Innlent

Atvinnuleyfi starfsmanna á veitingastöðum í góðu standi

Atvinnuleyfi starfsmanna á veitingastöðum voru í góðu standi.
Atvinnuleyfi starfsmanna á veitingastöðum voru í góðu standi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti 46 veitingastaði í miðborginni síðastliðið fimmtudagskvöld. Tilgangurinn var að kanna hvort atvinnuleyfi starfsmanna væru í lagi? Svo reyndist vera; ástand mála er almennt gott, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Gerðar voru athugasemdir við þrjá starfsmenn. Tveir höfðu atvinnuleyfi, en ekki á þeim stöðum þar sem þeir voru við vinnu. Sá þriðji reyndist ekki hafa atvinnuleyfi hér á landi.

Skráðar voru upplýsingar um hátt í 300 einstaklinga, en 5 prósent þeirra eru frá löndum utan EES.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×