Fjölskyldunum var vísað úr landi í dag Ingveldur Geirsdóttir skrifar 28. maí 2013 19:03 Flugvél með um þrjátíu króatíska hælisleitendur innanborðs flaug af landi brott í dag. Innanríkisráðherra segir aðgerðina í fullu samræmi við íslensk lög og hún hefði ekki beitt sér öðruvísi í málinu. Króatarnir voru sóttir á dvalarstaði sína, í Reykjavík og Reykjanesbæ, í morgun og fluttir á Keflavíkurflugvöll þaðan sem þeir fóru í loftið klukkan tólf á hádegi. Flogið var með þá beint til Zagreb, höfuðborgar Króatíu, þaðan er borgað far undir þá til síns heima. Flutningurinn hefur gengið vel samkvæmt upplýsingum frá innanríksráðuneytinu en átján lögreglumenn fylgja þeim meðal annarra á leiðarenda. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld leigja farþegaflugvél undir hóp hælisleitenda til að flytja þá úr landi, enda var um óvenjulega stóran hóp frá sama landinu að ræða. Þeir fengu allir synjun á hæli frá Útlendingastofnun, margir kærðu þá ákvörðun til innanríkisráðuneytisins þar sem kærurnar eru í vinnslu. Hælileitendur bíða yfirleitt hér á landi á meðan fjallað er um mál þeirra á kærustigi en króatarnir eru sendir úr landi áður en niðurstaða fæst sem þykir óvanalegt. Þeir eru margir ósáttir við að fá ekki sömu meðferð og aðrir hælileitendur. „Það hefur allt sinn eðlilega gang. Ég held að það sé mjög mikilvægt í þessum málum, og það er áhersla mín í þessum málaflokki, að við reynum að hraða því að menn fái niðurstöðu í málin," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra um málið.“ Ráðherra segir að hún hefði beitt sér eins og forveri sinn gerði í málinu. „Þetta mál er auðvitað búið að vera hér í undirbúningi og afgreiðslu löngu fyrir minn tíma og ég sé ekki, m.v mína yfirferð, að það sé ekki í fullu samræmi við íslensk lög og menn hafi reynt að vanda sig eins mikið og mögulegt er í svona viðkvæmum málum." Þrjár króatískar fjölskyldur eru enn á landinu en króatísk stjórnvöld neita að taka við þeim því að um blönduð hjónabönd er að ræða. Hanna Birna segir það skýra stefnu íslenskra stjórnvalda að sundra ekki fjölskyldum. Nú er verið að skoða þeirra mál og kemur brátt í ljós hvort þær fara aftur til Króatíu. „Við höfum að auki, Íslensk stjórnvöld, gert athugasemdir við það hvernig Króatía hefur tekið á málinu, það er að segja ekki tekið inn aðila sem eru með önnur ríkisfang. Við erum ósátt við það og höfum komið því áleiðis." Króatarnir fóru út með leiguflugi í dagMyndir/ Vilhelm Gunnarsson Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Flugvél með um þrjátíu króatíska hælisleitendur innanborðs flaug af landi brott í dag. Innanríkisráðherra segir aðgerðina í fullu samræmi við íslensk lög og hún hefði ekki beitt sér öðruvísi í málinu. Króatarnir voru sóttir á dvalarstaði sína, í Reykjavík og Reykjanesbæ, í morgun og fluttir á Keflavíkurflugvöll þaðan sem þeir fóru í loftið klukkan tólf á hádegi. Flogið var með þá beint til Zagreb, höfuðborgar Króatíu, þaðan er borgað far undir þá til síns heima. Flutningurinn hefur gengið vel samkvæmt upplýsingum frá innanríksráðuneytinu en átján lögreglumenn fylgja þeim meðal annarra á leiðarenda. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld leigja farþegaflugvél undir hóp hælisleitenda til að flytja þá úr landi, enda var um óvenjulega stóran hóp frá sama landinu að ræða. Þeir fengu allir synjun á hæli frá Útlendingastofnun, margir kærðu þá ákvörðun til innanríkisráðuneytisins þar sem kærurnar eru í vinnslu. Hælileitendur bíða yfirleitt hér á landi á meðan fjallað er um mál þeirra á kærustigi en króatarnir eru sendir úr landi áður en niðurstaða fæst sem þykir óvanalegt. Þeir eru margir ósáttir við að fá ekki sömu meðferð og aðrir hælileitendur. „Það hefur allt sinn eðlilega gang. Ég held að það sé mjög mikilvægt í þessum málum, og það er áhersla mín í þessum málaflokki, að við reynum að hraða því að menn fái niðurstöðu í málin," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra um málið.“ Ráðherra segir að hún hefði beitt sér eins og forveri sinn gerði í málinu. „Þetta mál er auðvitað búið að vera hér í undirbúningi og afgreiðslu löngu fyrir minn tíma og ég sé ekki, m.v mína yfirferð, að það sé ekki í fullu samræmi við íslensk lög og menn hafi reynt að vanda sig eins mikið og mögulegt er í svona viðkvæmum málum." Þrjár króatískar fjölskyldur eru enn á landinu en króatísk stjórnvöld neita að taka við þeim því að um blönduð hjónabönd er að ræða. Hanna Birna segir það skýra stefnu íslenskra stjórnvalda að sundra ekki fjölskyldum. Nú er verið að skoða þeirra mál og kemur brátt í ljós hvort þær fara aftur til Króatíu. „Við höfum að auki, Íslensk stjórnvöld, gert athugasemdir við það hvernig Króatía hefur tekið á málinu, það er að segja ekki tekið inn aðila sem eru með önnur ríkisfang. Við erum ósátt við það og höfum komið því áleiðis." Króatarnir fóru út með leiguflugi í dagMyndir/ Vilhelm Gunnarsson
Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent