Stórt skref í átt að sjálfbærni Þorgils Jónsson skrifar 15. júní 2013 09:00 Í átt til sjálfbærni Aðildarríki ESB hafa komið sér saman um breytingar á fiskveiðistefnu sambandsins. Sjávarútvegsgeirinn í ESB hefur um langa hríð einkennst af ofveiði. Fréttablaðið/AP Eftir margra ára þref hafa aðildarríki ESB loks náð saman um breytingar á sameiginlegu fiskveiðistefnunni. Ráðherraráðið og Evrópuþingið sættust fyrir síðustu mánaðamót á heildarpakka, sem er miðaður að því að tryggja sjálfbærni fiskveiða eftir mikla ofveiði úr stofnum ESB um árabil. Breytingarnar verða að öllum líkindum staðfestar í lok mánaðarins og taka gildi í upphafi næsta árs. Ole Poulsen, helsti sérfræðingur Dana í sjávarútvegsmálum, var staddur hér á landi í vikunni til að kynna breytingarnar, en Poulsen leiddi endurskoðunarstarfið í ráðherraráðinu á meðan Danir höfðu þar forsæti á síðasta ári. Hann segir þetta marka tímamót fyrir sjávarútveg í Evrópu. „Þetta er sannarlega stórt skref. Við höfum áður leitt í gegn breytingar á stefnunni, en þetta eru mun meiri grundvallarbreytingar en hingað til. Það sem munar mest um er að stefnan er unnin út frá sjónarmiðum vistkerfisins, bannar brottkast og eykur svæðanálgun.“ Poulsen segir að erfiðasti hjallinn í umbótaferlinu hafi verið að fá aðildarríkin til að samþykkja bann við brottkasti. En af hverju er slíkt umdeilt? „Það er erfitt í framkvæmd vegna þess að skipum verður nú gert að tilkynna allan sinn afla og eiga heimildir fyrir honum. Því þurfti að koma upp kerfi með úrræði sem hægt væri að nota til að bregðast við því ef ekki væri til kvóti fyrir meðaflanum.“ Meðal þeirra úrræða sem Poulsen á við er að meðafla mætti að hluta til draga af heimildum í þeirri tegund sem ætlað var að veiða, en þau tilfelli verða metin hvert fyrir sig. Annað meginatriði í breytingunum er að vald verður í auknum mæli fært frá Brussel til aðildarríkjanna. „Á vettvangi ESB er gerð almenn löggjöf sem ríkin sjá um að framfylgja með ítarlegri hætti. Aðildarríki innan ákveðins svæðis geta þá komið sér saman um tillögur um innleiðingu ESB-reglna.“ Poulsen tekur sem dæmi heimildir til framsals aflaheimilda. Framkvæmdastjórnin hafi talað fyrir því að skylda aðildarríkin til að hafa slíkan hátt á, þar sem viðhorfið þar á bæ hafi verið að það fyrirkomulag myndi vinna gegn ofveiði. Það náði hins vegar ekki í gegn, en hverju ríki er þó frjálst að hafa veiðiheimildir framseljanlegar. Hann segir aðspurður að í þessu ferli megi segja að vísindin hafi tekið við af pólitík hvað varðar stjórn fiskveiða í ESB. „Það er engar ýkjur, því að nú er alveg ljóst að ákvörðun veiðiheimilda verður að fylgja vísindalegum forsendum til að tryggja sjálfbærni.“ 23% afla hent aftur í sjóinnOle Poulsen, helsti sérfræðingur Dana í sjávarútvegsmálum, var staddur hér á landi í vikunni til að kynna breytingar á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarstefnunni, en Poulsen leiddi endurskoðunarstarfið í ráðherraráðinu á meðan Danir höfðu þar forsæti á síðasta ári.- Eins og sakir standa er veitt of mikið úr 68% allra fiskistofna ESB, þar á meðal 80% í Miðjarðarhafinu. - Talið er að um 23% af öllum fiskafla í ESB-ríkjum sé hent í sjóinn aftur, en nýju lögin gera ráð fyrir því að slíkt verði bannað í áföngum á næstu þremur árum. - Poulsen hefur talað á opnum kynningarfundum á Stykkishólmi, í Vestmannaeyjum og Reykjavík síðustu daga, auk þess sem hann hefur hitt fólk úr stjórnsýslunni og sjávarútvegsgeiranum. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Eftir margra ára þref hafa aðildarríki ESB loks náð saman um breytingar á sameiginlegu fiskveiðistefnunni. Ráðherraráðið og Evrópuþingið sættust fyrir síðustu mánaðamót á heildarpakka, sem er miðaður að því að tryggja sjálfbærni fiskveiða eftir mikla ofveiði úr stofnum ESB um árabil. Breytingarnar verða að öllum líkindum staðfestar í lok mánaðarins og taka gildi í upphafi næsta árs. Ole Poulsen, helsti sérfræðingur Dana í sjávarútvegsmálum, var staddur hér á landi í vikunni til að kynna breytingarnar, en Poulsen leiddi endurskoðunarstarfið í ráðherraráðinu á meðan Danir höfðu þar forsæti á síðasta ári. Hann segir þetta marka tímamót fyrir sjávarútveg í Evrópu. „Þetta er sannarlega stórt skref. Við höfum áður leitt í gegn breytingar á stefnunni, en þetta eru mun meiri grundvallarbreytingar en hingað til. Það sem munar mest um er að stefnan er unnin út frá sjónarmiðum vistkerfisins, bannar brottkast og eykur svæðanálgun.“ Poulsen segir að erfiðasti hjallinn í umbótaferlinu hafi verið að fá aðildarríkin til að samþykkja bann við brottkasti. En af hverju er slíkt umdeilt? „Það er erfitt í framkvæmd vegna þess að skipum verður nú gert að tilkynna allan sinn afla og eiga heimildir fyrir honum. Því þurfti að koma upp kerfi með úrræði sem hægt væri að nota til að bregðast við því ef ekki væri til kvóti fyrir meðaflanum.“ Meðal þeirra úrræða sem Poulsen á við er að meðafla mætti að hluta til draga af heimildum í þeirri tegund sem ætlað var að veiða, en þau tilfelli verða metin hvert fyrir sig. Annað meginatriði í breytingunum er að vald verður í auknum mæli fært frá Brussel til aðildarríkjanna. „Á vettvangi ESB er gerð almenn löggjöf sem ríkin sjá um að framfylgja með ítarlegri hætti. Aðildarríki innan ákveðins svæðis geta þá komið sér saman um tillögur um innleiðingu ESB-reglna.“ Poulsen tekur sem dæmi heimildir til framsals aflaheimilda. Framkvæmdastjórnin hafi talað fyrir því að skylda aðildarríkin til að hafa slíkan hátt á, þar sem viðhorfið þar á bæ hafi verið að það fyrirkomulag myndi vinna gegn ofveiði. Það náði hins vegar ekki í gegn, en hverju ríki er þó frjálst að hafa veiðiheimildir framseljanlegar. Hann segir aðspurður að í þessu ferli megi segja að vísindin hafi tekið við af pólitík hvað varðar stjórn fiskveiða í ESB. „Það er engar ýkjur, því að nú er alveg ljóst að ákvörðun veiðiheimilda verður að fylgja vísindalegum forsendum til að tryggja sjálfbærni.“ 23% afla hent aftur í sjóinnOle Poulsen, helsti sérfræðingur Dana í sjávarútvegsmálum, var staddur hér á landi í vikunni til að kynna breytingar á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarstefnunni, en Poulsen leiddi endurskoðunarstarfið í ráðherraráðinu á meðan Danir höfðu þar forsæti á síðasta ári.- Eins og sakir standa er veitt of mikið úr 68% allra fiskistofna ESB, þar á meðal 80% í Miðjarðarhafinu. - Talið er að um 23% af öllum fiskafla í ESB-ríkjum sé hent í sjóinn aftur, en nýju lögin gera ráð fyrir því að slíkt verði bannað í áföngum á næstu þremur árum. - Poulsen hefur talað á opnum kynningarfundum á Stykkishólmi, í Vestmannaeyjum og Reykjavík síðustu daga, auk þess sem hann hefur hitt fólk úr stjórnsýslunni og sjávarútvegsgeiranum.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira