Innlent

Norska þungarokkaranum sleppt úr haldi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Vikernes hefur verið sleppt úr haldi.
Vikernes hefur verið sleppt úr haldi. samsett mynd
Norska þungarokkaranum Kristian „Varg“ Vikernes hefur verið sleppt úr haldi. 

Hann var handtekinn í Frakklandi á þriðjudaginn, grunaður um að hafa skipulagt „stórfelld hryðjuverk“, eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni. Höfðu yfirvöld í Frakklandi fylgst með athöfnum hans á netinu um nokkurt skeið. Var þetta staðfest í samtali við fréttastofuna NRK. Sagði franski saksóknarinn Agnés Thibault-Lecuivre í viðtali við NRK að grunur hafi strax verið uppi um að hann ætti hlut í hryðjuverkunum því að hann hafði skrifað níð um gyðinga, múslima og fleiri. "Við teljum að hann hafi haft tengsl við öfga hægrimenn sem hugðu á hryðjuverk. Hann er grunaður um það. Við höfum sem stendur ekki fundið nákvæm gögn en við sjáum hvað rannsóknin leiðir í ljós," sagði Agnés.

Gögnin gátu augljóslega ekki fært nægar sönnur á aðild Vikernes þar sem að honum hefur verið sleppt. 



Kristian ,,Varg" var meðlimur í hljómsveitinni Mayhem, þar sem hann spilaði á bassa, og er saga hljómsveitarinnar vægast sagt áhugaverð. Birti Vísir í gær umfjöllun Fréttablaðsins frá árinu 2007. Vikernes afplánar enn dóm sem hann fékk árið 1994 fyrir morðið á Øystein Aarseth, gítarleikara svartmálmsveitarinnar Mayhem, árið áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×