Innlent

Stór hluti göngunnar felst í að halda sér á lífi

Ólöf Skaftadóttir skrifar

Leifur Örn Svavarsson er á undan áætlun niður hlíðar Everest-fjalls. Hann hefur þegar náð niður að neðri-grunnbúðum og samstarfsmenn hans hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum búast við því að Leifur verði kominn heim undir lok þessarar viku.



Leifur stóð á hæsta tindi veraldar þann 23. maí síðastliðinn við sólarupprás. Hann er fyrstur Íslendinga til þess að klífa norðurhlíð fjallsins, en sú leið hefur almennt verið talin tæknilega erfiðari. Hann segir stóran hluta göngunnar felast í því að halda sér á lífi.

Hér að ofan fylgir samsett myndband af ferð Leifs upp fjallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×