Fleiri fréttir Ökumenn teknir undir áhrifum áfengis og fíkniefna Tveir ökumenn grunaðir um ölvun og tveir til viðbótar grunaðir um að aka undir áhrifum annarra fíkniefna voru stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Blóðsýni voru tekin á lögreglustöðinni og allir fengu að fara heim að skýrlustöku lokinni en mega þessir þó búast við að missa ökuréttindi og fá himinháa sekt. 31.1.2013 06:40 Fyrsta áfanga í hernaði Frakka í Malí er lokið Franski herinn hefur tryggt yfirráð sín yfir bænum Kidal í norðurhluta Malí. Þar með er fyrsta áfanganum náð í baráttu Frakka, og annarra þjóða, gegn íslamistum í Malí en Kidal var síðasta vígi þeirra í landinu. 31.1.2013 06:37 Síðasta Andrews systirin er látin Síðasta eftirlifandi Andrews systirin er látin 94 ára að aldri. Hún lést á heimili sínu í Californiu í gær. 31.1.2013 06:35 Ísraelsmenn gerðu loftárás á skotmark í Sýrlandi Ísraelski flugherinn mun hafa gert loftárás á skotmark í Sýrlandi en misvísandi fréttir hafa borist um hvert það skotmark var. 31.1.2013 06:26 Assange býður sig fram í þingkosningunum í Ástralíu Julian Assange, stofnandi wikiLeaks, ætlar að bjóða sig fram í komandi þingkosningum í Ástralíu í haust. 31.1.2013 06:22 Verulega dregur úr fíkniefnaúrgangi á götum Kaupmannahafnar Magnið af óhreinum sprautunálum og öðru sorpi tengt fíkniefnaneyslu á götum Kaupmannahafnar hefur minnkað um meir en helming. 31.1.2013 06:19 Litlar líkur á tillögu um vantraust á stjórn Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekki haft þingmeirihluta síðan Róbert Marshall sagði sig úr þingflokki Samfylkingarinnar 11. október í fyrra. Síðan þá hefur hún því verið minnihlutastjórn. 31.1.2013 06:00 Telja kannabis valda geðrofssjúkdómum Mikil kannabisneysla getur orsakað og komið af stað einkennum geðrofssjúkdóma hjá ungu fólki. Því yngra sem fólk er þegar það byrjar að reykja kannabis þeim mun meiri líkur eru á því að það endi inn á geðdeild síðar meir. Þetta er mat og reynsla Andrésar Magnússonar, geðlæknis á Landspítalanum. 31.1.2013 06:00 Útlent starfsfólk sent í próf "Það er bara sjálfsagður hlutur að fara fram á að fólk tali málið,“ segir Guðný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, sem á síðustu dögum hefur sent starfsmenn af erlendu bergi brotna í stöðupróf í íslensku. 31.1.2013 06:00 Endurskoða þarf kerfið allt Sigur Íslands í Icesave-málinu er sigur lögfræðinnar og efnahagslegrar skynsemi. Hann sýnir fram á að innstæðutryggingakerfi gjörvallrar Evrópu er ófullnægjandi og þarfnast endurskoðunar. 31.1.2013 06:00 Kosningaréttar kvenna minnst Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um hvernig eigi að minnast þess að árið 2015 verður öld liðin síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. 31.1.2013 06:00 Veðsetti sama hlutinn tvisvar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Jón Snorra Snorrason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, fyrir skilasvik. Ákæran var þingfest á mánudag. 31.1.2013 06:00 Vonbrigði hjá formanni SVFR Veiðiréttareigendur í Norðurá í Borgarfirði höfnuðu því með yfirgnæfandi meirihluta í fyrrakvöld að ganga að tilboðum í útboði á leigurétti árinnar frá árinu 2014. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, sem haft hefur ánna á leigu í 66 ár, átti einu tilboðin, 83,5 milljónir og 76,5 milljónir króna. 31.1.2013 06:00 Holskefla kynferðisbrotamála Árið 2013 bauð okkur velkomin með stærstu flóðbylgju mála er varðar kynferðisbrot gegn börnum sem sögur fara af á Íslandi. Eins og alþjóð veit hófst umræðan með umfjöllun Kastljóssins þann 7. janúar um Karl Vigni Þorsteinsson, sem játaði í þáttunum að hafa brotið kynferðislega á hátt í fimmtíu börnum á hálfrar aldar tímabili. 31.1.2013 06:00 Aflaverðmæti jókst um tíu milljarða á tíu mánuðum 31.1.2013 06:00 Birta myndir af meintum nauðgurum á nýjan leik Svo virðist sem fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna vikna um barnaníðinga hafi blásið lífi í meðlimi hópsins "Við viljum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum“ á Facebook. 31.1.2013 00:00 Heili Sharons starfar í dáinu Ísraelskir og bandarískir vísindamenn segja að heilastarfsemi sé merkjanleg hjá Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, sem hefur verið í dái frá því hann fékk heilablóðfall fyrir sjö árum. 31.1.2013 00:00 Heimsbyggðin þarf að taka af skarið í Sýrlandi "Það er verið að leggja Sýrland í rúst, hægt og bítandi,“ segir Lakhdar Brahimi, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi. "Og með því að eyðileggja Sýrland er verið að þröngva þessum heimshluta í afar slæma stöðu, og ástandið þar skiptir alla heimsbyggðina miklu máli.“ 31.1.2013 00:00 Eddutilnefningarnar: Það þarf fleiri sögur um konur "Það vantar tvímælalaust fleiri kvenhlutverk og fleiri sögur um konur,“ segir kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir sem er formaður félagsins Konur í kvikmyndum og sjónvarpi. 30.1.2013 23:47 Sigurður biðst afsökunar á hyskis-ummælum Sigurður Harðarson, stjórnarmaður í Félagi Sjálfstæðismanna í Grafarvogi, biðst afsökunar á orðum sem hann lét falla á fundi með Jóni Gnarr borgarstjóra í gærkvöld. 30.1.2013 22:14 Hart tekist á um stjórnarskrárfrumvarpið í dag Lokaátökin um stjórnarskrárfrumvarpið hófust á Alþingi í dag við upphaf annarrar umræðu um málið. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tala ýmist um bútasaum eða verið sé að hafa alþingismenn að fíflum. Formaður stjórnlaganefndar sagði tíma kominn til að stjórnarandstaðan hætti að stoppa öll þjóðþrifamál. 30.1.2013 21:29 Ron Jeremy berst fyrir lífi sínu á spítala Íslandsvinurinn og klámmyndaleikarinn Ron Jeremy berst nú fyrir lífi sínu á Cedar-Sinai spítalanum í Los Angeles eftir að hann var lagður þar inn vegna slagæðagúlps nærri hjarta. 30.1.2013 20:58 Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30.1.2013 20:28 Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30.1.2013 19:55 Fjölskylda Sigmars segir að hann hafi gleymst Sigmar B. Hauksson beið heima í níu daga án þess að fá aðhlynningu eða verkjameðferð eftir að hann greindist með krabbamein í lok nóvember. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Þar segir að fjölskyldan telur að álag á sjúkrahúsinu hafi orðið til þess að hann hafi gleymst. 30.1.2013 19:48 Olíuiðnaðurinn bíður eftir að komast í Jan Mayen-gögnin Olíustofnun Noregs hyggst innan tveggja mánaða birta áætlun um verðmæti olíu- og gaslinda á Jan Mayen-svæðinu. Helsti áhrifamaður norska olíuiðnaðarins segir auðlindamatið ráða miklu um hversu mikill áhugi verður á olíuleit þar. Hann er forstjóri ConocoPhilips í Noregi og jafnframt formaður samtaka norska olíu- og gasiðnaðarins og heitir Steinar Våge. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö í síðustu viku flutti hann erindi um olíuvinnslu við erfið skilyrði á heimskautasvæðum og var einnig á pallborði með utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Noregs. 30.1.2013 19:16 Ætla að taka fjarskiptaöryggi landsins til endurskoðunar Almannavarnir, fjarskiptafyrirtæki og orkufyrirtæki munu taka fjarskiptaöryggi landsins til endurskoðunar. Stórhætta getur skapast við langvarandi röskun á rafmagns- og símasambandi. 30.1.2013 18:47 Frakkar sigruðu Bocuse d'Or - Ísland ekki í verðlaunasæti Það voru heimamenn sem sigruðu matreiðslukeppninni Bocuse d'Or sem lauk rétt í þessu í borginni Lyon í Frakklandi. 30.1.2013 17:45 Mátti ekki miðla upplýsingum um þá sem urðu fyrir heimilisofbeldi Persónuvernd hefur úrskurðað að Landspítalanum (LSH) hafi verið óheimilt að láta af hendi lista yfir sjúklinga vegna rannsóknar um ofbeldi í nánum samböndum vegna rannsóknar manneskju sem stóð að verkefninu "Rannsókn á heilbrigðisþjónustu varðandi ofbeldi í nánum samböndum“. 30.1.2013 17:42 Suzuki Swift klífur 3ja milljóna múrinn Japanski bílaframleiðandinn Suzuki Motor náði þeim merka áfanga fyrr í þessum mánuði að samanlögð sala á Suzuki Swift fór yfir þrjár milljónir eintaka frá markaðssetningu á bílnum. Suzuki hefur í gegnum tíðina ekki síst sérhæft sig í framleiðslu og sölu á litlum og sportlegum fólksbílum og er Swift ágætt dæmi um þá áherslu. Bíllinn var fyrst framleiddur og seldur í Japan í nóvember 2004 en hann var engu að síður hannaður og þróaður sem bíll fyrir alla heimsbyggðina. Árið 2005 hófst sala á bílnum í Ungverjalandi, Indlandi og Kína. Nú er bíllinn fáanlegur í yfir 120 löndum víðs vegar um heiminn. Swift hefur unnið til fjölda verðlauna. Hann var valinn bíll ársins af blaðamönnum í Japan 2006 og 2011 og hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar í Evrópu, Indlandi og víðar. Suzuki Swift varð fyrir valinu sem Bíll ársins 2006 í árlegu kjöri Bandalags íslenskra bílablaðamanna. 30.1.2013 17:15 Sex ára gömlum strák haldið í gíslingu Maður vopnaður byssu fór um borð í skólabíl í Alabama-fylki í morgun, tók sex ára gamlan dreng í gíslingu og drap bílstjórann sem reyndi að bjarga stráknum. 30.1.2013 16:58 Eldur í Vestmannaeyjum: 25 slökkviliðsmenn fóru í útkallið Eldur kom upp á háalofti einbýlishúss að Heiðarvegi í Vestmannaeyjum á fjórða tímanum í dag. Engar skemmdir urðu á húsinu þar sem slökkviliðið slökkti eldinn fljótt en þó barst töluverður reykur um allt hús. 30.1.2013 16:54 Of fáar leikkonur til þess að tilnefna fimm Þrjár konur eru tilnefndar sem leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum á Edduverðlaununum árið 2013. Í sömu flokkum hjá körlunum eru fimm leikarar tilnefndir. 30.1.2013 16:07 Féll í klettum í Esjunni Karlmaður slasaðist þegar hann féll í Esjunni í klettunum, fyrir ofan Stein við Þverfellshorn, nú síðdegis. Hann var ásamt öðrum manni á göngu þegar óhappið varð og rúllaði hann niður um sextíu metra. Fjallamenn á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á staðinn. 30.1.2013 16:02 "Geðveik leið til þess að fá okkur til að fræðast um þetta" "Það er svo oft bara talað um það vandræðalega sem getur gerst fyrir stelpur. En þetta getur líka verið vandræðalegt fyrir stráka og þeir geta alveg eins verið óöruggir eins og stelpur," segir Selma Dögg Björgvinsdóttir í 10. bekk Háteigsskóla. 30.1.2013 15:43 Myndband frá íbúafundinum í Grafarvogi Halldór Árni Sveinsson, fagstjóri fjölmiðladeildar Flensborgarskólans, hefur sett myndskeið inn á vefsvæðið Netsamfelag.is frá íbúafundinum í Grafarvogi í gær. 30.1.2013 15:25 Lokuðu hraðbraut til að drifta Það er í sjálfu sér hættulaust á rýmri svæðum fyrir bíladellukalla að búa til dálítinn gúmmíreyk með því að "drifta" afturhjóladrifnum bílum sínum. Verra er þegar notaðar eru fjölfarnari hraðbrautir til þess arna. En það var einmitt það sem nokkrir ungir menn gerðu í Orange sýslu í Kaliforníu um daginn við lítinn fögnuð lögreglyfirvalda í sýslunni. Það sem meira var, þeir lokuð hraðbrautinni, sem er ekki smásniðnari en sex akreinar. Á meðfylgjandi myndbandi sést til ungmennanna á Ford Mustang, Chevrolet Camaro og nokkrum Nissan 240SX bílum leika sér að búa til "kleinuhringi" á hraðbrautinni. Örugglega gaman hjá þeim en síður fyrir þá sem þurftu að bíða eftir því að þeir lykju sér af. 30.1.2013 14:45 10. bekkingar kynntu sér mörkin milli kynlífs og ofbeldis Óhætt er að segja að tíundu bekkingar í Háteigsskóla hafi horft á stuttmyndina "Fáðu já!" af mikilli athygli og haft gaman af í dag. 30.1.2013 14:40 Segir eineltið ekki hafa verið ímyndun Jón Gnarr borgarstjóri segir það rangt, sem haldið hefur verið fram, að upplifun hans á einelti í Grafarvogi í gær hafi verið ímyndum. Skrif hans um eineltið hafa vakið gríðarleg viðbrögð í dag. Fjölmargir hafa brugðist við bæði á Facebook og víðar. 30.1.2013 14:38 Naut veitinga víða án þess að greiða fyrir Reykvískur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að hafa blekkt starfsfólk á Kaffi París við Austurstræti í ágúst síðastliðnum með því að hafa pantað og neytt veitinga að andvirði 15. 280 krónur, án þess að geta greitt fyrir. 30.1.2013 14:29 Bíllinn endaði á hliðinni Árekstur varð á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu um eittleytið í dag, Keyrt var í veg fyrir bíl með þeim afleiðingum að hann valt, samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti. Lögreglan segir að ökumenn bílanna hafi verið einir í þeim. Annar þeirra mun hafa farið á slysadeild til skoðunar og hinn ætlar að fara í dag. Talið er að þeir hafi ekki slasast alvarlega. 30.1.2013 13:38 Mercedes Benz auglýsing tekin á Íslandi Nýleg auglýsing Mercedes Benz vegna CLA bíls Benz var tekin hér á landi í fyrra og er mjög forvitnileg áhorfs. Myndskeiðið sem hér má sjá er ríflega þriggja mínútna langt og í því er víða farið um landið. Meðal annars er tekið upp í Mývatnssvæðið, á Nesjavallaleið, við Bláa lónið, við lónið undir Eyjafjöllum og endar myndskeiðið við glæsilegt einbýlishús gegnt Akureyri, hinu megin Eyjafjarðarins. Í auglýsingunni kemur mikið við sögu Husky hundur sem er í hlutverki úlfs eftir ágæta litameðhöndlun. Það örlar aðeins á þjóðarstolti að horfa á glæsikerruna renna um vegina í fagurri íslenskri náttúru. Þegar upptökurnar stóðu yfir á Íslandi höfðu engar myndir sést af þessum nýja bíl Benz. Naskur ljósmyndari náði hinsvegar fyrstu ljósmyndunum af bílnum við Bláa lónið og fóru þær eins og eldur í sinu um netheima. 30.1.2013 13:30 Íbúafundurinn: „Þið eruð hyski!“ Myndatökumaður segir fundargesti hafa sýnt mikinn dónaskap á íbúafundinum í gær. Íbúi í Grafarvogi sem var viðstaddur fundinn tekur í sama streng. 30.1.2013 13:28 Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2. 30.1.2013 13:20 Sjálfstæðismenn funda um mögulega vantrauststillögu Sjálfstæðismenn funda um möguleika á að leggja fram vantrauststillögu á hendur Steingrími J Sigfússyni atvinnuvegaráðherra í dag. Stjórnmálafræðingur segir umræðu um vantraust geta veikt ríkisstjórnina enn frekar jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt. 30.1.2013 12:07 Sjá næstu 50 fréttir
Ökumenn teknir undir áhrifum áfengis og fíkniefna Tveir ökumenn grunaðir um ölvun og tveir til viðbótar grunaðir um að aka undir áhrifum annarra fíkniefna voru stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Blóðsýni voru tekin á lögreglustöðinni og allir fengu að fara heim að skýrlustöku lokinni en mega þessir þó búast við að missa ökuréttindi og fá himinháa sekt. 31.1.2013 06:40
Fyrsta áfanga í hernaði Frakka í Malí er lokið Franski herinn hefur tryggt yfirráð sín yfir bænum Kidal í norðurhluta Malí. Þar með er fyrsta áfanganum náð í baráttu Frakka, og annarra þjóða, gegn íslamistum í Malí en Kidal var síðasta vígi þeirra í landinu. 31.1.2013 06:37
Síðasta Andrews systirin er látin Síðasta eftirlifandi Andrews systirin er látin 94 ára að aldri. Hún lést á heimili sínu í Californiu í gær. 31.1.2013 06:35
Ísraelsmenn gerðu loftárás á skotmark í Sýrlandi Ísraelski flugherinn mun hafa gert loftárás á skotmark í Sýrlandi en misvísandi fréttir hafa borist um hvert það skotmark var. 31.1.2013 06:26
Assange býður sig fram í þingkosningunum í Ástralíu Julian Assange, stofnandi wikiLeaks, ætlar að bjóða sig fram í komandi þingkosningum í Ástralíu í haust. 31.1.2013 06:22
Verulega dregur úr fíkniefnaúrgangi á götum Kaupmannahafnar Magnið af óhreinum sprautunálum og öðru sorpi tengt fíkniefnaneyslu á götum Kaupmannahafnar hefur minnkað um meir en helming. 31.1.2013 06:19
Litlar líkur á tillögu um vantraust á stjórn Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekki haft þingmeirihluta síðan Róbert Marshall sagði sig úr þingflokki Samfylkingarinnar 11. október í fyrra. Síðan þá hefur hún því verið minnihlutastjórn. 31.1.2013 06:00
Telja kannabis valda geðrofssjúkdómum Mikil kannabisneysla getur orsakað og komið af stað einkennum geðrofssjúkdóma hjá ungu fólki. Því yngra sem fólk er þegar það byrjar að reykja kannabis þeim mun meiri líkur eru á því að það endi inn á geðdeild síðar meir. Þetta er mat og reynsla Andrésar Magnússonar, geðlæknis á Landspítalanum. 31.1.2013 06:00
Útlent starfsfólk sent í próf "Það er bara sjálfsagður hlutur að fara fram á að fólk tali málið,“ segir Guðný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, sem á síðustu dögum hefur sent starfsmenn af erlendu bergi brotna í stöðupróf í íslensku. 31.1.2013 06:00
Endurskoða þarf kerfið allt Sigur Íslands í Icesave-málinu er sigur lögfræðinnar og efnahagslegrar skynsemi. Hann sýnir fram á að innstæðutryggingakerfi gjörvallrar Evrópu er ófullnægjandi og þarfnast endurskoðunar. 31.1.2013 06:00
Kosningaréttar kvenna minnst Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um hvernig eigi að minnast þess að árið 2015 verður öld liðin síðan konur fengu kosningarétt á Íslandi. 31.1.2013 06:00
Veðsetti sama hlutinn tvisvar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Jón Snorra Snorrason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, fyrir skilasvik. Ákæran var þingfest á mánudag. 31.1.2013 06:00
Vonbrigði hjá formanni SVFR Veiðiréttareigendur í Norðurá í Borgarfirði höfnuðu því með yfirgnæfandi meirihluta í fyrrakvöld að ganga að tilboðum í útboði á leigurétti árinnar frá árinu 2014. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, sem haft hefur ánna á leigu í 66 ár, átti einu tilboðin, 83,5 milljónir og 76,5 milljónir króna. 31.1.2013 06:00
Holskefla kynferðisbrotamála Árið 2013 bauð okkur velkomin með stærstu flóðbylgju mála er varðar kynferðisbrot gegn börnum sem sögur fara af á Íslandi. Eins og alþjóð veit hófst umræðan með umfjöllun Kastljóssins þann 7. janúar um Karl Vigni Þorsteinsson, sem játaði í þáttunum að hafa brotið kynferðislega á hátt í fimmtíu börnum á hálfrar aldar tímabili. 31.1.2013 06:00
Birta myndir af meintum nauðgurum á nýjan leik Svo virðist sem fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna vikna um barnaníðinga hafi blásið lífi í meðlimi hópsins "Við viljum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum“ á Facebook. 31.1.2013 00:00
Heili Sharons starfar í dáinu Ísraelskir og bandarískir vísindamenn segja að heilastarfsemi sé merkjanleg hjá Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, sem hefur verið í dái frá því hann fékk heilablóðfall fyrir sjö árum. 31.1.2013 00:00
Heimsbyggðin þarf að taka af skarið í Sýrlandi "Það er verið að leggja Sýrland í rúst, hægt og bítandi,“ segir Lakhdar Brahimi, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi. "Og með því að eyðileggja Sýrland er verið að þröngva þessum heimshluta í afar slæma stöðu, og ástandið þar skiptir alla heimsbyggðina miklu máli.“ 31.1.2013 00:00
Eddutilnefningarnar: Það þarf fleiri sögur um konur "Það vantar tvímælalaust fleiri kvenhlutverk og fleiri sögur um konur,“ segir kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir sem er formaður félagsins Konur í kvikmyndum og sjónvarpi. 30.1.2013 23:47
Sigurður biðst afsökunar á hyskis-ummælum Sigurður Harðarson, stjórnarmaður í Félagi Sjálfstæðismanna í Grafarvogi, biðst afsökunar á orðum sem hann lét falla á fundi með Jóni Gnarr borgarstjóra í gærkvöld. 30.1.2013 22:14
Hart tekist á um stjórnarskrárfrumvarpið í dag Lokaátökin um stjórnarskrárfrumvarpið hófust á Alþingi í dag við upphaf annarrar umræðu um málið. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tala ýmist um bútasaum eða verið sé að hafa alþingismenn að fíflum. Formaður stjórnlaganefndar sagði tíma kominn til að stjórnarandstaðan hætti að stoppa öll þjóðþrifamál. 30.1.2013 21:29
Ron Jeremy berst fyrir lífi sínu á spítala Íslandsvinurinn og klámmyndaleikarinn Ron Jeremy berst nú fyrir lífi sínu á Cedar-Sinai spítalanum í Los Angeles eftir að hann var lagður þar inn vegna slagæðagúlps nærri hjarta. 30.1.2013 20:58
Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands "Þetta stenst,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks. 30.1.2013 20:28
Segir Ögmund hafa rekið liðsmenn FBI úr landi Kristinn Hrafnsson, upplýsingafulltrúi WikiLeaks, sagði í Kastljósi í kvöld að einkaflugvél með fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), hefði lent á Reykjavíkurflugvelli og ætlað sér að hefja sakamálarannsókn gegn WikiLeaks hér á landi. 30.1.2013 19:55
Fjölskylda Sigmars segir að hann hafi gleymst Sigmar B. Hauksson beið heima í níu daga án þess að fá aðhlynningu eða verkjameðferð eftir að hann greindist með krabbamein í lok nóvember. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Þar segir að fjölskyldan telur að álag á sjúkrahúsinu hafi orðið til þess að hann hafi gleymst. 30.1.2013 19:48
Olíuiðnaðurinn bíður eftir að komast í Jan Mayen-gögnin Olíustofnun Noregs hyggst innan tveggja mánaða birta áætlun um verðmæti olíu- og gaslinda á Jan Mayen-svæðinu. Helsti áhrifamaður norska olíuiðnaðarins segir auðlindamatið ráða miklu um hversu mikill áhugi verður á olíuleit þar. Hann er forstjóri ConocoPhilips í Noregi og jafnframt formaður samtaka norska olíu- og gasiðnaðarins og heitir Steinar Våge. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö í síðustu viku flutti hann erindi um olíuvinnslu við erfið skilyrði á heimskautasvæðum og var einnig á pallborði með utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Noregs. 30.1.2013 19:16
Ætla að taka fjarskiptaöryggi landsins til endurskoðunar Almannavarnir, fjarskiptafyrirtæki og orkufyrirtæki munu taka fjarskiptaöryggi landsins til endurskoðunar. Stórhætta getur skapast við langvarandi röskun á rafmagns- og símasambandi. 30.1.2013 18:47
Frakkar sigruðu Bocuse d'Or - Ísland ekki í verðlaunasæti Það voru heimamenn sem sigruðu matreiðslukeppninni Bocuse d'Or sem lauk rétt í þessu í borginni Lyon í Frakklandi. 30.1.2013 17:45
Mátti ekki miðla upplýsingum um þá sem urðu fyrir heimilisofbeldi Persónuvernd hefur úrskurðað að Landspítalanum (LSH) hafi verið óheimilt að láta af hendi lista yfir sjúklinga vegna rannsóknar um ofbeldi í nánum samböndum vegna rannsóknar manneskju sem stóð að verkefninu "Rannsókn á heilbrigðisþjónustu varðandi ofbeldi í nánum samböndum“. 30.1.2013 17:42
Suzuki Swift klífur 3ja milljóna múrinn Japanski bílaframleiðandinn Suzuki Motor náði þeim merka áfanga fyrr í þessum mánuði að samanlögð sala á Suzuki Swift fór yfir þrjár milljónir eintaka frá markaðssetningu á bílnum. Suzuki hefur í gegnum tíðina ekki síst sérhæft sig í framleiðslu og sölu á litlum og sportlegum fólksbílum og er Swift ágætt dæmi um þá áherslu. Bíllinn var fyrst framleiddur og seldur í Japan í nóvember 2004 en hann var engu að síður hannaður og þróaður sem bíll fyrir alla heimsbyggðina. Árið 2005 hófst sala á bílnum í Ungverjalandi, Indlandi og Kína. Nú er bíllinn fáanlegur í yfir 120 löndum víðs vegar um heiminn. Swift hefur unnið til fjölda verðlauna. Hann var valinn bíll ársins af blaðamönnum í Japan 2006 og 2011 og hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar í Evrópu, Indlandi og víðar. Suzuki Swift varð fyrir valinu sem Bíll ársins 2006 í árlegu kjöri Bandalags íslenskra bílablaðamanna. 30.1.2013 17:15
Sex ára gömlum strák haldið í gíslingu Maður vopnaður byssu fór um borð í skólabíl í Alabama-fylki í morgun, tók sex ára gamlan dreng í gíslingu og drap bílstjórann sem reyndi að bjarga stráknum. 30.1.2013 16:58
Eldur í Vestmannaeyjum: 25 slökkviliðsmenn fóru í útkallið Eldur kom upp á háalofti einbýlishúss að Heiðarvegi í Vestmannaeyjum á fjórða tímanum í dag. Engar skemmdir urðu á húsinu þar sem slökkviliðið slökkti eldinn fljótt en þó barst töluverður reykur um allt hús. 30.1.2013 16:54
Of fáar leikkonur til þess að tilnefna fimm Þrjár konur eru tilnefndar sem leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum á Edduverðlaununum árið 2013. Í sömu flokkum hjá körlunum eru fimm leikarar tilnefndir. 30.1.2013 16:07
Féll í klettum í Esjunni Karlmaður slasaðist þegar hann féll í Esjunni í klettunum, fyrir ofan Stein við Þverfellshorn, nú síðdegis. Hann var ásamt öðrum manni á göngu þegar óhappið varð og rúllaði hann niður um sextíu metra. Fjallamenn á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á staðinn. 30.1.2013 16:02
"Geðveik leið til þess að fá okkur til að fræðast um þetta" "Það er svo oft bara talað um það vandræðalega sem getur gerst fyrir stelpur. En þetta getur líka verið vandræðalegt fyrir stráka og þeir geta alveg eins verið óöruggir eins og stelpur," segir Selma Dögg Björgvinsdóttir í 10. bekk Háteigsskóla. 30.1.2013 15:43
Myndband frá íbúafundinum í Grafarvogi Halldór Árni Sveinsson, fagstjóri fjölmiðladeildar Flensborgarskólans, hefur sett myndskeið inn á vefsvæðið Netsamfelag.is frá íbúafundinum í Grafarvogi í gær. 30.1.2013 15:25
Lokuðu hraðbraut til að drifta Það er í sjálfu sér hættulaust á rýmri svæðum fyrir bíladellukalla að búa til dálítinn gúmmíreyk með því að "drifta" afturhjóladrifnum bílum sínum. Verra er þegar notaðar eru fjölfarnari hraðbrautir til þess arna. En það var einmitt það sem nokkrir ungir menn gerðu í Orange sýslu í Kaliforníu um daginn við lítinn fögnuð lögreglyfirvalda í sýslunni. Það sem meira var, þeir lokuð hraðbrautinni, sem er ekki smásniðnari en sex akreinar. Á meðfylgjandi myndbandi sést til ungmennanna á Ford Mustang, Chevrolet Camaro og nokkrum Nissan 240SX bílum leika sér að búa til "kleinuhringi" á hraðbrautinni. Örugglega gaman hjá þeim en síður fyrir þá sem þurftu að bíða eftir því að þeir lykju sér af. 30.1.2013 14:45
10. bekkingar kynntu sér mörkin milli kynlífs og ofbeldis Óhætt er að segja að tíundu bekkingar í Háteigsskóla hafi horft á stuttmyndina "Fáðu já!" af mikilli athygli og haft gaman af í dag. 30.1.2013 14:40
Segir eineltið ekki hafa verið ímyndun Jón Gnarr borgarstjóri segir það rangt, sem haldið hefur verið fram, að upplifun hans á einelti í Grafarvogi í gær hafi verið ímyndum. Skrif hans um eineltið hafa vakið gríðarleg viðbrögð í dag. Fjölmargir hafa brugðist við bæði á Facebook og víðar. 30.1.2013 14:38
Naut veitinga víða án þess að greiða fyrir Reykvískur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að hafa blekkt starfsfólk á Kaffi París við Austurstræti í ágúst síðastliðnum með því að hafa pantað og neytt veitinga að andvirði 15. 280 krónur, án þess að geta greitt fyrir. 30.1.2013 14:29
Bíllinn endaði á hliðinni Árekstur varð á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu um eittleytið í dag, Keyrt var í veg fyrir bíl með þeim afleiðingum að hann valt, samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti. Lögreglan segir að ökumenn bílanna hafi verið einir í þeim. Annar þeirra mun hafa farið á slysadeild til skoðunar og hinn ætlar að fara í dag. Talið er að þeir hafi ekki slasast alvarlega. 30.1.2013 13:38
Mercedes Benz auglýsing tekin á Íslandi Nýleg auglýsing Mercedes Benz vegna CLA bíls Benz var tekin hér á landi í fyrra og er mjög forvitnileg áhorfs. Myndskeiðið sem hér má sjá er ríflega þriggja mínútna langt og í því er víða farið um landið. Meðal annars er tekið upp í Mývatnssvæðið, á Nesjavallaleið, við Bláa lónið, við lónið undir Eyjafjöllum og endar myndskeiðið við glæsilegt einbýlishús gegnt Akureyri, hinu megin Eyjafjarðarins. Í auglýsingunni kemur mikið við sögu Husky hundur sem er í hlutverki úlfs eftir ágæta litameðhöndlun. Það örlar aðeins á þjóðarstolti að horfa á glæsikerruna renna um vegina í fagurri íslenskri náttúru. Þegar upptökurnar stóðu yfir á Íslandi höfðu engar myndir sést af þessum nýja bíl Benz. Naskur ljósmyndari náði hinsvegar fyrstu ljósmyndunum af bílnum við Bláa lónið og fóru þær eins og eldur í sinu um netheima. 30.1.2013 13:30
Íbúafundurinn: „Þið eruð hyski!“ Myndatökumaður segir fundargesti hafa sýnt mikinn dónaskap á íbúafundinum í gær. Íbúi í Grafarvogi sem var viðstaddur fundinn tekur í sama streng. 30.1.2013 13:28
Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2. 30.1.2013 13:20
Sjálfstæðismenn funda um mögulega vantrauststillögu Sjálfstæðismenn funda um möguleika á að leggja fram vantrauststillögu á hendur Steingrími J Sigfússyni atvinnuvegaráðherra í dag. Stjórnmálafræðingur segir umræðu um vantraust geta veikt ríkisstjórnina enn frekar jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt. 30.1.2013 12:07