Innlent

Tekur við af Hönnu Birnu í borginni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfullttrúi.
Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfullttrúi.

Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi tók við formennsku í borgarstjórnarflokknum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem hefur tekið við embætti innanríkisráðherra. Þetta var ákveðið á fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í dag. 

Að auki var á fundinum ákveðið að Kjartan Magnússon borgarfulltrúi tæki sæti Hönnu Birnu í borgarráði og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi tæki sæti í stjórn Faxaflóahafna.  Áslaug María Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi mun svo síðar í sumar taka sæti Hönnu Birnu í borgarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×