Ford vél í Smart og Renault Twingo Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2013 15:45 Ein athygliverðasta bílvél nútímans, 1,0 lítra EcoBoost vél Ford, freistar annarra bílaframleiðenda og á Daimler nú í viðræðum við Ford um kaup á þeirri vél í bíla Daimler samstæðunnar. Vélin var kosin bílvél ársins í heiminum í fyrra og er aðeins þriggja strokka. Myndi vélin sú fara í Smart bíla, en Smart er í eigu Daimler. Þá gæti hún einnig sést í Renault Twingo, en Daimler á í miklu samstarfi við Renault-Nissan og eiga fyrirtækin 3,1% hlut hvort í öðru. Vélin er nú þegar í Ford bílunum Focus, Fiesta og B-Max. Í skiptum myndi Daimler veita Ford upplýsingar um stærri vélar Mercedes Benz sem standast nú þegar EURO6 mengunarstaðalinn. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem Daimler, Renault-Nissan og Ford eiga í samstarfi með vélar. Fyrr á þessu ári hófst samstarf þeirra í millum við smíði véla sem brenna vetni. Fyrirtækin ætla öll að hefja sölu á vetnisbílum árið 2017. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent
Ein athygliverðasta bílvél nútímans, 1,0 lítra EcoBoost vél Ford, freistar annarra bílaframleiðenda og á Daimler nú í viðræðum við Ford um kaup á þeirri vél í bíla Daimler samstæðunnar. Vélin var kosin bílvél ársins í heiminum í fyrra og er aðeins þriggja strokka. Myndi vélin sú fara í Smart bíla, en Smart er í eigu Daimler. Þá gæti hún einnig sést í Renault Twingo, en Daimler á í miklu samstarfi við Renault-Nissan og eiga fyrirtækin 3,1% hlut hvort í öðru. Vélin er nú þegar í Ford bílunum Focus, Fiesta og B-Max. Í skiptum myndi Daimler veita Ford upplýsingar um stærri vélar Mercedes Benz sem standast nú þegar EURO6 mengunarstaðalinn. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem Daimler, Renault-Nissan og Ford eiga í samstarfi með vélar. Fyrr á þessu ári hófst samstarf þeirra í millum við smíði véla sem brenna vetni. Fyrirtækin ætla öll að hefja sölu á vetnisbílum árið 2017.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent