Innlent

Láta kuldann ekki stoppa sig

Birgir Þór Harðarson skrifar
Það er yfirleitt í lok maí sem starfsfólk Skrúðgarða Reykjavíkur byrjar að setja niður sumarblómin í borginni. Ingibjörg og Einar Jakob mættu til vinnu í dag og dyttuðu að Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11. Sá verður örugglega blómlegur í sumar.fréttablaðið/anton
Það er yfirleitt í lok maí sem starfsfólk Skrúðgarða Reykjavíkur byrjar að setja niður sumarblómin í borginni. Ingibjörg og Einar Jakob mættu til vinnu í dag og dyttuðu að Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11. Sá verður örugglega blómlegur í sumar.fréttablaðið/anton

Starfsfólk Skrúðgarða Reykjavíkur er nú í óða önn að undirbúa blómagarða borgarinnar undir sumarið. Það hefst auðvitað á því að gróðursetja plöntur og skera í grasbrúnir. „Það má ekki vera mikið kaldara en þetta,“ segir Eiríkur Sæland, verkstjóri skrúðgarðanna í miðborginni, um veðurfar undanfarinna daga.

Hann segist hins vegar alveg vera á áætlun. „Það er verra ef það gerir norðanhret en yfirleitt er byrjað að setja niður í lok maí ár hvert.“ Hallargarðurinn við Fríkirkjuveg er fyrsti garðurinn sem unnið er að í sumar en annars sér hópur hans um Austurvöll, Fógetagarð og Mæðragarð, stærstu blómagarða miðbæjarins.

„Eftir 1. júní er yfirleitt öruggt að setja niður blóm,“ segir Eiríkur um árstíðabundið veður. Ekki er útlit fyrir að það hlýni mjög á næstu dögum. Í lok vikunnar á svo að rigna um nær allt land.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×