Hafa þungar áhyggjur af offorsi stjórnvalda Jóhannes Stefánsson skrifar 19. júlí 2013 10:00 Hæstiréttur heimilaði að nota hleruð símtöl sakbornings við lögmenn sem sönnunargögn. Saksóknari hjá Sérstökum saksóknara telur rök LMFÍ hæpin. „Þetta er eitt af því sem hefur komist mikil lausung á á síðustu árum. Þessi helga skylda, sem er sama skylda og gildir um lækna og presta, er komin á mjög mikið flökt.“ Þetta segir Karl Axelsson, stjórnarmaður í Lögmannafélagi Íslands um rétt skjólstæðinga lögmanna til trúnaðar í samskipum þeirra á milli. Hann er verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, en Magnús hefur verið ákærður vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Karl hefur verulegar áhyggjur af því að fólk geti ekki lengur treyst því að það sem það segi við lögmenn sína verði ekki borið á torg. „Þetta er einhver helgasti réttur hvers réttarríkis og skiptir máli fyrir alla sakaða menn. Þeir eiga rétt á því að halda uppi vörnum og hluti af því er að þeir hafi málsvara sem þeir geta talað við án þess að þau samskipti séu upplýst fyrir hverjum sem er opinberlega,“ segir Karl. Hæstiréttur úrskurðaði fyrir skemmstu í máli Kaupþingsmanna að ákæruvaldinu væri heimilt að leggja fram hleranir af símtölum eins sakborninganna við tvo lögmenn. Hæstiréttur hafnaði því að trúnaður skyldi ríkja um símtölin í ljósi þess að lögmennirnir væru ekki verjendur sakborningsins í eiginlegu dómsmáli. Lögmannafélagið ályktaði vegna málsins þann 25. júní síðastliðinn og telur úrskurðinn hvorki samræmast lögum, stjórnarskrá, né mannréttindasáttmála Evrópu. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá Embætti sérstaks saksóknara, gefur lítið fyrir þessar röksemdir Lögmannafélagsins. „Dómstólar eru sammála okkur og það gildir umfram það sem Lögmannafélagið segir. Þetta er bara rangt,“ segir Björn. „Hann talaði ekki við þá sem sína lögmenn, þar skilur á milli,“ segir hann um sakborninginn. Björn telur rök Lögmannafélagsins um trúnaðarskyldu lögmanna varhugaverð. „Ég get bara sagt það hreint út að það er hætt við að lögmannsstofur verði bara skálkaskjól ef það yrði fallist á öll þessi rök. Að allt sem sé inni á lögmannsstofum sé ósnertanlegt gengur ekki,“ segir Björn.„Stjórnvöld hafa beitt valdheimildum sínum óhóflega"Í nýútgefinni meistararitgerð frá Lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að „stjórnvöld hafa beitt valdheimildum sínum ósparlega og óhóflega án þess að nauðsynlegu eftirliti þar með sé sinnt sem skyldi.“ Eftirlit með símhlerunum sé ekki sem skyldi, meðalshófs ekki gætt við húsleitir og og réttarvernd víða í ólestri. Sigurgeir Bárðarson, höfundur ritgerðarinnar, segir „gengið fram úr öllu hófi gegn friðhelgi einkalífs.“ Það sé þess valdandi að fólk kunni að veigra sér að leita lögfræðiráðgjafar „Þannig má ímynda sér að ráðleggingar lögmanns hefðu í einhverjum tilvikum getað komið í veg fyrir afbrot. Það má því segja að reglan um þagnarskyldu lögmanna stuðli að vissu leyti að löghlýðni borgaranna,“ segir Sigurgeir. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
„Þetta er eitt af því sem hefur komist mikil lausung á á síðustu árum. Þessi helga skylda, sem er sama skylda og gildir um lækna og presta, er komin á mjög mikið flökt.“ Þetta segir Karl Axelsson, stjórnarmaður í Lögmannafélagi Íslands um rétt skjólstæðinga lögmanna til trúnaðar í samskipum þeirra á milli. Hann er verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, en Magnús hefur verið ákærður vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Karl hefur verulegar áhyggjur af því að fólk geti ekki lengur treyst því að það sem það segi við lögmenn sína verði ekki borið á torg. „Þetta er einhver helgasti réttur hvers réttarríkis og skiptir máli fyrir alla sakaða menn. Þeir eiga rétt á því að halda uppi vörnum og hluti af því er að þeir hafi málsvara sem þeir geta talað við án þess að þau samskipti séu upplýst fyrir hverjum sem er opinberlega,“ segir Karl. Hæstiréttur úrskurðaði fyrir skemmstu í máli Kaupþingsmanna að ákæruvaldinu væri heimilt að leggja fram hleranir af símtölum eins sakborninganna við tvo lögmenn. Hæstiréttur hafnaði því að trúnaður skyldi ríkja um símtölin í ljósi þess að lögmennirnir væru ekki verjendur sakborningsins í eiginlegu dómsmáli. Lögmannafélagið ályktaði vegna málsins þann 25. júní síðastliðinn og telur úrskurðinn hvorki samræmast lögum, stjórnarskrá, né mannréttindasáttmála Evrópu. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá Embætti sérstaks saksóknara, gefur lítið fyrir þessar röksemdir Lögmannafélagsins. „Dómstólar eru sammála okkur og það gildir umfram það sem Lögmannafélagið segir. Þetta er bara rangt,“ segir Björn. „Hann talaði ekki við þá sem sína lögmenn, þar skilur á milli,“ segir hann um sakborninginn. Björn telur rök Lögmannafélagsins um trúnaðarskyldu lögmanna varhugaverð. „Ég get bara sagt það hreint út að það er hætt við að lögmannsstofur verði bara skálkaskjól ef það yrði fallist á öll þessi rök. Að allt sem sé inni á lögmannsstofum sé ósnertanlegt gengur ekki,“ segir Björn.„Stjórnvöld hafa beitt valdheimildum sínum óhóflega"Í nýútgefinni meistararitgerð frá Lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að „stjórnvöld hafa beitt valdheimildum sínum ósparlega og óhóflega án þess að nauðsynlegu eftirliti þar með sé sinnt sem skyldi.“ Eftirlit með símhlerunum sé ekki sem skyldi, meðalshófs ekki gætt við húsleitir og og réttarvernd víða í ólestri. Sigurgeir Bárðarson, höfundur ritgerðarinnar, segir „gengið fram úr öllu hófi gegn friðhelgi einkalífs.“ Það sé þess valdandi að fólk kunni að veigra sér að leita lögfræðiráðgjafar „Þannig má ímynda sér að ráðleggingar lögmanns hefðu í einhverjum tilvikum getað komið í veg fyrir afbrot. Það má því segja að reglan um þagnarskyldu lögmanna stuðli að vissu leyti að löghlýðni borgaranna,“ segir Sigurgeir.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira