Viðræður við ESB hafa kostað 900 milljónir Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. maí 2013 18:49 Kostnaður íslenska ríkisins vegna aðildarviðræðna við ESB nemur tæplega 900 milljónum króna. Óvíst er hvaða tilgangi ný skýrsla um stöðu viðræðna þjónar þar sem þegar liggur fyrir ítarleg skýrsla utanríkisráðuneytisins. Samkvæmt stjórnarsáttmála ætlar ríkisstjórnin að gera hlé á viðræðum við ESB og gera skýrslu um stöðu viðræðna og stöðu innan sambandsins sjálfs. Það er athyglisvert að ríkisstjórnin telji það mikilvægt að gera þurfi sérstaka skýrslu um stöðu aðildarviðræðna því í apríl síðastliðnum kom út 76 bls. löng skýrsla á vegum utanríkisráðuneytis sem útlistar nákvæmlega aðildarferlið til þessa, hver nákvæmlega staðan er og hvað sé eftir. Það er farið að sjá til lands í aðildarviðræðunum og það er búið að eyða miklum peningum í þær. Beinn kostnaður Íslands vegna þeirra nemur tæplega 301 milljón króna. Þá nemur kostnaður íslenska ríkisins í fjárlögum vegna þýðinga á árunum 2010-2012 590 milljónum króna. Þetta eru samtals 891 milljón króna sem greitt hefur verið úr ríkissjóði vegna viðræðnanna. Í desember 2011 fékk Ísland styrk frá ESB vegna þýðinga sem nemur jafnvirði 730 milljóna króna en það eru þýðingar frá og með árinu 2012. Þá er viðræðum lokið í 11 köflum, viðræður standa yfir í 16, áður en gert var hlé á þeim og samningsafstaða liggur fyrir í tveimur til viðbótar. Það er aðeins í 4 köflum sem samningsafstaða liggur ekki fyrir, en það eru m.a erfiðustu kaflarnir. Um sjávarútveg og landbúnað. Ríkisstjórnin hefur ekki gefið það út hvenær það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna. Velta má fyrir sér hvort skýrslan sem kynnt verður þinginu þjóni þeim eina tilgangi að tefja málið, enda liggja fyrir allar upplýsingar um stöðu viðræðnanna og stöðuna innan sambandsins. Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Kostnaður íslenska ríkisins vegna aðildarviðræðna við ESB nemur tæplega 900 milljónum króna. Óvíst er hvaða tilgangi ný skýrsla um stöðu viðræðna þjónar þar sem þegar liggur fyrir ítarleg skýrsla utanríkisráðuneytisins. Samkvæmt stjórnarsáttmála ætlar ríkisstjórnin að gera hlé á viðræðum við ESB og gera skýrslu um stöðu viðræðna og stöðu innan sambandsins sjálfs. Það er athyglisvert að ríkisstjórnin telji það mikilvægt að gera þurfi sérstaka skýrslu um stöðu aðildarviðræðna því í apríl síðastliðnum kom út 76 bls. löng skýrsla á vegum utanríkisráðuneytis sem útlistar nákvæmlega aðildarferlið til þessa, hver nákvæmlega staðan er og hvað sé eftir. Það er farið að sjá til lands í aðildarviðræðunum og það er búið að eyða miklum peningum í þær. Beinn kostnaður Íslands vegna þeirra nemur tæplega 301 milljón króna. Þá nemur kostnaður íslenska ríkisins í fjárlögum vegna þýðinga á árunum 2010-2012 590 milljónum króna. Þetta eru samtals 891 milljón króna sem greitt hefur verið úr ríkissjóði vegna viðræðnanna. Í desember 2011 fékk Ísland styrk frá ESB vegna þýðinga sem nemur jafnvirði 730 milljóna króna en það eru þýðingar frá og með árinu 2012. Þá er viðræðum lokið í 11 köflum, viðræður standa yfir í 16, áður en gert var hlé á þeim og samningsafstaða liggur fyrir í tveimur til viðbótar. Það er aðeins í 4 köflum sem samningsafstaða liggur ekki fyrir, en það eru m.a erfiðustu kaflarnir. Um sjávarútveg og landbúnað. Ríkisstjórnin hefur ekki gefið það út hvenær það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna. Velta má fyrir sér hvort skýrslan sem kynnt verður þinginu þjóni þeim eina tilgangi að tefja málið, enda liggja fyrir allar upplýsingar um stöðu viðræðnanna og stöðuna innan sambandsins.
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira