður í Lögmannafélagi Íslands um rétt skjólstæðinga lögmanna til trúnaðar í samskipum þeirra á milli. Hann er verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, en Magnús hefur verið ákærður vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Karl hefur verulegar áhyggjur af því að fólk geti ekki lengur treyst því að það sem það segi við lögmenn sína verði ekki borið á torg. „Þetta er einhver helgasti réttur hvers réttarríkis og skiptir máli fyrir alla sakaða menn. Þeir eiga rétt á því að halda uppi vörnum og hluti af því er að þeir hafi málsvara sem þeir geta talað við án þess að þau samskipti séu upplýst fyrir hverjum sem er opinberlega,“ segir Karl. Hæstiréttur úrskurðaði fyrir skemmstu í máli Kaupþingsmanna að ákæruvaldinu væri heimilt að leggja fram hleranir af símtölum eins sakborninganna við tvo lögmenn. Hæstiréttur hafnaði því að trúnaður skyldi ríkja um símtölin í ljósi þess að lögmennirnir væru ekki verjendur sakborningsins í eiginlegu dómsmáli. Lögmannafélagið ályktaði vegna málsins þann 25. júní síðastliðinn og telur úrskurðinn hvorki samræmast lögum, stjórnarskrá, né mannréttindasáttmála Evrópu. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá Embætti sérstaks saksóknara, gefur lítið fyrir þessar röksemdir Lögmannafélagsins. „Dómstólar eru sammála okkur og það gildir umfram það sem Lögmannafélagið segir. Þetta er bara rangt,“ segir Björn. „Hann talaði ekki við þá sem sína lögmenn, þar skilur á milli,“ segir hann um sakborninginn. Björn telur rök Lögmannafélagsins um trúnaðarskyldu lögmanna varhugaverð. „Ég get bara sagt það hreint út að það er hætt við að lögmannsstofur verði bara skálkaskjól ef það yrði fallist á öll þessi rök. Að allt sem sé inni á lögmannsstofum sé ósnertanlegt gengur ekki,“ segir Björn.„Stjórnvöld hafa beitt valdheimildum sínum óhóflega"Í nýútgefinni meistararitgerð frá Lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að „stjórnvöld hafa beitt valdheimildum sínum ósparlega og óhóflega án þess að nauðsynlegu eftirliti þar með sé sinnt sem skyldi.“ Eftirlit með símhlerunum sé ekki sem skyldi, meðalshófs ekki gætt við húsleitir og og réttarvernd víða í ólestri. Sigurgeir Bárðarson, höfundur ritgerðarinnar, segir „gengið fram úr öllu hófi gegn friðhelgi einkalífs.“ Það sé þess valdandi að fólk kunni að veigra sér að leita lögfræðiráðgjafar „Þannig má ímynda sér að ráðleggingar lögmanns hefðu í einhverjum tilvikum getað komið í veg fyrir afbrot. Það má því segja að reglan um þagnarskyldu lögmanna stuðli að vissu leyti að löghlýðni borgaranna,“ segir Sigurgeir. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira
„Þetta er eitt af því sem hefur komist mikil lausung á á síðustu árum. Þessi helga skylda, sem er sama skylda og gildir um lækna og presta, er komin á mjög mikið flökt.“ Þetta segir Karl Axelsson, stjórnarmaður í Lögmannafélagi Íslands um rétt skjólstæðinga lögmanna til trúnaðar í samskipum þeirra á milli. Hann er verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, en Magnús hefur verið ákærður vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Karl hefur verulegar áhyggjur af því að fólk geti ekki lengur treyst því að það sem það segi við lögmenn sína verði ekki borið á torg. „Þetta er einhver helgasti réttur hvers réttarríkis og skiptir máli fyrir alla sakaða menn. Þeir eiga rétt á því að halda uppi vörnum og hluti af því er að þeir hafi málsvara sem þeir geta talað við án þess að þau samskipti séu upplýst fyrir hverjum sem er opinberlega,“ segir Karl. Hæstiréttur úrskurðaði fyrir skemmstu í máli Kaupþingsmanna að ákæruvaldinu væri heimilt að leggja fram hleranir af símtölum eins sakborninganna við tvo lögmenn. Hæstiréttur hafnaði því að trúnaður skyldi ríkja um símtölin í ljósi þess að lögmennirnir væru ekki verjendur sakborningsins í eiginlegu dómsmáli. Lögmannafélagið ályktaði vegna málsins þann 25. júní síðastliðinn og telur úrskurðinn hvorki samræmast lögum, stjórnarskrá, né mannréttindasáttmála Evrópu. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá Embætti sérstaks saksóknara, gefur lítið fyrir þessar röksemdir Lögmannafélagsins. „Dómstólar eru sammála okkur og það gildir umfram það sem Lögmannafélagið segir. Þetta er bara rangt,“ segir Björn. „Hann talaði ekki við þá sem sína lögmenn, þar skilur á milli,“ segir hann um sakborninginn. Björn telur rök Lögmannafélagsins um trúnaðarskyldu lögmanna varhugaverð. „Ég get bara sagt það hreint út að það er hætt við að lögmannsstofur verði bara skálkaskjól ef það yrði fallist á öll þessi rök. Að allt sem sé inni á lögmannsstofum sé ósnertanlegt gengur ekki,“ segir Björn.„Stjórnvöld hafa beitt valdheimildum sínum óhóflega"Í nýútgefinni meistararitgerð frá Lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að „stjórnvöld hafa beitt valdheimildum sínum ósparlega og óhóflega án þess að nauðsynlegu eftirliti þar með sé sinnt sem skyldi.“ Eftirlit með símhlerunum sé ekki sem skyldi, meðalshófs ekki gætt við húsleitir og og réttarvernd víða í ólestri. Sigurgeir Bárðarson, höfundur ritgerðarinnar, segir „gengið fram úr öllu hófi gegn friðhelgi einkalífs.“ Það sé þess valdandi að fólk kunni að veigra sér að leita lögfræðiráðgjafar „Þannig má ímynda sér að ráðleggingar lögmanns hefðu í einhverjum tilvikum getað komið í veg fyrir afbrot. Það má því segja að reglan um þagnarskyldu lögmanna stuðli að vissu leyti að löghlýðni borgaranna,“ segir Sigurgeir.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira