Innlent

Bannað að gefa öndunum brauð í sumar

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Það er vinsælt að gefa öndunum við Reykjavíkurtjörn brauð. Yfir sumartímann getur það þó verið mjög hættulegt fyrir andarunga.
Það er vinsælt að gefa öndunum við Reykjavíkurtjörn brauð. Yfir sumartímann getur það þó verið mjög hættulegt fyrir andarunga. MYND/VÍSIR

Andarungum fjölgar hratt á þessum árstíma og sjást nú á ferð og flugi með foreldrum sínum á Tjörninni. Reykjavíkurborg vill brýna fyrir fólki að gefa öndunum ekki brauð yfir sumartímann, þar sem það eykur stórlega líkur á að hættulegir vargfuglar á borð við sílamáva geri vart við sig og vinni ungunum mein.

 

Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að fækkun máva sé mikilvægur þáttur í að bæta afkomu andarunga. Sílamávarnir eru sólgnir í brauðið, en því miður er algengt er að þeir geri andarungunum mikinn skaða þegar þeir eru í brauðleiðöngrum við Tjörnina. Því er mjög mikilvægt að reyna að halda mávunum í skefjum á þessum tíma.Mikilvægast er að gefa öndunum ekki brauð eða annan skyndibita í júní og júlí. Yfir sumartímann er meira af náttúrulegu æti í Tjörninni fyrir bæði endur og svani og þörfin fyrir brauðið því minni.

 

Mávurinn leitar líka í matarleifar í opnum ruslatunnum og því er fólk einnig hvatt til að ganga vel um í kringum Tjörnina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.