Á 263 km hraða á reiðhjóli Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2013 17:20 Nýtt hraðaheimsmet á reiðhjóli var sett í Frakklandi um helgina og náði Francois Gissy 263 kílómetra hraða. Þessum hraða er að sjálfsögðu ekki hægt að ná með því einu að stíga hjólið fast, heldur naut hann öflugrar eldflaugar sem komið var fyrir á hjólinu. Eldflaugin, sem var smíðuð í Sviss, var með fljótandi vetnisperoxíði sem var undir miklum þrýstingi í flauginni. Í myndskeiðinu sést hversu hratt hjólið fer og ekki síður hve gríðahröð upptaka þess er með þessa eldflaug. Öflugur sportbíll sést reyna að fylgja hjólinu, en það tekst honum engan veginn. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent
Nýtt hraðaheimsmet á reiðhjóli var sett í Frakklandi um helgina og náði Francois Gissy 263 kílómetra hraða. Þessum hraða er að sjálfsögðu ekki hægt að ná með því einu að stíga hjólið fast, heldur naut hann öflugrar eldflaugar sem komið var fyrir á hjólinu. Eldflaugin, sem var smíðuð í Sviss, var með fljótandi vetnisperoxíði sem var undir miklum þrýstingi í flauginni. Í myndskeiðinu sést hversu hratt hjólið fer og ekki síður hve gríðahröð upptaka þess er með þessa eldflaug. Öflugur sportbíll sést reyna að fylgja hjólinu, en það tekst honum engan veginn.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent