Sjálfstæðismenn funda um mögulega vantrauststillögu Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 30. janúar 2013 12:07 Sjálfstæðismenn funda um möguleika á að leggja fram vantrauststillögu á hendur Steingrími J Sigfússyni atvinnuvegaráðherra í dag. Stjórnmálafræðingur segir umræðu um vantraust geta veikt ríkisstjórnina enn frekar jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn hafi um nokkurt skeið velt fyrir sér möguleikanum á því að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina en eftir að Jón Bjarnason sagði sig úr þingflokki vinstri grænna í síðustu viku er stjórnin einungis með þrjátíu þingmenn sem er tveimur mönnum frá lágmarksþingmeirihluta. Þá þykir þingmönnum þessarra flokka viðbrögð ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega Steingríms J Sigfússonar atvinnuvegaráðherra gefa tilefni til þess að tími sé kominn til þess að leggja fram vantraust. Meðal sjálfstæðismanna er einnig rætt að leggja fram vantraust einungis á einn ráðherra, Steingrím J, en ekki ríkisstjórnina í heild sinni. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun að slíkt hafa tíðkast í gegnum tíðina þegar ákveðin deilumál koma upp en slíkt sé ekki algengt og hafi einungis einu sinni verið samþykkt árið 1911. Þá segir Stefanía ólíkelgt að vantrauststillaga yrði samþykkt svo stuttu fyrir þinglok sérstaklega þar sem þingmenn Hreyfingarinnar muni að öllum líkindum ekki vilja slíta þingi strax áður en stjórnarskrár málið hefur verið afgreitt. Hins vegar geti umræða um vantraust veikt ríkisstjórnina enn frekar eins og gerðist þegar síðasta vantrauststillaga var lögð fram af Bjarna Benediktssyni í apríl 2011 en þá gekk Ásmundur Einar Daðason úr þingflokki vinstri grænna og í þingflokk framsóknarflokksins. Þá sé óvíst hvenær kosningar yrðu haldnar ef vantraust yrði samþykkt og hvort að ríkisstjórnin myndi sitja þangað til, þar af leiðandi sé margt sem þurfi að skýra áður en tillagan er lögð fram. Þingflokkur sjálfstæðismanna fundar nú eftir hádegi og mun þá samkvæmt heimildum fréttastofu möguleg vantrauststillaga verða rædd. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Sjálfstæðismenn funda um möguleika á að leggja fram vantrauststillögu á hendur Steingrími J Sigfússyni atvinnuvegaráðherra í dag. Stjórnmálafræðingur segir umræðu um vantraust geta veikt ríkisstjórnina enn frekar jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn hafi um nokkurt skeið velt fyrir sér möguleikanum á því að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina en eftir að Jón Bjarnason sagði sig úr þingflokki vinstri grænna í síðustu viku er stjórnin einungis með þrjátíu þingmenn sem er tveimur mönnum frá lágmarksþingmeirihluta. Þá þykir þingmönnum þessarra flokka viðbrögð ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega Steingríms J Sigfússonar atvinnuvegaráðherra gefa tilefni til þess að tími sé kominn til þess að leggja fram vantraust. Meðal sjálfstæðismanna er einnig rætt að leggja fram vantraust einungis á einn ráðherra, Steingrím J, en ekki ríkisstjórnina í heild sinni. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun að slíkt hafa tíðkast í gegnum tíðina þegar ákveðin deilumál koma upp en slíkt sé ekki algengt og hafi einungis einu sinni verið samþykkt árið 1911. Þá segir Stefanía ólíkelgt að vantrauststillaga yrði samþykkt svo stuttu fyrir þinglok sérstaklega þar sem þingmenn Hreyfingarinnar muni að öllum líkindum ekki vilja slíta þingi strax áður en stjórnarskrár málið hefur verið afgreitt. Hins vegar geti umræða um vantraust veikt ríkisstjórnina enn frekar eins og gerðist þegar síðasta vantrauststillaga var lögð fram af Bjarna Benediktssyni í apríl 2011 en þá gekk Ásmundur Einar Daðason úr þingflokki vinstri grænna og í þingflokk framsóknarflokksins. Þá sé óvíst hvenær kosningar yrðu haldnar ef vantraust yrði samþykkt og hvort að ríkisstjórnin myndi sitja þangað til, þar af leiðandi sé margt sem þurfi að skýra áður en tillagan er lögð fram. Þingflokkur sjálfstæðismanna fundar nú eftir hádegi og mun þá samkvæmt heimildum fréttastofu möguleg vantrauststillaga verða rædd.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira