Fleiri fréttir

Oscar Pistorius skuldar skatt

Oscar Pistorius, suðurafríski spretthlauparinn sem grunaður er um að hafa myrt kærustu sína, var sektaður fyrir skattsvik í síðustu viku.

Hanna Birna vill flugvöllinn áfram í Reykjavík

"Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar og alltaf sagt að völlurinn eigi að vera áfram í Reykjavík og það er afstaða ríkisstjórnarinnar. En ég treysti því að eiga gott samstarf við Reykjavíkurborg um þetta stóra mál,“ segir Hanna Birna.

Fjölskyldunum var vísað úr landi í dag

Flugvél með um þrjátíu króatíska hælisleitendur innanborðs flaug af landi brott í dag. Innanríkisráðherra segir aðgerðina í fullu samræmi við íslensk lög og hún hefði ekki beitt sér öðruvísi í málinu.

Viðræður við ESB hafa kostað 900 milljónir

Kostnaður íslenska ríkisins vegna aðildarviðræðna við ESB nemur tæplega 900 milljónum króna. Óvíst er hvaða tilgangi ný skýrsla um stöðu viðræðna þjónar þar sem þegar liggur fyrir ítarleg skýrsla utanríkisráðuneytisins.

Telur fornleifaskýrslu ærumeiðandi

Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur og aðjúkt við Háskólann á Hólum, telur að í stjórnsýsluúttekt mennta- og menningarmálaráðuneytisins á stöðu og þróun fornleifarannsókna á Íslandi sé að finna rangfærslur um störf hennar sem eru til þess fallnar að valda henni álitshnekki og fjártjóni.

Kjósendurnir höfnuðu Grillo

Fimm stjörnu hreyfing grínistans Beppe Grillo fataðist flugið nokkuð í sveitarstjórnarkosningum á Ítalíu í vikunni.

Lík Önnu Kristínar Ólafsdóttur fundið

Staðfest hefur verið að lík af konu sem fannst í sjónum við Gróttu á Seltjarnarnesi á föstudaginn er lík Önnu Kristínar Ólafsdóttur. Þetta er niðurstaða kennslanefndar ríkislögreglustjóra sem tók til starfa um leið og líkið fannst. Fjölskyldu hennar hefur verið tilkynnt um andlát hennar, en ekki er talið að það hafi borið að saknæmum hætti.

Bannað að gefa öndunum brauð í sumar

Andarungum fjölgar hratt á þessum árstíma og sjást nú á ferð og flugi með foreldrum sínum við Tjörnina. Reykjavíkurborg vill að gefnu tilefni brýna fyrir fólki að gefa öndunum ekki brauð yfir sumartímann, þar sem það eykur stórlega líkur á að hættulegir vargfuglar á borð við sílamáva geri vart við sig og geri ungunum mein.

Birgitte Nyborg dregur ferðamenn til Danmerkur

Danir finna glöggt fyrir því að áhugi erlendra ferðamanna á landinu er að aukast. Ein ástæðan er talin vera auknar vinsældir sjónvarpsþáttanna Höllin, eða Borgen, þar sem stjórnmálamaðurinn Birgitte Nyborg er aðalleikkona.

Forsætisráðherra, forseti, biskup og borgarstjóri öll úr sömu sveitinni

Mörg af helstu fyrirmennum landsins; forseti Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóri og biskup, eru öll ættuð úr sömu sveitinni, Reykhólahreppi í Austur-Barðarstrandarsýslu. "Eftir að hafa búið hér í að verða þrjú ár sé ég hversu rosalega sterkt og duglegt fólkið er sem kemur héðan," segir sveitarstjórinn.

Fékk arðgreiðslu daginn fyrir eignatilfærslu

Kristján Arason fékk greiddar 34 milljónir í arð vegna hlutabréfa í Kaupþingi daginn áður en samþykkt var að færa allar skuldir hans og hlutabréf yfir á eignarhaldsfélagið 7 Hægri.

Meðlimur Pussy Riot sendur á spítala

Maria Alekhina, meðlimur rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, var send á spítala fyrr í dag. Hún situr í fangelsi og hefur verið í hungurverkfalli í sjö daga

Fundu 160 kíló af þýfi

Tollverðir fundu rúm 160 kíló af meintu þýfi í Norrænu við brottför skipsins frá Seyðisfirði í síðasta mánuði. Um var að ræða rúmlega 400 keramikeiningar, úr nýjum og notuðum hvarfakútum, sem tveir erlendir karlmenn hugðust flytja úr landi. Hið meinta þýfi var haldlagt á staðnum.

Lögregla skoðar árás tígrisdýrs

Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú hvað varð til þess að súmötrutígur réðst á og drap 24 ára gamla konu, Söruh McClay, sem sinnti dýrinu í dýragarði í norðanverðu Englandi.

Ljúfur fjölnotabíll

Kemur nú af nýrri kynslóð sem alveg nýr bíll og teiknaður af Peter Schreyer.

Skutu 26 ára fréttakonu til bana í Sýrlandi

Setið var fyrir bifreið fréttateymis í Sýrlandi í gær. Fréttakona lést í árásinni og tveir aðstoðarmenn hennar særðust. Fréttafólk er í meiri hættu að mati mannréttindasamtaka. Stjórnarher Assads sækir í sig veðrið.

Íslendingar níunda hamingjusamasta þjóðin

Samkvæmt nýjustu tölum OECD Better Life Index eru Íslendingar níunda hamingjusamasta þjóð í heimi. Árið 2009 tróndi Ísland á toppi listans og fellur því niður um átta sæti.

Rækta skordýr til manneldis

Finnland Fjárfestar og matvælaiðnaðurinn í Finnlandi hafa mikinn áhuga á verkefni þar í landi um ræktun lirfa til manneldis.

Loftsteinn á leiðinni

Gríðarstór lofsteinn stefnir nú á jörðu, jafnstór þeim sem talið er að hafi grandað risaeðlunum fyrir 65 milljónum ára.

Stór aurskriða fellur

Þjóðvegur númer 85, eða aðalleiðin á milli Akureyrar og Húsavíkur, var lokaður í morgun eftir að stór aurskriða féll á veginn á móts við bæinn Ystafell í Köldukinn einhvern tíma í nótt.

Heimska vex á Vesturlöndum

Ný rannsókn leiðir í ljós að meðalgreindarvísitala í hinum vestræna heimi hefur hrapað um heil 14,1 stig á umliðinni öld.

Vopnasölubanni aflétt

Bretland og Frakkaland geta selt vopn til uppreisnarafla í Sýrlandi, þeirra sem berjast gegn stjórn Bashar al-Assad.

Sjötíu fórust í Baghdad

Fleiri en 70 fórust í gær í röð sprenginga sem urðu á markaðssvæðum og verslunarhverfum Shíta í Baghdad.

Láta kuldann ekki stoppa sig

Starfsfólk Skrúðgarða Reykjavíkur er nú í óða önn að undirbúa blómagarða borgarinnar undir sumarið. Það hefst auðvitað á því að gróðursetja plöntur og skera í grasbrúnir. „Það má ekki vera mikið kaldara en þetta,“ segir Eiríkur Sæland, verkstjóri skrúðgarðanna í miðborginni, um veðurfar undanfarinna daga.

Drómasýki og bóluefni tengd

Drómasýki hjá fullorðnum einstaklingum tengist bólusetningu með bóluefninu pandemrix í Finnlandi, segir í tilkynningu finnsku lýðheilsustöðvarinnar (THL). Í tilkynningu frá sóttvarnalækni segir að nýleg rannsókn þar í landi leiði í ljós rúmlega þrefalda hættu á drómasýki hjá einstaklingum á aldrinum 20-65 ára sem bólusettir voru með pandemrix á árunum 2009-2010.

Hafna úrskurði um farþega í slöngubáti

„Við munum að sjálfsögðu kanna dómstólaleiðina,“ segir Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants sem fær ekki að fjölga farþegum á slöngubát sínum úr tólf í sextán. Stefán segir Gentle Giants hafa notað RIB-bátinn Ömmu Siggu í tvö ár við hvalaskoðun á Húsavík. Viðlíka bátar eru í notkun í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi og Ísafirði. Gentle Giants kærði ákvörðun Siglingastofnunar um að heimila ekki sextán farþega um borð í stað tólf og að mæla fyrir um að farþegar væru í einangrandi flotbúningum þegar sjór væri kaldastur, það er utan sumartímabilsins 1. júní til 30. september.

Ráðist á pilt í Kópavogi

Ráðist var á unglingspilt um hábjartan dag, þegar hann fór um undirgöng í Kópavogi rétt fyrir klukkan sex í gærdag.

Skemmtiferðaskipin koma

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins er lagt af stað áleiðis til Íslands og mun leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn á hádegi á föstudag.

Sindri heimsótti Englaborg

Við Flókagötu 17 í Reykjavík býr Sigtryggur Bjarni Baldvinsson listmálari ásamt eiginkonu og þremur börnum. Húsið heitir Englaborg og var byggt árið 1942 af Jóni Engilberts listmálara. Sindri Sindrason heimsótti Sigtrygg.

Sjá næstu 50 fréttir