Innlent

Íslendingur í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Kristján Hjálmarsson skrifar
Íslendingurinn hefur verið dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Íslendingurinn hefur verið dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Íslenskur karlmaður sem handtekinn var í Valle Noregi í gær grunaður um stungið mann á fimmtugsaldri til bana hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, að því er fréttastofa RÚV hefur eftir norsku lögreglunni.

Íslendingurinn er á fertugsaldri og býr í Grimstad en hann hefur verið búsettur í Noregi frá árinu 2005. Hann er sakaður um að hafa stungið fórnarlambið fjórum sinnum - þrisvar, í bak og einu sinni í bringu.

Íslendingurinn er nú í gæsluvarðhaldi í Kristjánssandi og verður yfirheyrður seinna í dag. Hann man lítið eftir atburðum næturinnar sökum áfengisneyslu.

Samkvæmt vitnum lentu mennirnir í deilum í einkasamkvæmi, sem haldið var í veislutjaldi sem stóð á lóð heimahúss. Þær enduðu með því að Íslendingurinn stakk fórnarlambið.

Íslendingurinn hefur ekki áður komið við sögu lögreglu í Noregi. Maðurinn sem lést starfaði sem dagskrárgerðarmaður á svæðisútvarpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×