Erlent

Heimska vex á Vesturlöndum

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Einstein snýr sér í gröf sinni. Ástæðan fyrir því að nútímamaðurinn er heimskari en áður var er meðal annars sú að greindar konur eignast nú færri börn en áður var.
Einstein snýr sér í gröf sinni. Ástæðan fyrir því að nútímamaðurinn er heimskari en áður var er meðal annars sú að greindar konur eignast nú færri börn en áður var.

Ný rannsókn leiðir í ljós að meðalgreindarvísitala í hinum vestræna heimi hefur hrapað um heil 14,1 stig á umliðinni öld.

Vísindamenn hafa verið að rannsaka greind þeirra sem uppi voru á Viktoríutímanum, sem er frá 1837 til 1901, og kennt er við Viktoríu Englandsdrottingu, og hafa komist að þeirri niðurstöðu að menn voru greindari á þeim tíma.

Gögn hafa verið skoðuð af Michael A Woodley sem starfar við Vrije háskólann í Brussel, Jan te Nijenhuis við háskólann í Amsterdam og Raegan Murphy við háskólann í Cork á Írlandi. Niðurstöður þeirra eru sláandi; greindarvísitala hins vestræna manns hefur hrapað um heil 14,1 stig.

Ástæðan er einkum talin sú að greindar konur eignast færri börn en áður var. Það þýðir að fólksfjölgun er haldið uppi af minna greindum konum og með tímanum þýðir þetta að greind hrakar smátt og smátt. „Allt bendir eindregið til þess að þeir sem voru uppi á Viktoríutímanum hafi verið talsvert greindari en nútímamaðurinn," segir meðal annars í niðurstöðum rannsóknarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×