Erlent

Affleck hlýtur heiðursdoktorsnafnbót

Affleck ánægður með nafnbótina.
Affleck ánægður með nafnbótina.

Óskarsverðlaunahafinn, leikstjórinn og leikarinn Ben Affleck hlaut í gær sérstaka heiðursdoktorsnafnbót frá Brown háskólanum í Bandaríkjunum.

Affleck var í góðum hópi listamanna, rithöfunda, vísindamanna og skólamanna sem hlutu heiðursgráður, en heiðursdoktorsnafnbót hans er í listum. Affleck, sem er ættaður frá Massachusetts, leikstýrði, framleiddi og lék í Argo, sem var kjörin besta kvikmyndin á síðustu Óskarsverðlaunahátíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×