10. bekkingar kynntu sér mörkin milli kynlífs og ofbeldis Kolbeinn Tumi Daðason í Háteigsskóla skrifar 30. janúar 2013 14:40 Stelpurnar í 10. bekk Háteigsskóla við sýningu myndarinnar í dag. Mynd/Stefán Óhætt er að segja að tíundu bekkingar í Háteigsskóla hafi horft á stuttmyndina „Fáðu já!" af mikilli athygli og haft gaman af í dag. Myndin, sem meðal annars á að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis auk þess að vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, var sýnd 10. bekkingum í grunnskólum landsins í hádeginu í dag. Undirritaður brá sér í heimsókn í Háteigsskóla þar sem nemendur biðu spenntir eftir sýningu myndarinnar. „Eruði ekki spenntar?" spurði Erla Súsanna Þórisdóttir, umsjónarkennari í 10. bekk. Stelpurnar svöruðu játandi um hæl og eftirvæntingin meðal stelpnanna var greinileg. Tveir bekkir eru í hverjum árgangi í Háteigsskóla og ákváðu kennarar að best væri að sameina strákana í einni stofu og stelpurnar í annarri. Að sögn Erlu Súsönnu hefur það reynst vel þegar unnið hefur verið með álíka viðfangsefni. „Við höfum áður unnið með svipuð málefni og höfum þá kynjaskipt þeim. Það hefur gengið miklu betur. Þeim líður betur og eru líklegri til þess að tjá sig," segir Erla Súsanna.Mynd/StefánAthygli hvers einasta nemanda var óskipt og aðeins stöku sinnum sem einhver heyrðist hvísla í eyra sessunautar. Annars voru augun galopin og áhuginn greinilega mikill. „Ég var líka búin að sýna krökkunum myndbrot úr henni og þau voru rosalega áhugasöm. Biðu spennt eftir að sjá hana. Mér fannst hún hitta í mark," segir Erla Súsanna. Athyglin var ekki síður mikil þegar blaðamaður brá sér í stofuna þar sem strákarnir í tíunda bekk fylgdust með. Það vakti athygli og aðdáun undirritaðs og ljósmyndara Fréttablaðsins hve þroskaðir nemendurnir í 10. bekk í Háteigsskóla virtust vera. Ekkert varð vart við fliss, hróp eða frammíköll á meðan á myndinni stóð. Hluta af ástæðunni má væntanlega einnig rekja til myndarinnar sem hitti í mark hjá markhóp hennar. Erla Súsanna hafði verið vöruð við því að myndin væri svolítið gróf og sýndi ansi mikið. „Ég var kannski sammála því að vissu leyti en þetta er bara veruleikinn sem krakkarnir búa við, þ.e. þetta er það sem þau sjá á netinu og allt í kringum okkur. Ég held að þeim hafi ekki fundist hún of gróf eða eitthvað slíkt," segir Erla Súsanna og nemendur hennar tóku undir það í samtali við blaðamann að sýningu lokinni.Mynd/StefánÞegar um 15 mínútur voru liðnar af myndinni, sem er um 20 mínútna löng, kom upp bilun í spilaranum. Gerðist það líka hjá strákunum og óhætt að segja að nemendurnir hafi orðið ansi svekktir þegar óvissa ríkti hvort hægt yrði að klára myndina. Það hófst þá nokkrum mínútum síðar en töfin varð til þess að engin tími skapaðist fyrir umræðu að myndinni lokinni. Erla Súsanna segir það miður að ekki hafi verið hægt að fylgja myndinni eftir með umræðu. Það verði engu að síður gert við fyrsta tækifæri. „Ég held að það sé nauðsynlegt. En eins og kom fram hjá stelpunum eftir myndina þá fannst þeim myndin svara mörgum spurningum. Það segir ansi mikið um myndina. Engu að síður ætlum við að fara yfir hana," segir Erla Súsanna. Hún segir myndina frábæra til þess að nálgast umræðuefni með nemendum sínum sem geti verið viðkvæmt. „Algjörlega, alveg tvímælalaust. Þetta er okkar miðill til að ná til þeirra. Stuttmyndir og eitthvað sjónrænt. Það er besta leiðin til að ná til þeirra, vekja upp spurningar og vinna með." Rætt var við nemendur í tíunda bekk að sýningu myndarinnar lokinni. Viðtölin birtast hér á Vísi síðar í dag. Myndin er öllum aðgengileg á heimasíðu hennar. Myndinni er skipt upp í sex kafla: #Upphaf, #Klám, #Nauðgun, #Að setja mörk, #Ofbeldi og #Fáðu Já. Smelltu hér til að horfa á myndina. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Óhætt er að segja að tíundu bekkingar í Háteigsskóla hafi horft á stuttmyndina „Fáðu já!" af mikilli athygli og haft gaman af í dag. Myndin, sem meðal annars á að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis auk þess að vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, var sýnd 10. bekkingum í grunnskólum landsins í hádeginu í dag. Undirritaður brá sér í heimsókn í Háteigsskóla þar sem nemendur biðu spenntir eftir sýningu myndarinnar. „Eruði ekki spenntar?" spurði Erla Súsanna Þórisdóttir, umsjónarkennari í 10. bekk. Stelpurnar svöruðu játandi um hæl og eftirvæntingin meðal stelpnanna var greinileg. Tveir bekkir eru í hverjum árgangi í Háteigsskóla og ákváðu kennarar að best væri að sameina strákana í einni stofu og stelpurnar í annarri. Að sögn Erlu Súsönnu hefur það reynst vel þegar unnið hefur verið með álíka viðfangsefni. „Við höfum áður unnið með svipuð málefni og höfum þá kynjaskipt þeim. Það hefur gengið miklu betur. Þeim líður betur og eru líklegri til þess að tjá sig," segir Erla Súsanna.Mynd/StefánAthygli hvers einasta nemanda var óskipt og aðeins stöku sinnum sem einhver heyrðist hvísla í eyra sessunautar. Annars voru augun galopin og áhuginn greinilega mikill. „Ég var líka búin að sýna krökkunum myndbrot úr henni og þau voru rosalega áhugasöm. Biðu spennt eftir að sjá hana. Mér fannst hún hitta í mark," segir Erla Súsanna. Athyglin var ekki síður mikil þegar blaðamaður brá sér í stofuna þar sem strákarnir í tíunda bekk fylgdust með. Það vakti athygli og aðdáun undirritaðs og ljósmyndara Fréttablaðsins hve þroskaðir nemendurnir í 10. bekk í Háteigsskóla virtust vera. Ekkert varð vart við fliss, hróp eða frammíköll á meðan á myndinni stóð. Hluta af ástæðunni má væntanlega einnig rekja til myndarinnar sem hitti í mark hjá markhóp hennar. Erla Súsanna hafði verið vöruð við því að myndin væri svolítið gróf og sýndi ansi mikið. „Ég var kannski sammála því að vissu leyti en þetta er bara veruleikinn sem krakkarnir búa við, þ.e. þetta er það sem þau sjá á netinu og allt í kringum okkur. Ég held að þeim hafi ekki fundist hún of gróf eða eitthvað slíkt," segir Erla Súsanna og nemendur hennar tóku undir það í samtali við blaðamann að sýningu lokinni.Mynd/StefánÞegar um 15 mínútur voru liðnar af myndinni, sem er um 20 mínútna löng, kom upp bilun í spilaranum. Gerðist það líka hjá strákunum og óhætt að segja að nemendurnir hafi orðið ansi svekktir þegar óvissa ríkti hvort hægt yrði að klára myndina. Það hófst þá nokkrum mínútum síðar en töfin varð til þess að engin tími skapaðist fyrir umræðu að myndinni lokinni. Erla Súsanna segir það miður að ekki hafi verið hægt að fylgja myndinni eftir með umræðu. Það verði engu að síður gert við fyrsta tækifæri. „Ég held að það sé nauðsynlegt. En eins og kom fram hjá stelpunum eftir myndina þá fannst þeim myndin svara mörgum spurningum. Það segir ansi mikið um myndina. Engu að síður ætlum við að fara yfir hana," segir Erla Súsanna. Hún segir myndina frábæra til þess að nálgast umræðuefni með nemendum sínum sem geti verið viðkvæmt. „Algjörlega, alveg tvímælalaust. Þetta er okkar miðill til að ná til þeirra. Stuttmyndir og eitthvað sjónrænt. Það er besta leiðin til að ná til þeirra, vekja upp spurningar og vinna með." Rætt var við nemendur í tíunda bekk að sýningu myndarinnar lokinni. Viðtölin birtast hér á Vísi síðar í dag. Myndin er öllum aðgengileg á heimasíðu hennar. Myndinni er skipt upp í sex kafla: #Upphaf, #Klám, #Nauðgun, #Að setja mörk, #Ofbeldi og #Fáðu Já. Smelltu hér til að horfa á myndina.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira