Fleiri fréttir

Aðalflugbraut lokað 2016 og vellinum eftir áratug

Borgarstjórn Reykjavíkur ætlar að halda fast við þau áform sín að tveimur af þremur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar verði lokað á næstu þremur árum og vellinum síðan endanlega lokað eftir áratug.

Kristján Davíðsson látinn

Kristján Davíðsson listmálari lést í dag á 96. aldursári. Kristján var einn virtasti listamaður þjóðarinnar um áratugaskeið.

Sjálfkjörið í stjórn VÍS

Sjálfkjörið verður í stjórn Vátryggingafélags Íslands, en aðalfundur fer fram á fimmtudaginn. Framboðsfrestur rann út á laugardag og gáfu fimm kost á sér í aðalstjórn og fimm í varastjórn. Framboðsfrestur til stjórnar Vátryggingafélags Íslands hf. rann út þann 25. maí sl. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

Fangar luku 162 einingum

Á nýliðinni vorönn voru 46 fangar af Litla- Hrauni og 13 af Sogni skráðir í eitthvert nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fangarnir 59 náðu luku samtals 162 einingum.

Gleypti gramm

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina þrjá karlmenn eftir að upp komst að þeir hefðu fíkniefni í vörslum sínum.

Hrelldi hóp af skólakrökkum með glæfralegum akstri

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði upp á sautján ára ökumanni sem hafði gert sér það að leik að hrella hóp af skólakrökkum með því að keyra glæfralega að þeim þar sem þau voru á gangi í Herjólfsdal.

Róbert formaður þingflokks Bjartrar framtíðar

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, var kosinn formaður þingflokks Bjartrar Framtíðar á þingflokksfundi í dag. Brynhildur Pétursdóttir var kosin varaformaður þingflokksins og Björt Ólafsdóttir var kosin ritari.

Dansaði upp á spítala

Stúlka slasaðist nokkuð aðfaranótt laugardags í Vestmannaeyjum þegar hún var að dansa á skemmtistað.

Íslendingar flykkjast á Beyoncé

Fjölmargir Íslendingar ætla sér að sjá stórstjörnuna Beyoncé stíga á stokk í Kaupmannahöfn í kvöld. Arnór Dan Arnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, er einn þeirra. Hann segir ekki þverfótað fyrir Íslendingum í Köben þessa stundina.

Tekur við af Hönnu Birnu í borginni

Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi tók við formennsku í borgarstjórnarflokknum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem hefur tekið við embætti innanríkisráðherra. Þetta var ákveðið á fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í dag.

Vildi aðskilja heimilisbókhaldið frá hlutabréfaviðskiptum

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sagðist ekki finna neinn annan tilgang á gjörningi Kristjáns Arasonar, þáverandi framkvæmdastjóra hjá bankanum, en að koma skuldunum í skjól með stofnun eignarhaldsfélagsins 7hægri ehf. Hreiðar Már bar vitni símleiðis í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Kindurnar komast ekki út vegna kulda

"Við þurftum að taka kindurnar inn þegar það byrjaði að snjóa í lok október, svo þær eru búnar að vera mjög lengi inni“, segir Guðmundur Halldórsson, bóndi að Ekru í Fljótsdalshéraði. Hann segir síðustu þrjú vor hafa einkennst af mikilli óvissu og veðrið hafi verið undarlegt.

Vitni í morðmálinu: "Við höfðum það notalegt allt kvöldið"

Milljarðarmæringurinn Knut-Axel Ugland er aðalvitnið í morðmálinu þar sem íslenskur karlmaður er grunaður um að hafa orðið útvarpsmanninum Helge Dahle að bana í Valle í Setedal í Noregi aðfaranótt sunnudags. "Við höfðum það notalegt allt kvöldið," segir Ugland.

Íslendingur í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Íslenskur karlmaður sem handtekinn var í Valle Noregi í gær grunaður um stungið mann á fimmtugsaldri til bana hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald,

Skoðað hvort Landsvirkjun útvegi orku til Helguvíkur

Skoðað verður hvort Landsvirkjun geti útvegað raforku til álversins í Helguvík, ef orkan fæst ekki annars staðar frá, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem telur uppbygginguna afar mikilvæga, bæði fyrir Suðurnes og landið í heild.

Svavar stóðst pungaprófið með stæl

Svavar Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, hefur nú öðlast réttindi til að sigla 24 metra bátum. "Hálf asnalegt að vera Íslendingur, búandi á eyju, en ekki með réttindi til að sigla," segir Svavar

Hlýrra á heiðinni en í Reykjavík

"Það er nú ekki komið neitt sumar þannig, en það má segja að eftir næstu helgi séu góðar horfur. Það er bara svo langt í það að við verðum að sjá hvað verður úr því,“ segir Haraldur Eiríksson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Formaður Landverndar: "Við skulum bara vona að þetta hafi verið byrjendamistök“

Umhverfissinnar afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra þær umsagnir um rammaáætlun sem bárust til Alþingis og ráðuneyta á morgun kl 17. Einnig verður þeim afhent áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar. Rúmlega 1000 manns hafa nú þegar boðað komu sína á viðburðinn í gegnum facebook.

Rándýrt rifrildi

Ekki vildi betur til en svo að fágætt teiknimyndablað rifnaði þegar tekist var á um það. Skaðann má meta á 10 milljónir króna.

Affleck hlýtur heiðursdoktorsnafnbót

Óskarsverðlaunahafinn, leikstjórinn og leikarinn Ben Affleck hlaut í gær sérstaka heiðursdoktorsnafnbót frá Brown háskólanum í Bandaríkjunum.

Skotárás í Texas

Kona lést og fimm særðust í skotárás þegar vopnaður maður fór um og skaut í allar áttir, að því er virðist af handahófi.

Blæs risasköflum burt eftir minni af Mjóafjarðarheiði

Ásgeir Jónsson hefur eftir besta minni grafið frá því á þriðjudag í gegnum hátt í fimm metra skafla á veginum í Mjóafjörð. Í gær náði Ásgeir efst á heiðina og reiknar með þriggja daga snjóblæstri enn áður en fært er orðið.

Réttir eigendur taldir missa af Vatnsendafé

„Ég vil þetta allt upp á borðið,? segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, um uppgreiðslu bæjarsjóðs á skuldabréfum sem gefin voru út í tengslum við eignarnám á hluta Vatnsendalandsins. Guðríður, ásamt Hjálmari Hjálmarssyni, bæjarfulltrúa Næst besta flokksins, óskaði í bæjarráði eftir svari við því hvers vegna Kópavogsbær hafi í

Gæti lækkað grunnvatnið í Kaldárbotnum

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði segjast ekki með nokkru móti geta fallist á að Orkustofnun heimili aukna vinnslu vatns úr svonefndum Bláfjallastraumi í Vatnsendakrikum.

Flytja þúsundir trjáa í brennsluofn Elkem

Skógrækt ríkisins flytur næstu vikur mikið magn af grisjunarvið til kísilmálmverksmiðju Elkem á Grundartanga. Viðurinn kemur frá sjö skógræktarsvæðum af öllu landinu. Grisja þyrfti um þrjár milljónir trjáa á landinu ef vel ætti að vera.

Líklegra að feður flengi börnin sín

Ný íslensk rannsókn á reynslu fullorðinna á líkamlegu ofbeldi í æsku sýnir að líkamlegum refsingum barna var minna beitt eftir 1980. Rassskelling reyndist algengasta refsingin hjá feðrum en kinnhestur og fingursláttur hjá mæðrum.

Sjá næstu 50 fréttir