Innlent

Fangar luku 162 einingum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Litla-Hraun
Litla-Hraun MYND/VÍSIR

Á nýliðinni vorönn voru 46 fangar af Litla- Hrauni og 13 af Sogni skráðir í eitthvert nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fangarnir 59 náðu luku samtals 162 einingum. Þetta kemur fram á vef Sunnlenska.is.



Á Litla – Hrauni luku 22 fangar 96 einingum samtals. Á sogni náðu 10 fangar 66 einingum. Þrír þeirra nemenda sem höfði innritast í Fsu frá Sogni hurfu frá námi án þess að þreyta nokkur próf.

FSu hefur séð um kennslu á Hrauni og á Sogni undanfarin ár, en kennslan fer ýmist fram í gegnum fjarnám eða innan veggja fangelsana. Átta kennarar frá skólanum kenndu í  fangelsunum sjálfum, en  fleiri komu að fjarnáminu. Auk þeirra voru starfandi kennslustjóri ásamt náms – og starfsráðgjafa.

Tekið er fram að námsárangur hafi almennt verið góður hjá þeim föngum sem luku áföngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×