Fjölskyldunum var vísað úr landi í dag Ingveldur Geirsdóttir skrifar 28. maí 2013 19:03 Flugvél með um þrjátíu króatíska hælisleitendur innanborðs flaug af landi brott í dag. Innanríkisráðherra segir aðgerðina í fullu samræmi við íslensk lög og hún hefði ekki beitt sér öðruvísi í málinu. Króatarnir voru sóttir á dvalarstaði sína, í Reykjavík og Reykjanesbæ, í morgun og fluttir á Keflavíkurflugvöll þaðan sem þeir fóru í loftið klukkan tólf á hádegi. Flogið var með þá beint til Zagreb, höfuðborgar Króatíu, þaðan er borgað far undir þá til síns heima. Flutningurinn hefur gengið vel samkvæmt upplýsingum frá innanríksráðuneytinu en átján lögreglumenn fylgja þeim meðal annarra á leiðarenda. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld leigja farþegaflugvél undir hóp hælisleitenda til að flytja þá úr landi, enda var um óvenjulega stóran hóp frá sama landinu að ræða. Þeir fengu allir synjun á hæli frá Útlendingastofnun, margir kærðu þá ákvörðun til innanríkisráðuneytisins þar sem kærurnar eru í vinnslu. Hælileitendur bíða yfirleitt hér á landi á meðan fjallað er um mál þeirra á kærustigi en króatarnir eru sendir úr landi áður en niðurstaða fæst sem þykir óvanalegt. Þeir eru margir ósáttir við að fá ekki sömu meðferð og aðrir hælileitendur. „Það hefur allt sinn eðlilega gang. Ég held að það sé mjög mikilvægt í þessum málum, og það er áhersla mín í þessum málaflokki, að við reynum að hraða því að menn fái niðurstöðu í málin," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra um málið.“ Ráðherra segir að hún hefði beitt sér eins og forveri sinn gerði í málinu. „Þetta mál er auðvitað búið að vera hér í undirbúningi og afgreiðslu löngu fyrir minn tíma og ég sé ekki, m.v mína yfirferð, að það sé ekki í fullu samræmi við íslensk lög og menn hafi reynt að vanda sig eins mikið og mögulegt er í svona viðkvæmum málum." Þrjár króatískar fjölskyldur eru enn á landinu en króatísk stjórnvöld neita að taka við þeim því að um blönduð hjónabönd er að ræða. Hanna Birna segir það skýra stefnu íslenskra stjórnvalda að sundra ekki fjölskyldum. Nú er verið að skoða þeirra mál og kemur brátt í ljós hvort þær fara aftur til Króatíu. „Við höfum að auki, Íslensk stjórnvöld, gert athugasemdir við það hvernig Króatía hefur tekið á málinu, það er að segja ekki tekið inn aðila sem eru með önnur ríkisfang. Við erum ósátt við það og höfum komið því áleiðis." Króatarnir fóru út með leiguflugi í dagMyndir/ Vilhelm Gunnarsson Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Flugvél með um þrjátíu króatíska hælisleitendur innanborðs flaug af landi brott í dag. Innanríkisráðherra segir aðgerðina í fullu samræmi við íslensk lög og hún hefði ekki beitt sér öðruvísi í málinu. Króatarnir voru sóttir á dvalarstaði sína, í Reykjavík og Reykjanesbæ, í morgun og fluttir á Keflavíkurflugvöll þaðan sem þeir fóru í loftið klukkan tólf á hádegi. Flogið var með þá beint til Zagreb, höfuðborgar Króatíu, þaðan er borgað far undir þá til síns heima. Flutningurinn hefur gengið vel samkvæmt upplýsingum frá innanríksráðuneytinu en átján lögreglumenn fylgja þeim meðal annarra á leiðarenda. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld leigja farþegaflugvél undir hóp hælisleitenda til að flytja þá úr landi, enda var um óvenjulega stóran hóp frá sama landinu að ræða. Þeir fengu allir synjun á hæli frá Útlendingastofnun, margir kærðu þá ákvörðun til innanríkisráðuneytisins þar sem kærurnar eru í vinnslu. Hælileitendur bíða yfirleitt hér á landi á meðan fjallað er um mál þeirra á kærustigi en króatarnir eru sendir úr landi áður en niðurstaða fæst sem þykir óvanalegt. Þeir eru margir ósáttir við að fá ekki sömu meðferð og aðrir hælileitendur. „Það hefur allt sinn eðlilega gang. Ég held að það sé mjög mikilvægt í þessum málum, og það er áhersla mín í þessum málaflokki, að við reynum að hraða því að menn fái niðurstöðu í málin," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra um málið.“ Ráðherra segir að hún hefði beitt sér eins og forveri sinn gerði í málinu. „Þetta mál er auðvitað búið að vera hér í undirbúningi og afgreiðslu löngu fyrir minn tíma og ég sé ekki, m.v mína yfirferð, að það sé ekki í fullu samræmi við íslensk lög og menn hafi reynt að vanda sig eins mikið og mögulegt er í svona viðkvæmum málum." Þrjár króatískar fjölskyldur eru enn á landinu en króatísk stjórnvöld neita að taka við þeim því að um blönduð hjónabönd er að ræða. Hanna Birna segir það skýra stefnu íslenskra stjórnvalda að sundra ekki fjölskyldum. Nú er verið að skoða þeirra mál og kemur brátt í ljós hvort þær fara aftur til Króatíu. „Við höfum að auki, Íslensk stjórnvöld, gert athugasemdir við það hvernig Króatía hefur tekið á málinu, það er að segja ekki tekið inn aðila sem eru með önnur ríkisfang. Við erum ósátt við það og höfum komið því áleiðis." Króatarnir fóru út með leiguflugi í dagMyndir/ Vilhelm Gunnarsson
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira